Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2006, Page 38

Ægir - 01.02.2006, Page 38
Optimar Ísland ehf. hefur á undanförnum misserum verið að hasla sér völl á Færeyja- markaði með Optim-Ice ís- þykknivélarnar, sem fyrirtækið framleiðir. Slíkar vélar hafa verið seldar í fjögur skip í Færeyjum, það sem af er þessu ári, sem eru gerð út á tvílembingsveiðar á ufsa Auk þess að selja hefð- bundinn frystibúnað fyrir skip og vinnslur í landi - RSW- kerfi, Oson kerfi og heildar- lausnir í fiskvinnslukerfum, hóf Optimar Ísland að selja Optim-Ice ísþykknivélarnar árið 2003 þegar fyrirtækið tók yfir framleiðslu og sölu á vél- um sem Ískerfi höfðu áður framleitt. Ísþykknið framleitt úr sjó Optim-Ice vélarnar framleiða ísþykkni úr sjó og er kæling- in á fiskinum langtum hraðari og meiri en með venjulegum flöguís. Hraðari kæling skilar betra hráefni og um leið betri nýtingu hráefnisins. Þá lengir hraðari kæling tímann sem fiskurinn er í dauðastirnun sem aftur dregur úr bakteríu- myndun og minnkar hættuna á skemmdum á hráefninu. Fyrir vikið geta ferskfiskskip- in verið lengur í hverjum túr en ella, án þess að það komi niður á hráefnisgæðum. Ný og afkastameiri ísþykknivél á þessu ári Reynir Guðjónsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Optimar Ís- land, segir að ísþykknivélarn- ar hafi gefið mjög góða raun hér á Íslandi og menn hafi verið að þróa þær með víð- tækari notkun í huga. „Auð- vitað er það svo að þróun á slíkum vélbúnaði tekur aldrei enda og við höfum stöðugt verið að bæta vélina og auka notkunargildi hennar. Á síð- asta ári kynntum við t.d. í fyrsta skipti glussadrifna vél, sem hentar vel um borð í skipum og bátum sem ráða ekki við þá rafmagnsfram- leiðslu sem vélin þarf. Við settum fyrstu vélina af þessari tegund um borð í yfirbyggð- an línuveiðibát frá Rifi, Sæ- hamar SH, og hef ég spurnir af því að hún hafi reynst mjög vel,“ segir Reynir og bætir við að á þessu ári kynni fyrirtækið enn afkastameiri Optim-Ice vél en áður, en sú vél mun m.a. fara um borð í færeysku tvílembingsveiði- skipin. Þessi nýja vél er átta strokka, en áður voru fram- leiddar fjórar gerðir véla - eins, tveggja, fjögurra og sex strokka vélar. Hin nýja ís- þykknivél mun framleiða rúm tvö tonn af 40% þykkum ís á klukkustund - sem þýðir 48 tonna framleiðslu á sólar- hring. Vélarnar fara víða Reynir nefndi sem dæmi að hér innanlands hafi Vísir hf. sett slíkar ísþykknivélar um borð í línuveiðiskip sín - Pál Jónsson GK, Sighvat GK og Jóhönnu Gísladóttur ÍS - og hafa þær gefið mjög góða raun. „Ég er þess fullviss að þessi kælitækni mun hasla sér völl í ríkari mæli í línu- veiðunum hér við land, sem virðast vera að aukast umtals- vert,“ segir Reynir. Útflutningurinn hefur stað- ið að baki verulegs hluta sölu Optimar á Optim-Ice. Auk Færeyjarmarkaðar hefur vélin verið seld í töluverðum mæli til Kanada - m.a. mun hún fara um borð í nýsmíði sem verður gerð út á ýsuveiðar við Kanada. Þá hefur verið töluvert um sölu á vélinni til Írlands og Skotlands - til Ír- lands voru þannig seldar átta vélar á síðasta ári og fjórar hafa þegar verið pantaðar til afgreiðslu í ár. Í báðum þess- um löndum greiða opinberir aðilar - að hluta til Evrópu- sambandið - 40% kaupverðs vélanna, sem undirstrikar að vélarnar skila betra hráefni. Enda er það svo að hin skoska rannsóknastofnun fiskiðnaðarins - Seafish - hef- ur gert ítarlega úttekt á sam- anburði á kælingu á fiski með flöguís og ísþykkni, sem hefur orðið til þess að hún hvetur sjávarútvegsfyrirtæki þar í landi til þess að nýta sér ísþykknitæknina. En vissulega hafa vélarnar farið mun víðar og nefnir Reynir sem dæmi að þær hafi verið notaðar til kælingar á rækju í Íran og laxi í Chile. Reynir Guðjónsson, sölu- og markaðsstjóri Optimar Ísland. 38 K Æ L I N G Optim-Ice er víða að hasla sér völl aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 12:08 PM Page 38

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.