Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2005, Síða 18

Ægir - 01.05.2005, Síða 18
18 G Æ S L A N Áhugi á fjölbreyttri starfsemi Landhelgisgæslunnar réði því að Georg Kr. Lárusson sótti um for- stjórastarfið, sem dómsmálaráð- herra skipaði hann í. Georg var áður forstjóri Útlendingastofnun- ar, en hefur auk þess verið vara- lögreglustjóri og settur lögreglu- stjóri í Reykjavík og sýslumaður í Vestmannaeyjum svo eitthvað sé nefnt. Hann segist sjaldan hafa unað sér til lengdar í störfum lognmollunnar, starfið hjá Gæsl- unni sé hins vegar lifandi og skemmtilegt og þar finni hann sig vel. Þjónustuþátturinn veigamikill Landhelgisgæslan fer með lög- gæsluhlutverk á miðunum um- hverfis landið, en hefur jafnframt margvíslegum þjónustuskyldum að gegna, lögum samkvæmt. „Það eru meðal annars þessar skyldur sem mér finnast gera starfsemi þessa fyrirtækis spenn- andi. Við sinnum leit og björgun- araðgerðum þegar slíkt kemur upp, auk fjölmargra annarra verk- efna,“ segir Georg. „Þjónusta okkar við lands- byggðina er talsvert öðruvísi nú en áður, vegna betri samgangna. Áður kom oft og tíðum í hlut Gæslunnar að flytja ýmsan varn- ing milli staða og eins farþega, lækna í vitjanir og jafnvel presta og kirkjukóra á leið til kirkju- legra athafna. Þetta starf hefur öðlast þjóðsagnablæ í seinni tíð, en svona var nú veruleikinn engu að síður,“ segir Georg, sem bætir við að ánægjulegt hafi verið að kynnast hve góðu starfólki stofn- unin hafi á að skipa. Menn séu trúir vinnuveitanda sínum, marg- ir eigi áratuga starfsferil hjá Gæslunni að baki og séu áfram um hennar hag og orðspor. Margir möguleikar á samstarfi Í vetur kynntu ráðherrar dóms- og sjávarútvegsmála þá ákvörðun að efla samstarf og samvinnu Landhelgisgæslu, Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunarinnar. Að undanförnu hefur verið unnið mikið undirbúningsstarf vegna þessa, þó nákvæm útfærsla eða samningar milli aðila liggi ekki fyrir. Hugsunin sem býr að baki er að nýta varðskipin betur og að fara um margt nýjar leiðir í starf- seminni. Þannig eiga stjórnendur Gæslunnar nú í viðræðum við Slysavarnafélagið Landsbjörgu, sem hefur á að skipa björgunar- skipum í höfnum hringinn í kringum landið, um að nýta þau til ákveðinna gæsluverkefna svo sem eftirlits með umferð skipa. „Útfærslur á samstarfi við Fiskistofu og Hafró hafa ekki ver- ið mótaðar í smáatriðum en ég sé fyrir mér ýmsa snertifleti í sam- starfi. Fiskistofumenn hafa í gegnum tíðina oft verið með okk- ur á varðskipunum og sinnt veiði- eftirliti, en ég sé fyrir mér að við þau störf mætti meira nota sjó- mælingabátinn Baldur og eins léttabáta, þegar við erum á grunnslóð. En ég tek fram að við höfum ekki tekið neinar ákvarð- anir um hvernig svona samstarfi yrði hagað, en möguleikarnir í stöðunni eru margir.“ Skipaleiga hugsanlega hagkvæmari Eftir margra ára biðstöðu er loks komin hreyfing á það mikilvæga mál að Landhelgisgæslan fái nýtt varðskip í flota sinn. Tillaga dómsmálaráðherra þess efnis hef- ur verið samþykkt í ríkisstjórn og nefnd fulltrúa ráðuneyta dóms- og fjármála vinnur að framgangi málsins, jafnframt því sem full- trúar Gæslunnar og Ríkiskaupa hafa verið kallaðir til starfsins. Málið er á góðu skriði og kveðst Georg vænta þess að fyrir sumar- frí verði hægt að auglýsa útboð á Viðtal og myndir: Sigurður Bogi Sævarsson. Hlutverk okkar aldrei jafn þýðingarmikið - segir Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar „Síðustu ár hafa opnast nýjar siglingaleiðir í Norðurhöfum og umferð stórskipa hér við land aukist stórlega. Af þeim sökum hafa viðfangsefni þessarar stofnunar breyst. Við þurfum að vera í stakk búin til að koma stórum skipum til aðstoðar og geta einnig brugðist við til dæmis meng- unarslysum. Hafa þarf vakandi auga með hugsanlegri rányrkju, sjófar- endur noti ekki hafið umhverfis landið til að losa sig við mengandi efni,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Varðskip Landhelgis- gæsunnar eru þrjú og Týr og Ægir, sem hér sést við kajann, eru systurskip. Vonir manna standa til að nýtt skip geti verið komið í flotann innan fárra missera. aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:08 Page 18

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.