Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 50

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 50
50 T Æ K N I Sjá má af tölum hér að framan hvern- ig nýtanlega skrúfuspyrnan skiptist milli skips og veiðarfæris, 14,4% fara í skipið (3,37/23,33) og 85,6% í veiðarfærið. Þá má sjá af tölum um veðuraðstæður að þær eru hagstæðar að meðaltali. Í rannsókninni var gerð frekari grein- ing á dráttarmótstöðu veiðarfærisins: byggt á skráningum; fjölda upplýsinga um legu og afstöðu veiðarfæris í sjónum; og fræðilegum grunni. Varðandi síðast- talda má nefna grein Sigurðar Brynjólfs- sonar prófessors: „Hönnun flottrollshlera með aðstoð tölvu“ (Árbók VFÍ/TFÍ 1996/97). Greining á 197 skráningum með Gloriu 2560 flottroll (með mismun- andi hleragerðir, meðaltal 11,2 m2) gaf þær niðurstöður sem sjá má í töflu 1. Nánari skoðun á rafmagnsþörf: Hér að framan hafa meðaltalstölur um rafmagnsframleiðslu verið tíundaðar fyrir úthaldið í heild, svo og greint eftir að- gerðum (sigling, tog). Hæsta skráða álag reyndist að sjálfsögðu vera í hífingu, 1005 kW, eða 77% af nafnálagi rafals. Rafmagnsálag vegna vindubúnaðar á togi var rannsakað sérstaklega, sá þáttur er lítur að því að keyra hið svonefnda „autotroll“, og hafði sambærileg rann- sókn ekki áður verið gerð í íslenskum togskipum. Niðurstöður voru þær að rétt um 25% af rafmagnsálaginu á togi, eða 107 kW af 435 kW, fóru í að keyra átaksjöfnunarbúnað togvindna á togi. Þetta svaraði til 7,1% af heildaraflþörf á togi, og hliðstæð hlutdeild af olíunotkun, þar sem eyðslustuðullinn er tiltölulega flatur á þess sviði. Að teknu tilliti til upp- lýsinga á mynd 7 (76,2% af heildarnotk- un vegna togsins) fæst að um 5,4% af heildar olíunotkun til sjós fer í þennan þátt. Frekari greining raforkunotkunar á togi (meðaltal 435 kW) var eftirfarandi: Almenn þörf skips 165 kW, vegna fryst- ingar 103 kW, vegna fiskvinnslubúnaðar 34 kW, vegna mjölverksmiðju 26 kW og vegna togvindna (auto) 107 kW Hvað varðar frystinguna þá mældist meðalraforkunotkun á fryst tonn um 242 kWst. Ef mjölframleiðslan er skoðuð þá voru í veiðiferðunum fimm framleiddir 6528 sekkir af mjöli (40 kg hver), eða um 261 tonn. Við þessa framleiðslu var afgangsvarmi aðalvélar nýttur í gegnum gufuframleiðslu afgasketils. Auk þess raf- magnsálags sem þurfti vegna þessa, þurftu olíubrennarar á afgaskatli af og til að koma inn. Olíunotkun vegna raf- magnsframleiðslu og ketils reyndist vera 320,6 lítrar á framleitt tonn af mjöli, sem svarar til 528 lítra olíunotkunar á sjódag að meðaltali. Skipting aflþarfar á togi: Mynd 5 sýnir skiptingu aflþarfar á togi. Lengst til vinstri er heildaraflþörfin, sem skiptist í skrúfuafl annars vegar og rafafl hins veg- ar. Miðsúluhneppið sýnir hlut veiðarfær- isins (heild og skipt upp) og hneppið lengst til hægri hlut skipsins (heild og skipt upp). Lokaorð Í þessari grein og þeirri fyrri, sem birtist í síðasta blaði Ægis, hefur umrætt rann- sóknaverkefni verið skilgreint í grófum dráttum og hvaða aðferðafræði var beitt til að fá heildarmynd og greiningu olíu- notkunar og aflþarfar í vinnsluskipum Granda. Eins og getið var um í inngangi (fyrri grein) voru allt að 33 þættir skráðir reglulega yfir sex mánaða tímabil, og ásamt um 30 útreiknuðum þáttum (af- leiddar stærðir) í tölvuforriti, fékkst mjög yfirgripsmikil vitneskja um orkubúskap skipanna, með tilheyrandi útskriftum í töfluformi og línuritum. Verkefnið er gott dæmi um samvinnu útgerðar; skip- stjórnar- og vélstjórnarmanna, lykilmenn í verkefninu; og rannsóknaraðila, sem skilar gagnlegum niðurstöðum. Of mikið er af því að alhæfa um hlutina við skrif- borðið (teikniborðið, tölvuna), án þess að þekkja þá í reynd og vinna með þeim mönnum sem eru á vettvangi og þekkja aðstæður. Með þá vitneskju sem fékkst út úr þessu rannsóknaverkefni, gafst mögu- leiki á ítarlegum samanburði milli skipa, aðhaldi og hver möguleg sparnaðarhlut- deild væri með ákveðnum aðgerðum, en ekki verður farið út í það hér. Greinarhöfundur þakkar Granda h.f. (nú HB-Grandi) fyrir samþykki sitt á að opna á þetta verkefni, sem var að mínu áliti merkilegt framtak á sínum tíma. Helstu heimildir Emil Ragnarsson. Orku- og veiðitækniúttekt á vinnslu- skipum Granda, skýrsla II-Þerney RE 101. Febrúar 1998: 166 bls. Emil Ragnarsson. Toggetureiknilíkan-einfölduð aðferð til að reikna út skrúfuspyrnu og mögulegan dráttarkraft á togferð. Ægir 88 (1995-10): 20-23. Emil Ragnarsson. Ljósmyndir, teikningar og annað myndefni með grein. Þórður Magnússon skipstjóri, í brúnni á Þerney RE 101 í júní 1997, lætur vel að hundinum sínum um leið og hann hugar að skráningu. Þórður er nú skipstjóri á Engey, vinnsluskipi HB-Granda hf. Afstöðumynd (skissa) af skipi og veiðarfæri, pokinn endar um það bil 1780 m aftan við skip, tæp sjómíla. Sjá má að toghleri hefur hnitið Kx, Ky, Kz, sem kemur inn í útreikninga á rúmhorni. Þessi mynd átti að fylgja með fyrri hluta greinar Emils, sem birtist í 1. tbl. Ægis 2006. aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.