Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 46

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 46
46 F I S K V I N N S L A N Á undanförnum árum hefur stóraukist landaður bolfiskafli á Snæfellsnesi - t.d. hefur orðið mjög áberandi aukning á lönduðum afla í Grundarfirði og það sama má raunar segja um bæði Rif og Ólafsvík. Þetta hefur þýtt verulega auk- in umsvif flutningafyrirtækja, sem bæði flytja óunninn afla frá fiskmörkuðum til kaup- enda og einnig hafa margar útgerðir landað beint í gáma, sem síðan þarf að flytja á markað. Flutningafyrirtækið Ragnar & Ásgeir ehf. í Grundarfirði hefur að stórum hluta annast fiskflutninga frá og til Snæ- fellsness, en fyrirtækið er 35 ára gamalt, stofnað árið 1970 af hjónunum Ragnari Inga Haraldssyni og Rósu B. Sveinsdóttur. Ragnar & Ásgeir er sannkallað fjölskyldufyrir- tæki, en við það starfa einnig tvö af börnum þeirra, Ásgeir, sem er framkvæmdastjóri og Jóna Björk, sem sér um bók- hald ásamt mágkonu sinni, konu Ásgeirs, Þóreyju, en hún annast einnig bókanir á gámum. Þá er Sveinn Ingi, sonur Rósu og Ragnars Inga, einn af bílstjórunum og þriðja kynslóðin er einnig farin að starfa hjá fyrirtækinu – börn Ásgeirs og Jónu. Í það heila starfa um tuttugu manns hjá Ragnari & Ásgeiri. Fyrirtækið hefur eflst og dafnað vel á síðustu árum og nú hefur það yfir að ráða 15 stórum bílum eða „trailerum“, 4 „kassabílum“ og nokkrum öðrum minni bílum til út- keyrslu. Fyrirtækið er nú með starfsstöðvar í Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ og flytur vörur frá Flytjanda og Landflutningum. Ragnar & Ásgeir ehf. á Snæfellsnesi: Umsvifamiklir í fiskflutningum Fiskflutningar eru stór hluti af starfsemi flutningafyrirtækisins Ragnar & Ásgeir. aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.