Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 17
17
B Á T A S M Í Ð I
Þegar kemur að vélarniður-
setningu, innréttingum og
fullnaðarfrágangi búnaðar og
tækja eru bátarnir svo fluttir
vestur í slipp þar sem vinnu
við þá er haldið áfram í
skipasmíðahúsi Þorgeirs og
Ellerts, þar sem margt skipið
hefur verið smíðað úr stáli á
síðustu áratugum.
Að skapa bátunum sérstöðu á
markaðnum
Ingólfur Árnason segir það
kappsmál að skapa Sputnik-
bátunum sérstöðu á mark-
aðnum. „Fiskurinn sem þessir
línubátar veiða er fyrsta
flokks,“ segir Ingólfur „Til að
þau gæði skili sér öll í land,
þarf að fara vel um hráefnið
og þar kemur mikil sjóhæfni
til góða. Með þessum báti
reynum við að yfirvinna gall-
ana sem hafa fylgt veiðum
með smábátum, bæði hvað
varðar stöðugleika við öflun
hráefnis vegna veðurs og að
skila betri gæðum í land.
Með betri sjóhæfni tekst þetta
og kemur ekki síst mann-
skapnum til góða með auknu
öryggi. Sjóhæfni bætir einnig
nýtingu bátsins til muna og
skipir miklu máli til að fjár-
festingin í þessum bátum nýt-
ist útgerðum þeirra sem best.
Allt þetta reynum við að þróa
til hins betra í Sputnik 15 bát-
unum,“ segir Ingólfur Árna-
son.
Texti og myndir: Haraldur Bjarnason
Fyrirkomulagsteikning af Sputnikbát-
um.
Höfuðstöðvar Sputnikbáta, Skagans og Þ&E. Skrifstofur til vinstri og skipasmíðahúsið fyrir miðri mynd.
aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 17