Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.2003, Qupperneq 17

Ægir - 01.09.2003, Qupperneq 17
E Y J A F J Ö R Ð U R 17 an er núna gætum við bætt þar við okkur fólki.“ Sú jákvæða þróun hefur orðið, að sögn Gunnars, að nú er allur fiskurinn nýttur til verðmæta- sköpunar. Þannig eru hausar og hryggir þurrkaðir og roðið er selt til gelatínvinnslu. Hausar sem til falla við vinnslu frystiskipanna úti á sjó eru frystir og þeir sömu- leiðis hertir fyrir Nígeríumarkað. Björgvin og Akureyrin á ísfisk og frystingu Þrjú skip Samherja eru nú í hrá- efnisöflun fyrir landvinnslu fyrir- tækisins á Dalvík og Stöðvarfirði. Ísfisktogararnir Björgúlfur og Margrét veiða eingöngu ísfisk, en Björgvin EA veiðir bæði ísfisk og frystir um borð. Þetta fyrirkomu- lag hefur undanfarna mánuði ver- ið reynt með ágætum árangri á Akureyrinni EA, reyndar í karfa, og núna á haustdögum var rekstri frystiskipsins Björgvins breytt í þá veru að hann bæði ísar og frystir bolfisk. Stærri fiskinum er landað til vinnslu í landi, en sá smærri er frystur um borð. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem þetta er gert hér á landi. Skipin landa til skiptis á Dalvík eða Stöðvar- firði og hráefnið er flutt landleið- ina milli landshluta „Við höfum verið að beina okkar skipum meira austur fyrir land, enda er hráefnið þar betra. Við stýrum veiðunum með þarfir landvinnsl- unnar í huga. Hér á Dalvík þurf- um við fjörutíu tonn á dag til þess að halda uppi stöðugri vinnu.“ Tækniþróunin Markvisst hefur verið unnið að tækniþróun í frystihúsi Samherja á Dalvík. „Við höfum verið í sam- vinnu við Marel í þessum efnum og sömuleiðis Carnitech, sem er danskt fyrirtæki í eigu Marels. Carnitech hefur verið að þróa svo- kallaða beinatínsluvél, en Marel hefur hins vegar framleitt röntgenvél til þess að gegnumlýsa fiskinn. Beinatínsluvélin virkar þannig að í stað þess að skera beingarðinn úr eru beinin tínd úr fiskinum og röntgentækið finnur þau bein sem eftir verða. Flakið fer síðan til starfsmanns og hann fær mynd á skjá fyrir framan sig sem sýnir hvar beinið liggur. Við erum að meta hvaða skref við munum taka næst í tækniþróun- inni. Beinatínslan hefur að mínu mati gengið nokkuð vel og árang- urinn er viðunandi. Gangi þetta dæmi upp er hér um byltingu að ræða í vinnslunni, stærsti ávinn- ingurinn er að mínu mati fólginn í betri nýtingu á fiskinum en áður,“ segir Gunnar Aðalbjörns- son. Í frystihúsi Samherja á Dalvík er unnið á vöktum frá miðnætti og að jafnaði til kl. 15 á daginn. Þetta vinnu- fyrirkomulag var tekið upp í september sl. Jafnframt því sem vinnutíminn var lengdur var samið um til prufu nýtt hvíldar- tímakerfi sem felur það í sér að að í stað þess að vinnsla stöðv- ist í hvíldartímanum eru starfsmenn leystir af í störfum sínum. „Á Dalvík erum við mest í þorski og ýsu, en á Stöðvarfirði er uppistaðan ufsi. Við erum að vinna að breytingum á vinnslunni á Stöðvarfirði. Þar settum við upp laus- frysti í sumar og erum nú búnir að setja upp skurðarvélar til þess að fara út í bita- vinnslu, sem var ekki möguleiki áður.“

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.