Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Síða 29

Ægir - 01.09.2003, Síða 29
29 V I Ð TA L Það er ekki á hverjum degi sem konur láta til sín taka í umræðu um sjávarútvegsmál. Það var því eftir því tekið þegar Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, útgerðarmaður á Tálknafirði, sendi Vestmannaeyingum tón- inn í grein sem hún skrifaði í Eyjablaðið Fréttir um miðjan október. Eyrún Ingibjörg, sem er fædd og uppalin í Vest- mannaeyjum, dóttir Sigþórs Sigurðssonar, skipstjóra í Eyj- um, gerir ásamt eiginmanni sínum, Tryggva Ársælssyni, út trilluna Sæla BA-333 á Tálkna- firði. Ægir lék forvitni á að vita eilítið meira um útgerðar- manninn, húsmóðurina og pólitíkusinn á Tálknafirði. Tilefni greinar Eyrúnar í Frétt- um voru skrif Vestmannaeyinga í sama blað um alvarlegar afleið- ingar línuívilnunar fyrir sjávarút- veg í Eyjum. „Satt best að segja ofbauð mér þau skrif sem nafn- togaðir menn í Eyjum létu frá sér fara um þetta mál á síðum Frétta. Mér finnst miður að þessir menn, margir miklar aflaklær sem ég leit upp til þegar ég var að alast upp í Eyjum, hafi leiðst út í per- sónulegt skítkast í þessari um- ræðu. Og mér finnst útvegsbænd- ur um allt land hafa farið hamför- um í sambandi við línuívilnun- ina. Fyrir liggja landsfundarsam- þykktir beggja stjórnarflokka um línuívilnun og sömuleiðis er mál- ið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- innar. En lengra er það í raun ekki komið og því skil ég ekki öll þessi stóru orð. Mér finnst að menn ættu að draga djúpt andann því að í mínum huga er mikil- vægt að málið verði til lykta leitt þannig að allir geti við unað,“ segir Eyrún. „Fólki hér á Vest- fjörðum finnst umræða um þetta mál einkennast af óþarfa fjaðrafoki,“ bætir Eyrún við, en hún hefur tekið þátt í stjórnmál- um fyrir Sjálfstæðisflokkinn, var raunar í tólfta sæti D-listans í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar. Síðustu sjö ár í smábátaút- gerð „Við hjónin höfum verið í smá- bátaútgerð hérna á Tálnafirði síð- an 1996. Núna gerum við út Sæla BA, en við vorum mest með fjóra báta. En vegna fyrst og fremst kvótasetningar á steinbít og ýsu þurftum við að draga saman segl- in og færa aflaheimildirnar á einn bát,“ segir Eyrún og bætti við að Sæli BA væri dagróðrabátur á krókaaflamarki. Útgerð þeirra hjóna heitir Sterkur ehf., en auk þeirra eiga hlut í henni fjórir eigendur Þórs- bergs. „Við höfum í gegnum tíð- ina haldið tryggð við vinnslu hér heima og landað fiskinum hjá Þórsbergi. Frá 1. september sl. fer allur þorskur frá okkur til Þórs- bergs en aðrar tegundir á mark- að.“ Erfitt að gera áætlanir Á yfirstandandi fiskveiðiári er krókaaflamark Sæla BA um 157 tonn í þorski, 30 tonn í ýsu og 160 tonn í steinbít. „Þessi út- hlutun ætti að duga okkur alveg þokkalega. Við höfum einnig ver- ið í „tonn á móti tonni“ viðskipt- um, en það hefur verið tekið af.“ Auk þeirra Eyrúnar og Tryggva starfa tveir menn við að beita. Eyrún heldur utan um rekstur- inn, enda viðskiptafræðingur að mennt. „Já, það er nóg að gera hjá mér. Auk þess að starfa að útgerð- inni er ég með stórt heimili - við eigum fjögur börn - og svo er ég gjaldkeri í sóknarnefndinni hér á staðnum. Við erum að byggja kirkju og því er í mörg horn að líta um þessar mundir,“ segir Eyrún. Hún svarar því játandi að gam- an sé að starfa að sjávarútvegin- um. Hins vegar sé gallinn sá að þessum rekstri fylgi mikið óör- yggi, eins og dæmin sanni. „Það er varla að maður geti gert áætlun fyrir heilt ár,“ segir Eyrún. Í útgerð, pólitík og sóknarnefnd Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir: „Fyrst og fremst vegna kvótasetningar á steinbít og ýsu þurftum við að draga saman seglin og færa aflaheimildirnar á einn bát.“ Mynd: Hanna Kristín. Sæli kominn með góðan afla að bryggju. Mynd: Eyrún.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.