Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 48

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 48
48 T Æ K N I Orkubúskapur vinnslutogara - rannsókn í togurum Granda (Síðari hluti) Í fyrri hluta greinarinnar, sem birtist í síð- asta tölublaði Ægis, var gerð grein fyrir tilurð verkefnisins; tæknilegir þættir skips ígrundaðir; komið inn á helstu at- riði fræðilega grunnsins, þ.e. hvernig skip, vélbúnaður og veiðarfæri spilar saman; og gerð almenn grein fyrir úr- vinnsluþættinum og sértækum mæling- um. Í þessum síðari hluta verður frekari grein gerð fyrir reiknilíkaninu sem byggt var upp og gefið sýnishorn af niðurstöð- um úr verkefninu. Reiknilíkan Úrvinnsluhlutinn, sem innihélt ákveðnar grunnstærðir orkubúskaparins (afleiddar stærðir), flokkaðist í eftirfarandi: 1) Bremsuaflsútreikningar 2) Skrúfuútreikningar 3) Veiðarfæraútreikningar 4) Vindálagsútreikningar 5) Skipsmótstöðuútreikningar 6) Rafálagsútreikningar 1) Megin grunnstærð í útreikningum er bremsuaflið (Pb). Besta aðferðin til að ákveða bremsuaflið er að mæla það afl sem skilar sér út á kasthjól eða á skrúfu- öxul aftan við niðurfærslugír og taka mið af viðurkenndum reynslutölum um töp í gír. Slíkar mælingar (svonefndar „strain“- mælingar, () voru stundaðar um 14 ára skeið hjá tæknideild Fiskifélagsins (sjá mynd 1). Þar sem ekki var unnt að koma þeim við voru notaðar aðrar að- ferðir. Við afhendingu sérhverrar aðal- vélar á sér stað prófun á vél undir breytilegu álagi í ákveðinn tíma. Í slíkri mælingu er bremsuaflið mælt, jafnframt því að hinir ýmsu álagsþættir eru mældir og skráðir. Einn af mikilvægari þáttum sem staðfestir eru á svonefndu prufuplani er eyðslustuðull vélarinnar við breytilegt álag, og þekking á þeim getur gagnast við aflákvörðun þegar ol- íunotkun er mæld. Í reynd var bremsuaflið ákvarðað með því að taka meðaltal útreiknaðs bremsuafls, byggt á mælum skips með kvörðun. Hér var um að ræða olíu- rennslismæli, álagsmæli, og mæla fyrir skolloftsþrýsting, dælustillingu og for- þjöppusnúningshraða. Hvað varðar mælda olíunotkun þá var hún borin saman við áfyllingar á umræddu sex mánaða tímabili. 2) Næsta stig í útreikningum eru skrúfuútreikningar, en fyrst þarf að greina bremsuaflið í annars vegar afl yf- irfært til skrúfu (Pd) og hins vegar afl vegna rafmagnsframleiðslu (PG). Áður er getið um nýtnistuðla rafals sem tóku mið af stærð þeirra og hlutfallslegu álagi. Með afli yfirfærðu til skrúfu, snúnings- hraða hennar, skipshraða (logghraða), líklegum meðstraumi og skilgreindum skrúfuþáttum er fræðilega skrúfuspyrnan (T) reiknuð með skrúfuforriti, svo og nýtanleg spyrna, T ( (1 - t), að teknu til- liti til spyrnutapsstuðulsins t. 3) Í fræðilega kaflanum var að nokkru komið inn á samspil skips og veiðarfæris. Ýmsar innsetningarstærðir komu inn í þessa útreikninga, svo sem: Fjarlægð milli togblakka, fjarlægð milli hlera (flottroll/botntroll), hæð hlera yfir höfuðlínu (flottroll/botntroll), hæð tog- blakka yfir sjólínu, höfuðlínukapallengd og horn víraslaka. Við útreikning á heildarvíraátaki veiðarfæris eru eftirfar- andi gildi sótt í gagnagrunninn: Víraátak sb, víraátak bb og kapalátak (höfuðlínu- mælir), togvíraátak leiðrétt samkvæmt kvörðun sem áður er nefnd. Til að fá síðan dráttarmótstöðu veiðarfæris (FT) er víraátakinu ofanvarpað með rúmhorninu ( (hnit hlera, sjá mynd 4 í fyrri grein), og þar sóttar í gagnagrunninn upplýsingar um víralengd og höfuðlínudýpi sam- kvæmt mælum skips, auk fasta sem áður eru nefndir. Lóðrétt og lárétt opnun Mynd 1: Aflnýtnimæling á aðalvél í Víkingi AK 100 (220) árið 1983, gerð af tæknideild Fiskifélagsins. Mynd 3: Dreifing aðalvélarafls (bremsuafls). Mynd 2: Hlutfallsleg skipting heildarolíunotkunar Þerneyjar RE 101 tímabilið 20. apríl til 24. október 1997, þrjár veiðiferðir á Reykjaneshrygg, ein veiði- ferð í Smuguna (og heima) og ein á heimamiðum. aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.