Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 44

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 44
44 F I S K V I N N S L A N „Ég myndi ætla að sala á salti sé um 60% af okkar veltu. Þegar fyrirtækið var stofnað árið 1990 vorum við eingöngu með saltsölu, en hlutur um- búðasölu hefur aukist veru- lega síðan,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, framkvæmda- stjóri Saltkaupa í Hafnarfirði, sem er stærsti innflytjandi salts á Íslandi. Ársnotkun Íslendinga á salti er á bilinu 80 til 90 þús- und tonn - stærstur hluti þess er til saltfiskframleiðslu, en hlutur salts til hálkueyðingar hefur aukist töluvert. „Um 70% af því salti sem við selj- um hér á landi kemur frá löndum við Miðjarðarhafið - Túnis og Spáni, en við flytj- um einnig inn salt úr Kara- bíska hafinu. Salt er ekki bara salt, efnasamsetning þess er mismunandi og kaupendur vilja fá það salt sem þeir hafa góða reynslu af. Sumir hafa góða reynslu af salti frá t.d. Bahamaeyjum og vilja fá það aftur. Við verðum við þeim óskum,“ segir Jón Rúnar og bendir á að gott salt sé eitt af lykilatriðunum í því að verka góðan saltfisk. „Íslenskir salt- fiskframleiðendur hafa verið að auka notkun á salti og það hefur skilað þeim góðum árangri. Í samkeppni við norskan saltfisk stöndum við Íslendingar til dæmis vel að vígi hvað varðar gæði,“ segir Jón Rúnar. Aðalstarfsstöð Saltkaupa er í Hafnarfirði, en að auki eru alltaf saltbirgðir á ýmsum stöðum við ströndina, s.s. í Grindavík, á Dalvík, Húsavík, Höfn, Djúpavogi og Vest- mannaeyjum. Í það heila koma um 20 skip á vegum Saltkaupa með salt til lands- ins á ári. Auk saltsölu hér á landi hefur dótturfyrirtæki Salt- kaupa í Færeyjum haslað sér völl á markaði þar og hefur á skömmum tíma náð mjög sterkri markaðsstöðu. Umbúðirnar eru annar af meginrekstrarþáttum Salt- kaupa. Fyrirtækið lætur m.a. framleiða sérmerktar umbúðir fyrir framleiðendur, en einnig eru ómerktar umbúðir stór hluti innflutnings og sölu fyr- irtækisins. Um er að ræða umbúðir fyrir frystingu í landi, sjófrystingu og saltfisk og ekki má gleyma bláu síld- artunnunum kunnu. Þá selur Saltkaup ýmis íblöndunarefni fyrir t.d. síld og rækju - krydd o.fl. Salt og umbúðir Nokkrar af þeim sérmerktu umbúðum sem Saltkaup flytja inn fyrir hérlenda fiskframleiðendur. aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.