Ægir

Volume

Ægir - 01.05.2005, Page 41

Ægir - 01.05.2005, Page 41
41 U M H V E R F I S M Á L Í hlekkjum hugarfarsins Mikil umræða hefur spunnist um mögulegan flutning hluta stofn- ana sem tengjast sjávarútvegi frá Reykjavík til Akureyrar, í kjölfar samþykktar Kaupfélags Eyfirð- inga þar um, en KEA býður ríkis- valdinu upp á fjármögnun flutn- ings ákveðinna opinna starfa frá höfuðborginni til Akureyrar og eru þar meðal annars tilgreindar stofnanir eins og Fiskistofa og Hafrannsóknastofnunin. Þó ekki sé hægt að bera saman þessar stofnanir annars vegar og Fiskifé- lag Íslands, þar sem eru aðeins tveir starfsmenn, hins vegar, þá er áhugavert að fá sýn framkvæmda- stjóra Fiskifélagsins, sem hefur flutt starfsemina til Akureyrar, á hvort hann telji raunhæft að flytja opinber störf í sjávarútvegi frá höfuðborginni og norður í land? „Já, ég tel að við séum vissu- lega í hlekkjum hugarfarsins með flutning opinberra starfa út á land. Staðreyndin er sú að það hefur vaxið úr grasi kynslóð í Reykjavík sem telur að ekki sé hægt að gera hlutina annars stað- ar en í Reykjavík. Þetta fólk telur að ef um er að ræða einhverja fag- þekkingu, þá sé hún ekki til stað- ar nema í Reykjavík. Mér hefur virst að ef eitthvað er hafi aukist gjáin milli landsbyggðar og höf- uðborgar og það er engum til góðs. Reynsla okkar af því að hafa skrifstofu Fiskifélagsins á Akur- eyri er einfaldlega mjög góð. Stór hluti af okkar vinnu fer fram í gegnum tölvu- og eða símasam- skipti og því skiptir engu máli hvar við erum staðsettir. Ég held að flutningur opinberra starfa, í sjávarútvegi eða öðrum greinum, sé einfaldlega spurning um vilja. Íslensk stjórnmál snúast öðru fremur um skammtíma reddingar en ekki langtíma stefnu. Menn tala fjálglega um flutning opinberra starfa út á land, en þegar til kemur er hinn pólitíski vilji ekki fyrir hendi. Ákvörðunin á sínum tíma um stofnun sjávarútvegsdeildar við Háskólann á Akureyri hefði orðið markviss stefna ef í framhaldinu hefði verið efnt til þess að miðstöð rannsókna og stjórnsýslu á þessu sviði hefði að verulegu leyti verið staðsett fyrir norðan. Vöntun á stefnufestu í því var þó ekki meiri en svo að um líkt leyti var stofnuð Sjávarútvegsstofnun Háskóla Ís- lands - stjórnmálamönnunum fannst með öðrum orðum nauð- synlegt að stinga dúsu upp í HÍ um leið og sjávarútvegsdeild var stofnuð á Akureyri. Það er auðvit- að engin þroskuð pólitík sem liggur að baki slíkri ákvörðun. Það er ekkert sem mælir á móti því að Akureyri sé miðstöð sjávar- útvegsrannsókna á Íslandi, nema óglöggskyggni þeirra sem um véla. Það er hægt að efla nægilega marga staði á landsbyggðinni ef stefna er mörkuð og henni fylgt en það þarf pólitískt þor sem ekki er fyrir hendi og því miður er eitt af vandamálunum sem við er að eiga. Þar verður að segja umbúða- laust að landsbyggðarþingmenn eru landsbyggðinni verstir. Ef þeir geta ekki komið opinberum störfum í sitt heimahérað, þá telja þeir næstbesta kostinn að þau séu áfram í Reykjavík. Fyrir vikið gerist auðvitað ekkert í þessum málum,“ segir Pétur Bjarnason, sem tók fram að ummæli sín um flutning opinberra starfa séu al- farið á eigin ábyrgð, enda málið ekki verið rætt í stjórn Fiskifé- lagsins. Pétur Bjarnason: „Margir á alþjóðlegum vettvangi telja að stjórnvöld hvers lands hafi brugðist í stjórnun fiskveiða og núverandi kerfi sé gengið sér til húðar. Þess í stað eigi fiskveiðistjórn- unin að vera á hendi alþjóðlegra stofn- ana. Því erum við Íslendingar algjörlega ósammála og vísum í því sambandi til Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem engan veginn hefur sinnt sínu hlutverki og er í raun gangandi varúðarmerki um hvernig ekki eigi að standa að málum.“ aegirmai2005-nota 27.5.2005 17:09 Page 41

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.