Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Síða 21

Ægir - 01.02.2006, Síða 21
21 F I S K V I N N S L A N ann sjálfvirkt að þeim skammti sem hann tilheyrir. Bitinn er loks lagður hand- virkt í skammtinn og þar með er ferlinu lokið. Þetta er eitt af því sem okkar flokkari hef- ur umfram aðra.“ Hugbúnaður fylgist með Öflugur hugbúnaður stjórnar flokkaranum og auðvelt er að fylgjast með réttri kvörðun og stilla hann fyrir mismunandi flokkunaraðferðir. „Í mörgum flokkurum getur það gerst að illa kvörðuð vigtareining keyrir í langan tíma og skilar skömmtum sem eru með óþarflega mikla yfirvigt án þess að vera utan marka á tékkvog,“ bendir Guðjón á. „Hugbúnaðurinn í vigtar- baukaflokkaranum er mjög öflugur og auðvelt er að fylgjast með allri framleiðslu og grípa strax inn í ef eitt- hvað er að. Þar er hægt að bera saman leiðréttingu frá vigtarbaukum og skráða vigt frá vigtareiningu. Með þessu má greina fljótt og auðveld- lega hvort þörf sé á kvörðun annað hvort á vigtareiningu eða baukum.“ Pöntunar- og pökkunarhug- búnaður Vigtarbaukaflokkarann er hægt að tengja við Marel MPS framleiðslustjórnunarhugbún- að en þar er hægt að nýta sér pantanakerfi í til að stýra sjálfvirkt skömmtun upp í pantanir. Einnig fást ýmsar upplýsingar um flokkunina og pantanir í kerfinu. Teng- ing við límmiðaprentara er möguleg og merkist þá skammtur umræddri pöntun ásamt þeim upplýsingum sem óskað er eftir á límmiðannn. Vigtarbaukaflokkarinn kemur í veg fyrir uppsafnaða vigtarskekkju og lágmarkar yfirvigt. Samkvæmt upplýsingum Marel er vigtarbaukaflokkar- inn nýjasta og besta lausnin til að lágmarka yfirvigt. Sér- fræðingar Marel segja hann tryggja nákvæmari skammta og minni yfirvigt en nokkur annar flokkari. Þetta er gert með því að endurvigta hvert stykki og leiðrétta skammta- stærðir sjálfvirkt. Með minni yfirvigt í hverjum skammti má spara miklar fjárhæðir sem tapast í ónákvæmum skömmtum til kaupenda. aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 21

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.