Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 6

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 6
Í ólgusjó gengisins Útflutningsgreinarnar - þar með talinn sjávarútvegurinn - eru í ólgusjó fljótandi gengis, þar sem markaðurinn stjórnar ferð- inni og enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi og suðvesturhorninu hafa ýtt undir þenslu í þjóðfélaginu, sem aftur hefur leitt til hárra stýrivaxta Seðlabanka og hás gengis íslensku krónunnar. Því hefur verið spáð að íslenska krónan myndi gefa eftir þegar líða tæki á þetta ár vegna ímyndaðs slaka í þjóðarbú- skapnum þegar færi að hægja á framkvæmdum við Kára- hnjúka, á Reyðarfirði, Hellisheiði og Grundartanga. Vænta má að þetta sé að einhverju leyti rétt, en þó er ekkert fast í þeim efnum. Það vakti hins vegar athygli þegar mat erlends fyrirtækis á lánshæfi íslenska ríkisins varð til þess að ís- lenska krónan féll skyndilega um mörg prósent. Að vísu hækkaði hún aftur, en fór engu að síður ekki aftur í sama far- ið. Óneitanlega er það umhugsunarvert að lánshæfismat frá erlendu fyrirtæki geti haft þessi áhrif og maður hlýtur að velta því fyrir sér hvernig þetta blessaða hagkerfi er saman sett. En hafa ber þó í huga að íslenska hagkerfið er ákaflega lítið í alþjóðlegu samhengi, þó svo fréttir hafi borist af því að þessi titringur hér á fjármálamarkaði hafi komið fram á skjálftamælum í Afríku og Asíu - svo undarlega sem það kann að hljóma. Vissulega eru það ekki bara hinar miklu stóriðjufram- kvæmdir sem hafa gert útflutningsgreinunum lífið leitt að undanförnu. Auðvitað hefur taumlaus útgáfa skuldabréfa haft mikið að segja, að ekki sé talað um breytingarnar á húsnæð- islánamarkaðnum sem gerðu það að verkum að húsnæðis- verð fór upp úr öllu valdi og fólk byggir og kaupir eignir sem aldrei fyrr, burtséð frá því hvort það hefur efni á fjárfestingun- um. Við erum gráðugir Íslendingar í peninga og við erum líka dálítið kærulausir og óagaðir. Við látum sem vind um eyru þjóta þótt við séum varaðir við að fara of geyst í fjárfesting- um. Í stað þess að hægja á, þá gefum við í. Við viljum vera fremstir og bestir, okkur kemur ekki við þótt einhver segi okkur að fara hægar. Það var eiginlega svolítið kyndugt að verða vitni að mótbárum stjórnarherranna um daginn þegar lánshæfismatið góða kom fram. Þeir sögðu það ekki beint út, en á milli lína mátti lesa að þessir erlendu herrar vissu ekk- ert hvað þeir væru að segja. En hinn frjálsi markaður brást hins vegar við með því að fella krónuna. Og var kannski kom- inn tími til að gengið væri skráð í takt við raunveruleikann. Útflutningsgreinarnar hafa búið við mjög erfiða stöðu lengi og það er löngu tímabært að þær geti farið að starfa í bærilega vinveittu umhverfi. Hér er líf fjölmargra sjávarútvegsfyrir- tækja í húfi og hér er líf fjölmargra sjávarútvegsplássa í húfi. Áður en holskefla gengisstyrkingar íslensku krónunnar reið yfir var dollarinn skráður á röskar 80 krónur, en hann hefur á síðustu misserum farið niðurundir 60 kallinn. Tekjuskerðingin hefur þannig verið um fjórðungur. Það skal ekki fullyrt hvað fyrirtækin þurfa að fá í sinn hlut þannig að vel eigi að vera, en einhvers staðar á milli 70 og 80 krónur fyrir dollarann væri strax í áttina. Það er ekki ásættanlegt að fyrirtækin