Ægir

Volume

Ægir - 01.05.2005, Page 20

Ægir - 01.05.2005, Page 20
20 G Æ S L A N Vinsamlegst hafið samband við Friðbjörn í síma 430 3743 eða 840 3743, fax 430 3741 e-mail fridbjorn@fmis.is KVÓTAMIÐLUN • Eigum í aflamarki steinbít, löngu, keilu, karfa, skarkola, ufsa, skötusel, sandkola, skrápflúru og langlúru. • Vantar ýsu í krókaaflamarki og aflamarki. • Eigum í krókaaflamarki þorsk, ufsa, steinbít, löngu, keilu og karfa. • Vantar þorsk og þykkvalúru í aflamarki. Höfum kaupendur af hlutdeild í öllum tegundum í Aflamarki og Krókaaflamarki. Fiskmarkaður Íslands hf. vill þakka viðskiptavinum sínum fyrir þær góðu móttökur sem kvótamiðlunin, sem við hleyptum af stokkunum nú um áramótin, hefur fengið. Þessar góðu viðtökur blása okkur byr í brjóst og munum við kappkosta að þjónusta viðskiptavini okkar á eins góðan hátt og mögulegt er. breytast við flutningana í Skógar- hlíð.“ Á tímum þorskastríðanna þekkti fólk ef til vill betur til starfs Landhelgisgæslunnar en nú er. Í þann tíð voru skipherrarnir Guðmundur Kjærnested, Hösk- uldur Skarphéðinsson, Þröstur Sigtryggsson og Helgi Hallvarðs- son þjóðhetjur og hverjum manni kunnir. Í dag er veruleikinn breyttur. „Það ástand sem ríkti í þjóðfélaginu á tímum þorska- stríðann er í sjálfu sér ekkert sér- staklega eftirsóknarvert,“ segir Georg Kr. Lárusson og bætir við að lokum: „Hinsvegar held ég Gæslan hafi á vissan hátt liðið fyrir að hverfa úr sviðsljósinu sem hefur komið fram í minni fjár- framlögum til starfseminnar. Menn líta ef til vill svo á að með útfærslu landhelginnar hafi mál stofnunarinnar verið afgreidd til langs tíma. En svona einfalt er þetta ekki. Umferð skipa við landið er alltaf að aukast, verkefn- in á sviði björgunar sem upp koma verða æ stærri og sömuleið- is eru menn alltaf betur á varð- bergi gagnvart mengunarhættu og hugsanlegri hryðjuverkaógn. Í mínum huga er hlutverk Land- helgisgæslunnar aldrei jafn þýð- ingarmikið og einmitt nú.“Glaðbeittir gæslumenn. Frá vinstri talið: Birgir H. Björnsson og Jón Páll Ásgeirson, stýrimenn á Ægi, og Halldór Gunnlaugsson, skipherra. aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:08 Page 20

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.