Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2003, Page 19

Ægir - 01.01.2003, Page 19
19 E N D U R M E N N T U N O G S TA R F S F R Æ Ð S L A Sérstakur endurmenntunarsjóður Vélstjórafélagið er með sérstakan endurmenntunarsjóð og í hann greiða bæði félagsmenn og LÍU. Með þessu móti er unnt að standa myndarlega að námskeiðahaldi, en þessi námskeið eru sérstaklega miðuð við þarfir vélstjóra. Bóklegur hluti námskeiðanna fer fram í kennslustofu Endur- menntunar vélstjóra í Vélskóla Ís- lands, en verklegar æfingar eru ýmist á vettvangi eða í vélasal Vélskólans. Leiðbeinendur á nám- skeiðunum eru ýmsir aðilar úr at- vinnulífinu og kennarar í Vél- skólanum. Félagsmenn í Vél- stjórafélaginu geta sótt um náms- styrk, sem nemur helmingi af námskeiðsgjöldum, að hámarki kr. tíu þúsund á ári. Við það er miðað að allir félagsmenn í Vél- stjórafélaginu sem hafa greitt til félagsins undanfarna tólf mánuði geti fengið námsstyrk. Lífeyris- þegar sem greiddu til Vélstjóra- félasins síðustu 12 mánuði áður en þeir fóru á lífeyri geta fengið námsstyrk næstu tvö ár eftir að þeir hætta vinnu. Mætti vera meiri aðsókn Halldór Arnar Guðmundsson, umsjónarmaður Endurmenntunar vélstjóra, segist gjarnan vilja sjá mun meiri aðsókn að endur- menntun og starfsfræðslu vél- stjóra. Hann segir að um 70 manns séu að sækja þessi nám- skeið á ári, aðsókn mætti vera miklu meiri. Halldór Arnar segir að mikil- vægt sé að útgerðir séu áhuga- samar um að vélstjórar sæki sér nauðsynlega þjálfun og endur- menntun. „Stóru útgerðir standa sig almennt mjög vel í þessu, en það er allur gangur á þessu með minni útgerðirnar,“ segir Halldór Arnar. Hann segir að ákveðin námskeið séu vinsælli en önnur. „Já, það er óhætt að segja að svokölluð iðntölvunámskeið eru vel sótt og það sama má segja um námskeið um rafteiknilestur og kælitækni. Þessi námskeið taka til stjórnbúnaðar um borð í skip- unum sem tekur töluverðum breytingum og því þurfa menn að sækja sér nýjustu upplýsingar um hvað er að gerast á þessu sviði,“ segir Halldór Arnar. Námskeið um iðntölvur Sem dæmi um námskeið um iðn- tölvur má nefna að þar er fjallað um forritun, vélstjórum er kennt um uppbyggingu iðntölvukerfa og hvernig þau mynda eitt skjá- myndakerfi. Þá er farið í netupp- byggingu og samskiptastaðla og skoðaður tæknihluti TEMAfish verkefnisins svokallaða, sem er samstarfsverkefni um fjareftirlit. Rafteiknilestur Á námskeiðum um rafteiknilestur er vélstjórum gefinn kostur á því að rifja upp lestur rafmagnsteikn- inga. Farið er í uppbyggingu raf- magnsteikninga, tilvísunarkerfi og ýmsar gerðir tengimynda. Þá er fjallað um táknkerfi og staðla. Framfarir í kælitækni Miklar framfarir hafa orðið í kæli- tækni á undanförnum árum og vélstjórar þurfa að fylgjast vel með þessari tækniframþróun. Á sérstökum námskeiðum eru vél- stjórum kynntar þessar nýjungar á sviði uppbyggingar, reksturs og viðhalds kæli- og frystikerfa, jafn- framt því sem kynnt eru öryggis- mál er varðar rekstur kerfanna. Vélstjórafélag Íslands stendur vel að endurmenntunarmálum: Myndi vilja sjá miklu fleiri sækja námskeiðin - segir Halldór Arnar Guðmundsson, umsjónarmaður Endurmenntunar vélstjóra „Vélstjórafélagið hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á endurmenntun vélstjóra og til marks um það er hér starfsmaður í hálfu starfi sem sér um þessi mál. Eins og gefur að skilja eru alltaf að eiga sér stað breytingar varðandi tæknibúnað um borð í fiskiskipum og vélstjór- ar verða að fylgjast vel með þessum breyting- um. Þess vegna höfum við m.a. lagt áherslu á að bjóða vélstjórum upp á markvissa endur- menntun með ýmsum námskeiðum,“ segir Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands. „Það er óhætt að segja að svokölluð iðntölvunámskeið eru vel sótt og það sama má segja um námskeið um rafteiknilestur og kælitækni,“ segir Halldór Arnar Guðmundsson, sem hefur umsjón með endurmenntun vélstjóra.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.