Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 39

Ægir - 01.09.2003, Blaðsíða 39
39 T Æ K N I Á þessu ári kynnti Furuno nýj- an veðurtunglamóttakara sem vinnur með upplýsingar frá veðurtunglum bandarísku veð- urstofnunarinnar NOAA (National Oceanic and At- mospheric Administration). Tækið sýnir veðurfræðilegar gervitunglamyndir eins og menn kannast við úr sjónvarpi og infra-rauðar myndir af yfir- borði jarðarinnar. Nýjar myndir og upplýsingar koma fjórum sinnum á sólarhring. Gefur mikla möguleika SU-28 tækið samanstendur af móttökueiningu, loftneti og hug- búnaði sem gerir kleift að sýna myndirnar á PC tölvum með Windows 98, 2000, ME og XP hugbúnað. Tækið nemur send- ingar beint frá NOAA tunglun- um, umbreytir upplýsingunum yfir í myndir af skýjafari, hvirfil- vindum, hæðum og lægðum og myndir af yfirborðshita sjávar og birtir auk þess ýmsar aðrar tölu- legar upplýsingar. Myndirnar af yfirborðshita sjávar eru í lit, aðrar svart-hvítar. Hver litur táknar tiltekið hitastig. Notandinn ákveður hvaða litur táknar hvert hitastig. Svæðið sem myndirnar taka yfir er 3000 x 3000 km, en hægt er að velja með aðdrætti ýmsar aðrar stærðir, mestur að- dráttur er 187 x 187 km. Sem dæmi um mesta aðdrátt má taka að Faxaflóa- og Breiðafjarðarsvæð- ið næst saman inn á eina skjá- mynd. Gagnlegt við ýmsan veiðiskap Upplýsingar af þessu tagi eru gagnlegar við ýmsan veiðiskap. Alþekkt er að sumar fisktegundir safnast saman við ákveðið hitastig í hafinu. Sem dæmi má nefna túnfisk sem safn- ast saman í 14 til 19 gráðu heit- um sjó og síld í 4 til 7 gráðu heitum sjó. Auk þess er þekkt að ýmsar fisktegundir safnast saman þar sem hitaskil eru í hafinu. Staðsetning eigin skips sést á skjánum. Notandi tækisins getur kallað fram á skjáinn strandlínu- kort landa, sem leggjast þá yfir myndina sem fyrir er. Hann get- ur sett inn 100 merki, tekið upp feril með 30 mínútna millibili, kallað fram lengdar- og breiddar- bauga á skjáinn og vistað mót- teknar myndir svo nokkrir af notkunarmöguleikum tækisins séu nefndir. Til viðbótar við þessa upptalningu má geta þess að notandinn getur kallað fram nokkrar myndir á skjáinn í einu og borið þannig saman veður- tunglamyndir og hitamyndir af sama svæði. Það tekur innan við 9 mínútur að taka á móti upplýsingum tunglanna í hvert skipti. Eins og áður sagði þá tekur tækið á móti upplýsingum frá veðurtunglun- um beint og enginn áskriftar- kostnaður er vegna notkunar og móttöku upplýsinganna frá NOAA. Furuno SU-28 NOAA veðurtunglamóttakari

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.