Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 37

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 37
37 F I S K F L U T N I N G A R var sameinuð fiskflutninga- kerfi Landflutninga-Samskipa. „Þessi þjónusta hefur mælst mjög vel fyrir enda er þetta öflugasta door-to-door flutninga- og dreifikerfi á fiski sem völ er á hér á landi, auk þess sem starfsfólk Landflutn- inga-Samskipa er þrautþjálfað í meðhöndlun á viðkvæmum farmi eins og fiskafurðum,“ bætir hann við. Sömuleiðis starfrækja Sam- skip löndunarþjónustu í Reykjavík. Er bæði hægt að landa farminum beint inn í frysti- og kæligeymslur Ís- heima eða lesta í millilanda- skip til útflutnings. Þá festu Samskip nýlega kaup á Ís- stöðinni á Dalvík ásamt 1.000 tonna frystigeymslu og því getur félagið nú boðið sjávar- útvegsfyrirtækjum enn fjöl- breyttari möguleika í frysti- þjónustu. Eitt öflugt þjónustunet „Við erum með góðar frysti- geymslur hér heima og kaup- in á frystigeymslum hollenska flutningafyrirtækisins Kloosterboer á síðasta ári eru líka til mikilla hagsbóta fyrir sjávarútvegsfyrirtæki hér heima,“ segir Hinrik. Kaup Samskipa á flutn- ingafyrirtækjunum Geest og Seawheel í sumar og samein- ing gámaþjónustu félagsins í Evrópu undir merki Geest, kemur íslenskum sjávarútvegi einnig til góða. „Þjónustunet- ið okkar hefur styrkst gríðar- lega, bæði í Mið-Evrópu og Suður-Evrópu, með þessum kaupum og þetta opnar líka fjölmarga spennandi útflutn- ingsmöguleika sem fram til þessa hafa ekki verið fjár- hagslega hagkvæmir.“ segir Hinrik að lokum. Flutninganet Landflutninga- Samskipa og Lífæðar voru sameinuð í lok síðasta árs þegar Samskip keyptu flutn- ingahluta Lífæðar og stend- ur viðskiptavinum nú til boða heildstæð þjónusta á þessu sviði, allt frá skipi eða fiskmarkaði til kaup- anda. Viðtökurnar hafa verið með eindæmum góðar að sögn Samskipamanna og viðskiptavinir bera þeim vel söguna. „Þetta hefur rúllað alveg ótrúlega vel, kerfið er að virka, það er ekkert vesen og það vil ég fyrst og fremst þakka því þrautreynda starfsfólki sem hlut á að máli,“ segir Grétar Finn- bogason, framkvæmdastjóri fiskútflutningsfyrirtækisins Hafgæða, sem er til húsa við Fiskislóð úti á Granda. Reksturinn hjá Hafgæð- um, sem er 15 ára gamalt fyrirtæki með 14 starfs- menn, gengur út á að kaupa fisk á fiskmörkuðun- um til vinnslu og flytja hann út ferskan á markaði í Bret- landi og Bandaríkjunum. „Við erum að senda fisk- inn frá okkur síðdegis út á völl, í veg fyrir Amer- íkuflugið og flug til Bret- lands, og því skiptir sköp- um fyrir okkur að hráefnið skili sér sem fyrst í hús til okkar,“ segir Grétar. „Þessi þjónusta Landflutninga- Samskipa er að sanna sig því fiskurinn sem við kaup- um, svo til hvaðanæva að af landinu, er núna kominn í hús til okkar fyrir kl. 7 á morgnana en áður var hluti hans að berast okkur snemma dags og restin síð- ar á deginum, sem kostaði okkur bæði umskipun og ómælt vesen.“ Rúllar ótrúlega vel – segir Grétar Finnbogason, framkvæmdastjóri Hafgæða Grétar Finnbogason, framkvæmda- stjóri Hafgæða. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.