Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 38

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 38
Optimar Ísland ehf. hefur á undanförnum misserum verið að hasla sér völl á Færeyja- markaði með Optim-Ice ís- þykknivélarnar, sem fyrirtækið framleiðir. Slíkar vélar hafa verið seldar í fjögur skip í Færeyjum, það sem af er þessu ári, sem eru gerð út á tvílembingsveiðar á ufsa Auk þess að selja hefð- bundinn frystibúnað fyrir skip og vinnslur í landi - RSW- kerfi, Oson kerfi og heildar- lausnir í fiskvinnslukerfum, hóf Optimar Ísland að selja Optim-Ice ísþykknivélarnar árið 2003 þegar fyrirtækið tók yfir framleiðslu og sölu á vél- um sem Ískerfi höfðu áður framleitt. Ísþykknið framleitt úr sjó Optim-Ice vélarnar framleiða ísþykkni úr sjó og er kæling- in á fiskinum langtum hraðari og meiri en með venjulegum flöguís. Hraðari kæling skilar betra hráefni og um leið betri nýtingu hráefnisins. Þá lengir hraðari kæling tímann sem fiskurinn er í dauðastirnun sem aftur dregur úr bakteríu- myndun og minnkar hættuna á skemmdum á hráefninu. Fyrir vikið geta ferskfiskskip- in verið lengur í hverjum túr en ella, án þess að það komi niður á hráefnisgæðum. Ný og afkastameiri ísþykknivél á þessu ári Reynir Guðjónsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Optimar Ís- land, segir að ísþykknivélarn- ar hafi gefið mjög góða raun hér á Íslandi og menn hafi verið að þróa þær með víð- tækari notkun í huga. „Auð- vitað er það svo að þróun á slíkum vélbúnaði tekur aldrei enda og við höfum stöðugt verið að bæta vélina og auka notkunargildi hennar. Á síð- asta ári kynntum við t.d. í fyrsta skipti glussadrifna vél, sem hentar vel um borð í skipum og bátum sem ráða ekki við þá rafmagnsfram- leiðslu sem vélin þarf. Við settum fyrstu vélina af þessari tegund um borð í yfirbyggð- an línuveiðibát frá Rifi, Sæ- hamar SH, og hef ég spurnir af því að hún hafi reynst mjög vel,“ segir Reynir og bætir við að á þessu ári kynni fyrirtækið enn afkastameiri Optim-Ice vél en áður, en sú vél mun m.a. fara um borð í færeysku tvílembingsveiði- skipin. Þessi nýja vél er átta strokka, en áður voru fram- leiddar fjórar gerðir véla - eins, tveggja, fjögurra og sex strokka vélar. Hin nýja ís- þykknivél mun framleiða rúm tvö tonn af 40% þykkum ís á klukkustund - sem þýðir 48 tonna framleiðslu á sólar- hring. Vélarnar fara víða Reynir nefndi sem dæmi að hér innanlands hafi Vísir hf. sett slíkar ísþykknivélar um borð í línuveiðiskip sín - Pál Jónsson GK, Sighvat GK og Jóhönnu Gísladóttur ÍS - og hafa þær gefið mjög góða raun. „Ég er þess fullviss að þessi kælitækni mun hasla sér völl í ríkari mæli í línu- veiðunum hér við land, sem virðast vera að aukast umtals- vert,“ segir Reynir. Útflutningurinn hefur stað- ið að baki verulegs hluta sölu Optimar á Optim-Ice. Auk Færeyjarmarkaðar hefur vélin verið seld í töluverðum mæli til Kanada - m.a. mun hún fara um borð í nýsmíði sem verður gerð út á ýsuveiðar við Kanada. Þá hefur verið töluvert um sölu á vélinni til Írlands og Skotlands - til Ír- lands voru þannig seldar átta vélar á síðasta ári og fjórar hafa þegar verið pantaðar til afgreiðslu í ár. Í báðum þess- um löndum greiða opinberir aðilar - að hluta til Evrópu- sambandið - 40% kaupverðs vélanna, sem undirstrikar að vélarnar skila betra hráefni. Enda er það svo að hin skoska rannsóknastofnun fiskiðnaðarins - Seafish - hef- ur gert ítarlega úttekt á sam- anburði á kælingu á fiski með flöguís og ísþykkni, sem hefur orðið til þess að hún hvetur sjávarútvegsfyrirtæki þar í landi til þess að nýta sér ísþykknitæknina. En vissulega hafa vélarnar farið mun víðar og nefnir Reynir sem dæmi að þær hafi verið notaðar til kælingar á rækju í Íran og laxi í Chile. Reynir Guðjónsson, sölu- og markaðsstjóri Optimar Ísland. 38 K Æ L I N G Optim-Ice er víða að hasla sér völl aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 12:08 PM Page 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.