Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 49

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 49
49 T Æ K N I trolls eru skráðar stærðir sem tengjast þessum flokki. 4) Fyrirliggjandi skráningar í gagna- grunninum, þ.e. skipsstefna réttvísandi, haldinn ganghraði (GPS), sönn vindátt, sannur vindhraði í Beaufort, sjólag og stýrishorn mynda grunninn fyrir hina svonefndu vindálagsútreikninga, ásamt föstum sem áður eru nefndir (vindfang skips o.fl.). Af niðurstöðum hér má nefna: vindhorn ((); afstæðan vindhraða (Vr), þ.e. miðað við skip; afstætt vind- hraðahorn ((); vindkraft (Fw); vindkrafts- horn ((); og vindmótstöðu skips (RSw). 5) Í fræðilega kaflanum var fjallað um skipsmótstöðuútreikninga og hvernig skipta mátti mótstöðunni upp í hluta skips og hluta veiðarfæris þegar um dregin veiðarfæri er að ræða. Nýtanlega skrúfuspyrnan, T ( (1 - t), fékkst sam- kvæmt lið 2) hér að framan og dráttar- mótstaða veiðarfæris (FT) samkvæmt lið 3) hér að framan. Heildar mótstaða skips (RS) verður því: RS = T ( (1 - t) - FT Áður er fengin vindmótstaða skips (RSw) samkvæmt lið 4), og frekari grein- ing mótstöðunnar á sér síðan stað í tölvuforriti. 6) Fyrirliggjandi skráningar í gagna- grunni eru m.a. rafmagnsframleiðsla rafala, rið og dæluþrýstingur rafknúinna vökvadælna. Ákveðin aðferðafræði greinir rafmagnsframleiðsluna frekar í vissa undirþætti, og er þar stuðst m.a. við grunnskráningar. Niðurstöður, sýnishorn Hér verður aðeins gefið sýnishorn af þeim fjölmörgu niðurstöðum sem feng- ust út úr þessu rannsóknaverkefni, og þá stuðst við Þerney RE 101. Almennt: Af heildarúthaldstíma í fimm veiðiferðum var sjótími 84,2% og hafnartími 15,8%. Samtals voru gerðar 619 skráningar í veiðiferðunum. Að meðaltali var verið að taka út 2322 hö, þ.e. 69,5% álag (skráð afl aðalvélar 3342 hö). Meðal rafmagnsframleiðsla reyndist vera 433,5 kW sem svarar til þess að 690 hö séu tekin út af aðalvél vegna raf- magnsframleiðslu, eða 29,7% af heildar aflþörfinni. Hjálparvélakeyrsla var óveru- leg, eða 4,2% tímans. Ef tölur um olíunotkun eru skoðaðar þá reyndist hún vera 10066 lítrar á sjó- dag, sem skiptist þannig að 83,7% er vegna veiða og 16,3% vegna siglinga. Nánari greining olíunotkunar kemur fram á mynd 2. Eins og áður hefur komið fram var að meðaltali verið að keyra á 69,5% álagi. Á mynd 3 er dreifing aðalvélarafls sýnd í 250 hestafla bilum (7,5% af skráðu afli), neðsta bil svarandi til 20-27,5% álags. Um þriðjungur skráninga liggur á svið- inu 65,0-72,5% og um fjórðungur á svið- inu 72,5-80,0%. Tíðni álags yfir 80% var 15,8%. Ýmsir orku-/straumfræðiþættir skips: Ef aðgerðin sigling er skoðuð, þá liggja fyrir 67 skráningar með meðal ganghraða 12,32 hn, mótstöðu skips 15,02 tonn, og tilheyrandi aflþörf 2645 hö, eða 79% álag. Meðal rafmagnsfram- leiðsla á siglingu reyndist vera 301 kW, eða um 18% af aflþörfinni, og afl til skrúfu 2063 hö. Meðal ganghraði svarar til að verið sé að sigla á hraða-/lengdar- hlutfalli (V/(L’) jafnt og 0,871. Tilheyr- andi grannleikastuðull skips (L/-1/3) er 4,24 og prismastuðull (() 0,667. Verstu aðstæður reyndust einungis 6 vindstig (Bf 6). Niðurstöður áhrifa vinds sýndu að við 5 vindstig hafði hraðinn fallið um 8,5% (1,05 hn) miðað við bestu aðstæð- ur og sama afl tekið út á skrúfu. Ef aðgerðin tog er skoðuð, þá liggja fyrir 473 skráningar með meðal toghraða 3,30 hn, mótstöðu skips 3,37 tonn og til- heyrandi aflþörf 2294 hö, eða 68,6% álag. Meðal rafmagnsframleiðsla á togi reyndist vera 435 kW, eða um 29% af aflþörfinni, og afl til skrúfu 1546 hö. Verstu aðstæður voru 8 vindstig (Bf 8), og fékkst þá að meðaltali um 10,5 tonna mótstaða vegna skipsins. Þá sýndu nið- urstöður, miðað við 3,3 hn togferð á móti í 8 vindstigum, að mótstöðuauki vegna vinds og sjólags var 8,7 tonn. Ýmsir orku-/straumfræðiþættir veiðarfæris: Á tímabilinu notaði skipið níu mismunandi veiðarfærasamstæður, þegar skoðuð er mismunandi samsetn- ing á vörpu- og hleragerðum. Ef tekið er meðaltal af togskráningunum 473 fæst eftirfarandi:  Toghraði 3,30 hn.  Öxulafl 1546 hö.  Nýtanleg skrúfuspyrna 23,33 tonn.  Mótstaða skips 3,37 tonn.  Dráttarmótstaða veiðarfæris 19,96 tonn.  Heildarvíraátak 23,89 tonn.  Víralengd 607 faðmar.  Togdýpi 289 faðmar.  Toghorn 33,2° með víraslaka.  Vindstig 2,8 Bf.  Sjóstig 2. Höfundur greinarinnar er Emil Ragnarsson. Hann rekur fyrirtækið VER Skiparáðgjöf ehf. og er lektor við Auðlindadeild Háskólans á Akur- eyri. Hér birtist síðari hluti greinar Emils, en sá fyrri birtist í síðasta tölublaði. Mynd 4: Unnið við mjölframleiðslu í Þerney RE 101 á Reykjaneshrygg sumarið 1997. Mynd 5: Skipting aflþarfar milli veiðarfæris og skips á togi. 0 500 1000 1500 2000 2500 Hestöfl Þerney RE 101 Skipting aflþarfar á togi Heildarafl,hö Skrúfuafl,hö Rafafl,hö Skip og veiðar- færi Hlutur veiðar- færis Hlutur skips Tafla 1: Mæld og útreiknuð skipting mótstöðu Gloriu 2560, 3,17 hn toghraði og 719 faðmar af 30 mm vír, lárétt opnun 82 faðmar og lóðrétt 70 faðmar. Þáttur Dráttar- Hlutdeild mótstaða Varpa með búnaði 13,46 t 62,2% Toghlerar 4,33 t 20,0% Togvírar 2,95 t 13,6% Höfuðlínukapall 0,92 t 4,2% Veiðarfæri í heild 21,66 t 100,0% aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.