Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 31

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 31
31 F Ó L K „Á þessum stutta tíma mínum hér í sjávarútvegsráðuneytinu hefur kannski komið mér mest á óvart hve hagsmuna- gæsla fyrir hönd Íslands á er- lendum vettvangi er veigamik- ill þáttur í starfinu, segir Björn Friðrik Brynjólfsson, að- stoðarmaður sjávarútvegsráð- herra. „Íslenskur sjávarútvegur og fiskvinnsla starfa í dag eftir lögum sem eru orðin nokkuð föst í sessi og að því leyti er starfsumhverfi greinarinnar nokkuð stöðugt. En á sama tíma þarf að taka æ meira til- lit til alþjóðlegra álitaefna, jafnframt því sem þjóðirnar hér við norðanvert Atlants- hafið, Ísland, Færeyjar og Noregur, eiga með sér marg- víslegt samstarf. Þessu er áhugavert að kynnast og fyrir mér er sjávarútvegurinn heill- andi heimur,“ segir Björn Friðrik sem í desember tók við starfi aðstoðarmanns Ein- ars K. Guðfinnssonar, sem varð sjávarútvegsráðherra undir lok september á síðasta ári. Björn er 33ja ára að aldri og stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Í framhald- inu bætti hann við sig námi í hagnýtri fjölmiðlun, sem aftur leiddi hann til starfa á Ríkis- útvarpinu. Sjóræningjastríðið „Á RÚV byrjaði ég í apríl 1999 og var þar uns ég kom hingað í ráðuneytið. Fyrst var ég á Fréttastofu útvarpsins, þá í morgunútvarpi Rásar 2, Samfélaginu í nærmynd á Rás 1 og svo að síðustu í íþrótta- fréttunum. Jú, einu sinni eða tvisvar greip ég í að sjá um Auðlindina og síðan rifjaðist upp fyrir mér um daginn að fyrsta verkefni mitt fyrir Ríkis- útvarpið, þegar ég var þar í starfsþjálfun í háskólanámi, var að taka viðtal við Arnar Sigurmundsson, formann Samtaka fiskvinnslustöðva. Starfsreynsla mín af fjölmiðl- um hjálpar mér mikið á þess- um nýja vettvangi, enda gildir á báðum stöðum að vera fljótur að setja sig inn í hlut- ina“ segir Björn Friðrik. Í byrjun árs kynnti sjávar- útvegsráðuneytið fyrirhugað- ar aðgerðir vegna ólöglegra karfaveiða suður á Reykjanes- hrygg. „Þar sögðumst við ætla að skera upp herör gegn sjó- ræningjaveiðum. Þegar þetta orðalag hefur verið viðhaft hafa víst runnið tvær grímur á sum börn og það gerðist líka núna. Við höfðum spurnir af því að sumum hefði hreint ekki litist á blikuna að fara að kljást við sjóræningja og jafn- vel hefðu börn orðið skelkuð við tíðindin. Þeir fullorðnu geta náttúrlega brosað að þessu, en vissulega segir þetta manni að fara ber var- lega í notkun stóryrða.“ Í lunda í Grímsey Björn Friðrik Brynjólfsson er Þingeyingur að upplagi, á rætur sínar í Kelduhverfi. Unnusta hans er Gunnhildur Gunnarsdóttir blaðamaður á Fréttablaðinu, fædd og uppal- in á Hólmavík. Þar komst Björn Friðrik í kynni við Ein- ar Kristin. „Stór hópur fólks, meðal annars tengdafjöl- skylda mín, hefur um árabil veitt lunda í Grímsey á Stein- grímsfirði eina helgi á sumri. Þetta eru alveg ómissandi ferðir og í þeirri fyrstu kynnt- ist ég Einari. Hann bauð mér svo í lok nóvember s.l. að koma til sín í ráðuneytið að gerast aðstoðarmaður sinn. Ég þurfti ekki að hugsa mig um tvisvar heldur tók þessu góða boði undir eins og sé svo sannarlega ekki eftir því, enda er starfið fjölbreytt og spennandi.“ Viðtal og mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. „Starfið er fjölbreytt og spennandi,“ segir aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra m.a. í viðtalinu. – segir Björn Friðrik Brynjólfsson aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra Sjávarútvegurinn er heillandi heimur aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.