Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2003, Síða 37

Ægir - 01.01.2003, Síða 37
Sebrafiskurinn er merkileg skepna þótt ekki sé hann stór, að- eins 2-3 sm langur. Ef skorinn er burt einn fimmti hluti hjartans vex það fljótt aftur og verður stærra og öflugra en áður. Vís- indamenn binda vonir við að þetta sé nokkuð sem kunni að hjálpa mönnum með hjartasjúk- dóma. Sebrafiskurinn er mikið notað- ur við rannsóknar vegna þess ef uggar eru skornir af honum vaxa þeir aftur, skaddað auga endur- nýjast og fyrir skömmu uppgötv- aðist að „sjálfsviðgerðin“ tekur líka til hjartans. Vísindamenn leita nú að geninu eða genunum sem ráða þessum eiginleika fisks- ins. „Takist okkur að finna þessi gen hjá fiskinum er næsta víst að hliðstæð gen muni finnast í mönnum,“ segir dr. Mark T. Keating í viðtali við Fiskaren. Hann fer fyrir hópi vísindamanna í Bandaríkjunum sem gert hafa þessa uppgötvun. Náðu sér á tíu dögum Keating og félagar skáru burt 20% af hjartanu í nokkrum sebr- afiskum. Þegar þeir höfðu jafnað sig eftir deyfinguna var þeim sleppt í búrið. Átta af tíu fiskum lifðu aðgerðina af. „Fyrst eftir aðgerðina voru fisk- arnir ekki mjög sprækir. Þeir höfðu hægt um sig og héldu sig mest við botninn. En eftir tíu daga varð orðin mikil breyting á. Þeir syntu um búrið eins og ekk- ert hefði í skorist og virtust hreint ekki slappari en félagar þeirra sem ekkert hafði verið krukkað í,“ segir Keataing. Rannsóknir sýndu að hjartað hafði endurnýjast eftir aðeins tvo mánuði. Nýjar hjartafrumur höfðu komið í stað þeirra sem fjarlægðar voru og hjartað var meira að segja orðið stærra og öfl- ugra en fyrir brottnámið. Lofar góðu Dr. Joshua M. Hare leiðir hefð- bundari rannsóknir, - að reyna að endurnýja skemmdan hjartavef með stofnfrumum. Hann telur að rannsóknir Keating hópsins lofi góðu. „Ef þetta sjálfsviðgerðargen finnst í sebrafiskum þá gefur það mikilvægar upplýsingar um hvers vegna mannshjartanu er ekki eins stjórnað og kannski komumst við að því hvernig við getum endur- nýjað hjartvef í mönnum,“ segir Hare. 37 E R L E N T Fyrirtækið Maritex AS í Noregi framleiddi árið 2002 fimmtán tonn af erfðaefninu DNA úr þorsksvilum. Það er notað sem bindiefni í andlitskrem, í þurr- mjólkurduft handa hvítvoðung- um og sem hjálparefni við krabbameinsrannsóknir. „Svilin eru einungis 1,5% af innyflum þorsksins. Þau eru gott dæmi um hráefni úr sjávarfangi sem í líftækniðnaði er breytt í eftirsótta og verðmæta vöru,“ hef- ur Fiskaren eftir Viktor Johnsen, framkvæmdastjóra Maritex AS. „Við erum oft spurðir um möguleika á lífefna- og líftækni- legri framleiðslu úr fiskislógi og fiskhausum. Auk svila, hrogna og lifrar er þar líka um að ræða ým- islegt annað, svo sem maga, augu og jafnvel snjáldrið,“ segir John- sen. „Vandinn er bara sá að rann- sóknir og prófanir taka fimm ár eða meira áður en hægt er að selja nokkuð. En það er enginn vafi á því að möguleikarnir eru miklir innan fiskveiðigeirans. Það er ekki síst vegna frétta um ýmiss konar hættulega smitun úr land- búnaðarafurðum að áhugi hefur aukist á sjávarfangi og afurðum unnum úr því. Dæmi um það er hlaup úr fiskroði. Annað dæmi er fljótandi fiskhold (peptón) sem bakteríuæti við framleiðslu á insúlíni,“ segir Johnsen að lok- Flutnings- gjöld á sjó tvöfaldast Flutningsgjöld á sjó hafa víða tvöfaldast á nokkrum mánuð- um segir Berlinske Tidende. Síðan Prestige slysið varð hafa olíufélögin orðið vandlátari skip til olíuflutninga og velja þá frekar ný skip en hin eldri. Furðulegur fiskur Fimmtán tonn af DNA úr þorsksvilum

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.