Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 29

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 29
verði. „Já, ég hef lagt töluverða áherslu á steinbítinn, enda er það fiskur sem bragð er af,“ segir Finnbogi. Harðfiskur í staðinn fyrir postulínsstyttur Í desember er að hans sögn mikil harð- fisksala, fólki finnst viðeigandi að gæða sér á harðfiski um jólin og einnig segir Finnbogi töluvert um að fólk sendi harðfisk til vina og vandamanna erlend- is og sömuleiðis sé alltaf töluvert um að harðfiskur sé gefinn í jólagjafir. „Og menn eru líka að gefa harðfisk í afmæl- isgjafir. Það er nú svo að fólk sem kom- ið er á efri ár á alla skapaða hluti og ef það fær nýja postulínsstyttu, þá verður það að henda gömlu postlulínsstyttunni úr hillunni í stofunn i til þess að koma nýju styttunni fyrir. Blessaður vertu, það er miklu gáfulegra að gefa þessu fólki góðan harðfisk í afmælisgjöf, sem það getur sett í frystikistuna og nartað í þeg- ar það langar til heldur en að gefa því postulínsstyttu,“ segir Finnbogi og hlær. Ef maður er ekki í réttum flokki... Finnbogi hefur mjög ákveðnar skoðanir á byggðakvótanum svokallaða, sem hann segir vera algjöra vitleysu. „Byggðakvótinn er hrein svikamylla. Ef maður er í réttum flokki hefur maður möguleika á að fá byggðakvóta, annars ekki. Staðreyndin er sú að margir grenja utan í stjórnmálamönnunum til þess að fá byggðakvóta og ljúga þannig út pen- inga. Síðan selja menn þetta út og suð- ur. Þetta finnst mér ekki gott fyrirkomu- lag og menn ættu að leggja þetta af. Hins vegar virkar línuívilnunin vel. Hún nýtist þeim sem vilja róa, en menn versla ekki út og suður með hana eins og byggðakvótann,“ segir Finnbogi. Miklar breytingar í atvinnulífinu Ótrúlegar breytingar hafa orðið í at- vinnulífinu á Ísafirði á undanförnum árum. Finnbogi segir að í raun heyri sjávarútvegurinn á staðnum meira og minna fortíðinni til. Eiginleg fiskvinnsla sé meira og minna horfin. Ein rækju- vinnsla sé ennþá rekin og í Hnífsdal sé frystihús. Hins vegar séu nokkrar þjón- ustustofnanir öflugar í bænum og sömu- leiðis sé ánægjulegt að tæknifyrirtæki eins og t.d. 3X-Stál séu að gera góða hluti. En engu að síður segist Finnbogi vera hugi yfir þessari þróun og hann velti því oft fyrir sér á hverju fólk ætli sér að lifa á á Ísafirði þegar sjávarútveg- urinn sé að stórum hluta liðinn undir lok. 29 H A R Ð F I S K V I N N S L A Verkunarhús Finnboga á Ísafirði ætti ekki að fara framhjá nokkrum manni, enda er það skemmtilega merkt, eins og sjá má. aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 1:33 PM Page 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.