Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 12

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 12
12 Þ O R S K S T O F N I N N urnar séu ekki mældar upp að svo háum aldri og verði ómarktækar löngu fyrr, þá gefa aflatölurnar niðurstöðu. Það er merkilegt að sama formúlan gefi bæði Nk og Nk+1 en allt eins má nota hana til að finna fiskveiðidánarstuðulinn líka sem gæti verið nákvæmasta samstillingin. Ljóst er að samstilling eins og (1) eða (7) hér að aftan sem byggist á því að sóknarmynstrið sé þekkt gefur ekki 04F3 með mikilli nákvæmni eða stærðina á 2001 árganginum því sóknin í 3 ára fisk er mjög breytileg. Skoðum þá fyrst af öllu hvernig formúla (3) ræður við þessa stærð. Eins og sést á mynd 3 gefur formúlan F3 með mikilli nákvæmni og engin mark- tæk breyting á  undanfarin 20 ár er sjá- anleg. Og það mundi ekki breyta neitt miklu þótt aðeins væru teknir 2 þættir, síðustu afla- og vísitölur. CAA reikningar Hafró eru sýndir líka. Aldursaflagreining eða VPA er bara það sem hún er, ná- kvæm úrvinnsla á aflabókhaldi miðað við náttúrulega dánartölu M = 0.2. Það er ekki gott að segja hver var hin raun- verulega dánartala þriggja ára þorska á árunum 1985 til 2004 með og án brott- kasts og hulduveiða. En ég get ómögu- leg séð CAA reikninga Hafró sem ein- hverja endurbót á VPA eða á einhvern hátt nær raunveruleikanum. Heildarsamstilling Til að nota þessa aðferð fyrir heildar stofnstærðina þarf mál fyrir þyngdir ald- urshópanna og nota má vísitöluna Ii margfaldaða með i-1. Það er gróft reikn- að en stuðullinn  bætir nokkuð úr því. Öllu verra er að þyngdir aldurshópanna eru síbreytilegar eftir ástandi sjávar. Því er takmarkað hvað hægt er að auka ná- kvæmnina eða borgar sig að nota marga þætti hér. Tveggja þátta formúla fyrir heildar stofnþyngd síðasta árs eins og fiskifræðingar skilgreina hana gæti þá verið: Summað er frá i = 4 og upp úr. Kost- ur við það að reikna heildarstofninn fremur en hvern aldurshóp er einföldun og aukin yfirsýn fyrir utan það að hún ætti ekki að vera næm fyrir skekkjum í aldursgreiningunni. Hér verður ekki leit- að eftir aukinni nákvæmni á kostnað einföldunar en látið nægja í bili að nota tvo þætti (2. og 4.) í margfeldinu. Ýmis- legt annað gæti takmarkað nákvæmnina og því fleiri stuðla sem þarf til að laga líkön að fortíðinni því verr spá þau fyrir um framtíðina. Formúlan gæti allt eins reiknað stofn næsta árs (2005) í stað stofnþyngdar síðasta árs (2004). Hún gerir það bara ekki eins nákvæmlega og önnur formúla gæti reiknað stofnbreyt- inguna nákvæmar. Skoðum nákvæmn- ina. Jafnan gefur eins og mynd 4 sýnir VPA stofnþyngd síðasta árs með minna en 4% skekkju og hún er þannig miklu nákvæmari en aðferðir fiskifræðinga hafa til þessa verið. Það er nokkuð merkilegt í ljósi þess hve einföld formúlan er. Hér hefur hún bara tvo þætti ársafla og vísi- tölusummu og þá enga beina skírskotun til dánartíðni, vaxtar eða síbreytilegra meðalþyngda aldurshópanna. Marktæk breyting með tíma er ekki sjáanleg. Ná- kvæmnina má bæta með fleiri þáttum og einhverju betra en (i-1) fyrir þyngdina en segja má að formúlan sé nógu góð eins og hún er og versni lítið þótt allur aflinn væri notaður. Hún sýnir t.d. Grænlandsgöngu ‘84 árgangsins og augljóslega hefðu fiski- fræðingar ekki lent í neinum of- matsvandræðum á árunum 1997 til 2000 ef þeir hefðu notað þessa einföldu for- múlu í staðinn fyrir þau flóknu alþjóð- legu forrit sem þeir notuðu. Öll voru þau meira og minna sammála um vit- leysuna og mátu stofninn vel upp fyrir milljón tonn. Fiskifræðingar virðast nú að miklu leiti hafa komist fyrir þennan vanda þó að þeir þurfi stöðugt að end- urmeta upp spá sína fyrir sókn næsta árs eins og þeir hafa þurft í aldarfjórðung með aðeins einni undantekningu. Formúlan (4) endar árið 2004. Heild- araflinn 2005 er að vísu þekktur nú og hægt er að leiðrétta hann nokkuð vel fyrir afla 3. ára. En stofnmælingin 2006 liggur ekki fyrir og framreikningarnir 2005 til 2007 eru eins og myndin sýnir gerðir með annarri nálgun (nýliðun N3 má finna með (3)). Stofnstækkun  Nýliðun * Afrakstur á nýliða - Ársaflinn. Sú nálgun er merkilega nákvæm líka eins og mynd 5 sýnir (<4% af stofnstærð- inni) þó að hún takmarkist eins og (4) af síbreytilegum vaxtarskilyrðum og meðal- þyngd aldurshópanna. Það kemur þá fram í breytilegum afrakstri á nýliða. Hann hefur samt verið mjög stöðugur milli 1.6 og 1.7 kg/nýliða í áratugi en virðist nær 1.6 kg nú og jafnvel hafa snarlækkað 2003. Hver svo sem hann er eða hvort sem hann er breytilegur eða ekki má líka skrifa þessa jöfnu sem Afrakstur =– ársafli + stofnstækkun. Afrakstur þorskstofnsins og uppbygging Ljóst er að meðal afrakstur þorskstofns- ins fer síminnkandi og er kominn niður fyrir 200 þús tonn á ári nú. Hann hefur minnkað í takt við stofninn og er orðinn helmingi minni en áður var þegar stofn- inn var helmingi stærri. Afraksturshlut- fallið gæti hafa lækkað og minnkar stjálfsagt fyrr en síðar vegna ofveiði, fæðuskorts, stærðarvals og erfðabreyt- inga. Það er því ekki alveg öruggt að Mynd 5. Aldursaflagreind stofnstækkun borin saman við nýliðun og afla. aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.