Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 22

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 22
22 K Æ L I N G M A T V Æ L A Þurrkun með ísogsaðferð (sorption dehumidifying) er tækni sem opnar möguleika á að takmarka bæði hlutfalls- legan raka og absolut raka jafnvel við mjög kaldar að- stæður. Kostir við þurrkun með ísogs- aðferð Hefðbundin loftþurrkun með kondensþéttingu er góður valkostur við aðstæður þar sem hátt hitastig og hátt raka- stig fara saman en verulegar takmarkanir við lágt hitastig. Fari hitastigið niður fyrir +15°C falla afköst með kond- ensþéttingu verulega samfara því að orkunotkun eykst. Þurrkun með ísogsaðferð virkar algjörlega án notkunar á kælifleti og kælimiðli og af- köstin verða þar með óháð hitastigi. Þessi eiginleiki þýðir að hægt er að lækka raka- innihaldið verulega og jafn- framt viðhalda svipuðum þurrkafköstum. Við ísogsþurrkun er rakinn fjarlægður úr loftinu með því að raka loftið sogast inn í loftþurrkarann og er leitt í gegnum þurrksnúð (decci- cant rotor) sem er deilt upp í tvö svæði sem eru „vinnu- svæði“ þar sem snúðurinn tekur upp raka úr loftinu og „endurnýtingarsvæði“ þar sem heitt loft fjarlægir rakann aftur úr snúðnum. Snúðurinn snýst hægt (um 10 sn/klst) og framkallar þannig samfallandi þurrkunarferli. Rakinn sem er fjarlægður er leiddur burt með heitu röku lofti, sjá meðfylgjandi mynd sem sýnir að hluta tæknina við ísogs- þurrkun. Þessi tækni er 50 ára gömul og var uppruna- lega þróuð af Carl Munters, sænskum uppfinningamanni, til nota fyrir tækjabúnað hers- ins. Notkunarmöguleikarnir eru fjölmargir og hafa gert Munters að leiðandi fyrirtæki á ísogsþurrkurum. Fyrirtækið starfrækir skrifstofur og sölu í 26 löndum og framleiðir sína þurrksnúða sjálfir. Sjálf aðferðin við þurrk- snúðinn er sú sama og upp- runalega fyrir 50 árum en veruleg þróun hefur átt sér stað á ísogsefnum og fram- leiðsluaðferðum ásamt því að framleiða þurrksnúða fyrir sérlausnir. Dæmigerðir notkunarmöguleikar Ísogsþurrkunartæknin er í sí- auknum mæli notuð til fram- leiðslu og geymslu á matvæl- um, lyfjum, hverskonar vör- um til geymslu, í söfnum, vopnageymslum, dælustöðv- um, vatnsaflsvirkjunum, skip- um, flugvélum og svona mætti lengi telja. Upphitun er gjarnan notuð á mörgum stöðum til að reyna að stýra og lækka rakastig en oft og tíðum með slökum árangri og háum orkureikningi. Upphit- un í sjálfu sér tryggir ekki stöðugt rakastig. Hlutfallsleg- ur raki í upphituðu rými breytist nefnilega í hlutfalli við aðstæður utandyra. Sér- staklega yfir sumarmánuðina verður loftrakinn það hár að hætta er á tæringu, sveppa- gróðri o.fl. Með því að minnka upp- hitun, eða slökkva jafnvel al- gjörlega á henni, og setja upp ísogsþurrkara í staðinn, er auðvelt að tryggja lágan og stýrðan loftraka yfir allt árið samfara því að orkunotkunin minnkar - gjarnan allt undir 50% af kostnaði við raf- magnsupphitun. Í matvælaframleiðsluiðnaði er ísogsþurrktæknin annað- hvort notuð til þess að þurrka heilu framleiðslurýmin eða einstaka framleiðsluþætti, s.s. lausfrysta, spíralfrysta, húðun, sprayþurrkun og svif- frystingu (fluid bed freezing). IceDry þurrkarar fyrir kæli- og frystirými Með síauknum kröfum á síð- ari árum varðandi hreinlæti og vinnuöryggi hefur þurrk- un á kæli- og frystiklefum orðið útbreiddari. Við dyragöt og önnur op á frystigeymsl- um safnast gjarnan hrím og ís, sérstaklega yfir sumarmán- uðina þegar heitara útiloft þéttist við að mæta kalda loft- inu í frystigeymslunni. Einnig yfir vertíðar þegar umgangur um klefana eykst, s.s. útskip- un o.fl. Þessi ís og hrím getur auðveldlega hindrað eðlilega opnun og lokun á dyrum, varan verður hrímuð, eimar (frystiblásarar) hríma óeðli- lega mikið, ís og hrím safnast á gólf klefans með tilheyrandi hættu fyrir mannskap og tæki. Munters hefur þróað sér- stakan búnað sem hentar við slíkar aðstæður. Svokölluð IceDry þurrkaralína er sér- hönnuð til þess að staðsetja við innganginn í köldu rými. Loftið umhverfis innganginn Hvað er ísogsþurrkun? aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.