Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 9

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 9
9 Þ O R S K S T O F N I N N Í ár (2005) eins og 2 undanfarin ár hafa fiskifræðingar (Hafró 2005) ekki notað nákvæma aldursaflagreiningu (VPA eða Virtual Population Analysis), heldur eigið forrit eða tölfræðilega ald- ursaflagreiningu (CAA eða Catch at Age Analysis), sem eru líkanháðir reikningar. Þeir gefa útjafnaðar niðurstöður, fylgja ákveðnu líkani og elta stofnmælinguna og aflatölurnar en fylgja þeim ekki ná- kvæmlega. Mér finnst það ætti ekki að blanda á þennan hátt aldursaflagreiningu og stofnmælingu því þær mæla ekki það sama. Eins og Kristinn Pétursson hefur gjarnan lagt áherslu á er aldursaflagrein- ingin bókhald yfir aflann úr hverjum ár- gangi og þótt aflatölurnar geti ekki verið fullkomnar finnst mér bráðnauðsynlegt að nota VPA og reikna nákvæmlega út úr því bókhaldi óháð stofnmælingunni og fyrirfram ímynduðum líkönum og skoðunum á nákvæmni aflatalnanna. Lokasvarið um stærð árgangsins fæst ekki fyrr en hann er uppveiddur en sé aldursaflagreiningin vel gerð fæst gott og batnandi svar löngu fyrr. Aldursaflagrein- ingu má gera með einföldum samleitn- um bakreikningum en CAA er yfirleitt sundurleitnir framreikningar sem flökta mikið og ómögulegt er að sannreyna. Ég veit t.d. ekki hvernig Hafró hefur fengið út að það sé sama sókn 2003 og 2004 sérstaklega í 3 ára, 7 ára og alveg sér- staklega 10 ára og eldri fiska. Eins og augljóst er í töflum ástandsskýrslunnar eru afla- og stofntölurnar fjarri því að vera í samræmi við sömu sókn og 10 ára þorskar eyðast ekki eins og af er tekið. Forritið treystir greinilega á líkanið og er ekki að eltast of mikið við ónákvæmar afla- og vísitölur. Það held ég að þýði fyrst og fremst að það sér ekki breyting- ar í stofninum eins hratt og mögulegt væri. Auk þess tel ég ákveðna hættu á áhrifum frá núlllausninni F = 0, eða á að festa sig í staðbundnu lágmarki í óná- kvæmum framreikningum og finna ekki bestu lausnina. Mér líst semsagt miklu betur á nákvæma aldursaflagreiningu en CAA. Fiskifræðingar segjast hafa borið nið- urstöðuna saman við fjölda alþjóðlegra samstillingarforrita sem öll gefa svipaða niðurstöðu. Í ár er þó ekki að sjá að fiskifræðingar hafi neitt notað stofnmæl- inguna til samstillingar, þeir virðast ein- faldlega reikna með óbreyttri sókn 2004 í alla aldurshópa sem má skrifa sem Fi=-Fi ef fyrri og seinni ár eru táknuð með mínusum og plúsum ef ekki ná- kvæmlega með ártalinu þ.e. 04Fi=03Fi. Samt fá þeir ekki þá niðurstöðu sem sú forsenda ætti að gefa eða gefur fyrir ald- ursaflagreiningu. Í sjálfu sér er ekki óskynsamlegt að reikna með föstu sókn- armynstri Fi/F síðasta árið og ég ætla að gera eitthvað sambærilegt hér til einföld- unar. En það er ekki þar með sagt að ég fái óbreytta sókn eða 04F=03F ef ég nota stofnmælinguna til að samstilla venjulega aldursaflagreiningu. Samstilling aldursaflagreiningarinnar Samstillingin sem ég segi að Hafró hafi notað en þeir segjast reyndar ekki hafa notað, er semsagt: Þetta er ekki óskynsamleg samstilling ef menn hafa enga stofnmælingu og ég mundi taka hana framyfir það að nota einhverjar sjósóknartölur frá flotanum því afli á sóknareiningu segir lítið um stofnstærðina. En stofnmælingar Hafró hafa kostað skattgreiðendur mikla fjár- muni og þá er skynsamlegt að nota þær eftir mætti. Eitt megin vandamálið við samstill- ingu aldursaflagreiningarinnar með stofnmælingunni hefur verið ólínulegt samband þessara tveggja mælinga á stofninum eins og sést reyndar á mynd 2 hér að aftan. Stundum má komast fyrir það vandamál með því að samstilla fremur breytingarnar í stofnstærðinni en aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.