Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 42

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 42
42 R A N N S Ó K N I R Á undanförnum misserum hefur verið unnið að því að byggja upp Þróunarsetur Hólaskóla - Háskólans á Hólum, á hafn- arsvæðinu á Sauðárkróki - í húsnæði því sem var kallað Skjaldarhúsið og nefnist núna Verið. Þar er unnið að ýmsum rann- sóknum og þróunarverkefnum í samvinnu við m.a. Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins, FISK Seafood á Sauðárkróki, Há- skóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Þróunarsetrið var formlega opnað þann 7. mars sl. Rannsóknirnar eru m.a. á sviði vinnslu sjávarafla, matvælavinnslu og fiskeldis. Að þeim koma ýmsir sérfræð- ingar og nemar í meistara- og doktors- námi. Bæði sjávarútvegs- og iðnaðarráðu- neytin styrkja þetta rannsóknasamstarf með sérstöku fjárframlagi til Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins sem nemur 6 milljónum króna á ári. Fjármagninu er varið til eflingar rannsókna Rf á Sauðár- króki. Af hálfu Háskólans á Hólum er þetta rannsóknasamstarf afar mikilvægt til þess að styrkja rekstur og uppbyggingu rann- sókna og kennslu fiskeldis- og fiskalíf- fræðideildar Hólaskóla og um leið styrkir Rf. og aðrir samstarfsaðilar aðstöðu sína og tækifæri til fiskeldis- og matvælarann- sókna og rannsókna á vinnslu sjávaraf- urða. Sem fyrr starfrækir Hólaskóli öflugt nám í fiskeldi- og fiskalíffræði - annars vegar eins árs nám sem skilar nemend- um prófi í fiskeldisfræðum og hins vegar er unnt að taka þriggja ára nám til BS- prófs. Auk þess vinna nemendur í masters- og doktorsnámi að rannsókna- verkefnum og kemur þá rannsóknaað- staðan á Sauðárkróki sér mjög vel. Með- al verkefna sem unnið er að má nefna fóðurrannsóknir í þorskeldi, verkefni er lýtur að eldisumhverfi lúðu, verkefni í fiskalíffræði og sem fyrr er Hólaskóli með ýmis rannsóknaverkefni á bleikju, en hann hefur árum saman verið í farar- broddi í kynbótum á bleikju og náð verulega góðum árangri. Efling rannsókna- og þróunarstarfsemi á Sauðárkróki: Aukin áhersla á rannsóknir og þekkingariðnað Aðstaða til rannsókna í Þróunarsetrinu Verinu á Sauðárkróki er mjög góð. Þessi mynd var tekin í til- raunasal fiskeldisbrautar Hólaskóla í Verinu. aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.