rétt nái að halda í horfinu. Þau verða að hafa svigrúm til fjárfest- ingar og endurnýjunar. Því aðeins verða framfarir. Hitt er ávísun á stöðnun. Óskar Þór Halldórsson, ritstjóri 6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Auðlindin á fullt erindi Þessi þáttur hefur verið mjög vinsæll, það hefur komið fram hér, og hann hefur verið mjög mikilvægur. Það er því alveg eðlilegt og fyllilega réttlætanlegt að spurt sé hvort ekki standi til að taka hann upp aftur. Það er nefnilega þannig að það er mjög gott að vera með svona fréttaþætti úr atvinnulífinu. Ríkisútvarpið ætti að taka það gaumgæfilega til athugunar í raun og veru að vera með fleiri svona þætti, aðra þætti atvinnulífsins, ekki bara sjávarútvegsmál. Hægt væri að búa til mjög góðan þátt um landbúnaðarmál eða samgöngumál, byggingariðn- aðinn eða fjármálageirann sem stækkar mjög óðfluga og veitir nú kannski ekki af því að þar sé haldið uppi öflugum fréttaflutningi og jafnvel gagnrýnum fréttaflutningi. Brott- kastið, talað var um það í Auðlindinni og sem betur fer, enda var líka farið í það að leysa þann vanda, m.a. vegna þeirrar umræðu sem skapaðist í þeim þætti þar sem sjó- menn komu fram. Hringt var í sjómenn úti á miðum, talað var við sjómenn ekki bara um þetta heldur svo margt ann- að. Þetta var einfaldlega gott efni og ég tel að mjög mikil- vægt sé einmitt að við þingmenn tökum þátt í að gefa út- varpinu hugmyndir að því hvað þjóðin hugsanlega vill hlusta á. Ég tel að þættir af þessu tagi eigi fullt erindi til þjóðar- innar og að fjölmiðlar sem margir hverjir kannski vilja ekki umfjöllun um svona mál séu ekki að sinna skyldu sinni. (Magnús Þór Hafsteinsson, alþm., bar fram fyrirspurn á Alþingi um Auðlindina - fréttaþátt um sjávarútvegsmál). Skonrokk eða Óskalög sjúklinga Ég man einmitt þá tíð þegar hv. þingmaður kom með sína ágætu pistla í þann þátt bæði utan frá Noregi sem og héðan að heiman. Þetta var fínn þáttur sem og margir aðrir þættir sem eru á dagskrá Ríkisútvarpsins og hafa verið í gegnum tíðina. En það er líka rétt að undirstrika að menntamálaráðherra skiptir sér ekki af dagskrárstefnu eða einstökum dagskrárliðum Ríkisút- varpsins, það hef ég aldrei gert og mun ekki gera. Ég get líka upplýst það hér að ég fæ í viku hverri tölvu- póst frá dyggum hlustendum Ríkisútvarpsins um það hvort t.d. óskalög sjúklinga eigi ekki að koma aftur á dagskrá eða góði gamli skonrokksþátturinn. Fólk hefur greinilega skoðanir á því hvað eigi að vera í útvarpinu og á öldum ljós- vakans. En það sem mér finnst kannski skipta mestu máli í þessu og mér finnst þessi umræða draga fram er að við þurfum að hafa skýrar reglur, hafa það skýrt í lögum hvaða hlutverki Ríkisútvarpið á að gegna. Hér er frumvarp til um- ræðu, afskaplega mikilvægt frumvarp sem, eins og hv. þingmaður kom inn á hér áðan, skerpir enn frekar á þeim kröfum sem við getum gert til Ríkisútvarpsins í þá veru að sinna menningarhlutverki, sinna því sem snertir landsins gagn og nauðsynjar - fréttaþátturinn Auðlind gæti t.d. verið þar á meðal. (Þorgrður Katrín Gunnarsdótir, menntamálaráðherra, í svari til Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um Auðlindina - fréttaþátt um sjávarútvegsmál). U M M Æ L I aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.