Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 25

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 25
25 F I S K V I N N S L A N Umtalsverðar fjárhæðir Þessar hertu reglur hafa haft í för með sér verulegan kostnað fyrir fiskverkend- ur. Gjald fyrir urðun úrgangs er misjafnt eftir urðunarstöðum, en algengt er að urðun kosti á bilinu 10-20 kr/kg. Þar sem förgunarstöðum hefur fækkað þarf oft að flytja úrganginn um langan veg til urðunar. Sem dæmi má nefna að fisk- verkendur á Djúpavogi þurfa að flytja allan sinn úrgang til Hafnar í Hornafirði, tæplega 100 km leið og leggst sá kostn- aður ofan á urðunargjaldið. Þannig er ljóst að kostnaður vegna förgunar úr- gangs frá íslenskum fiskvinnslum hleyp- ur á hundruðum milljóna króna árlega. Ekki úrgangur heldur aukahráefni Þessi aukni kostnaður hefur leitt til sí- vaxandi áhuga á að nýta þennan úrgang til ýmiss konar framleiðslu. Þannig fer eitthvað magn í bræðslu, en það hefur minnkað undanfarin ár þar sem bræðsl- unum hefur fækkað og oft svarar ekki kostnaði að keyra þær upp utan loðnu-, kolmunna- og síldarvertíða. Þá má nefna þurrkun, sem nýtir stóran hluta hausa og beina sem falla til, sem og framleiðslu loðdýrafóðurs. Sem dæmi má nefna að fyrirtækið Skinnfiskur í Sandgerði, sem er einna umsvifamest á þeim markaði, flytur árlega út um 23.000 tonn af hökk- uðum afskurði og beinum til fóðurfram- leiðslu. Á þennan hátt hefur reynst mögulegt að skapa verðmæti úr því sem áður var urðað, engum til gagns og er því með réttu hægt að flokka bein, hausa og afskurð til aukahráefnis í stað úrgangs. En hvað með slógið? Þrátt fyrir þessa auknu nýtingu aukahrá- efnis hefur enn ekki verið fundin viðun- andi lausn á nýtingu slógs. Því má ætla að slóg sé mesta uppistaðan í þeim 32.000 tonnum sem koma til urðunar frá fiskvinnslum ár hvert. Ekki er líklegt að þetta magn fari minnkandi á næstu árum ef áætlanir um aukið þorskeldi við Ís- land ganga eftir. Þá eru kröfur um um- hverfisvernd og sjálfbæra nýtingu fiski- stofna farnar að hafa síaukin áhrif á kaupendur íslenskra sjávarafurða og þrýstingur á útgerðir og fiskvinnslur að fullnýta allan sjávarafla fer vaxandi. En hvað er hægt að gera við allt þetta slóg? Melta er möguleiki Norðmenn hafa náð einna mestum ár- angri í nýtingu slógs. Þar í landi er um- fangsmikið fiskeldi og því hefur förgun úrgangs frá laxasláturhúsum verið mikið vandamál. Sú leið sem þeir hafa farið er að framleiða meltu úr nær öllu því slógi sem fellur til við fiskvinnslu í Noregi. Meltuframleiðsla fer þannig fram að líf- rænni sýru á borð við maurasýru er blandað í slógið og því safnað í tanka. Þar brjóta náttúruleg meltingarensím slógið niður, en sýran kemur í veg fyrir rotnun. Með þessari vinnsluaðferð fæst afurð sem hægt er að nýta í fóðurgerð eða áburðarframleiðslu. Þá er afurðin mjög stöðug og hægt að geyma hana svo mánuðum skiptir án þess að hún skemmist. Þannig er mögulegt að verka og geyma slóg án mikils tilkostnaðar á þeim stað þar sem það fellur til og setja þannig upp söfnunarkerfi fyrir vinnslu á meltu umhverfis landið. Sporin hræða En hvað með Ísland? Meltuframleiðsla hefur vissulega verið reynd hér á landi áður. Í riti Rf nr. 44 frá árinu 1995, Melturannsóknir, má finna góða saman- tekt þeirra Sveins V. Árnasonar og Sigur- jóns Arasonar á þeim tilraunum. Af þeirri samantekt má ráða að það sem einkum stóð meltuframleiðslu á Íslandi fyrir þrif- um á árum áður var tvennt. Annars veg- ar voru það vandamál sem komu upp við framleiðslu, einkum um borð í fiski- skipum. Þau vandamál mátti einkum rekja til þess að auk slógs var notaður afskurður og bein til framleiðslunnar. Hakkavélar gáfu sig og uppleyst beinin áttu til að mynda köku í botni meltu- tankanna sem erfitt var að ná úr. Hins- vegar var það skortur á vöruþróun og markaðssetningu afurða úr meltu. Oftast skorti menn hreinlega þolinmæði til að sigrast á þessum byrjunarörðugleikum og því var tilraunum til meltuframleiðslu oftast fljóthætt. Afleiðingin er sú að víða hrista menn aðeins hausinn ef minnst er á meltuframleiðslu og telja hana full- reynda hér á landi. En er það svo? Horft til framtíðar Hér á landi hafa rannsóknir á meltu einkum verið stundaðar á Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins og þar hefur byggst upp töluverð þekking á fram- leiðslu og nýtingu meltu. Þessar rann- sóknir hafa leitt í ljós að framleiðsla meltu úr slógi er ekki aðeins möguleg, heldur getur hún einnig verið arðbær ef rétt er að málum staðið. Skiptir þar miklu rétt val á hráefni og vinnsluaðferð- um, sem og markviss vinna við vöruþró- un og markaðssetningu. Með því að nýta í upphafi aðeins slóg til framleiðslunnar má sneiða hjá flestum þeim byrjunarörð- ugleikum sem áður voru nefndir. Þá eru sívaxandi markaðir fyrir lífrænan áburð, en ein stærsta hindrunin í lífrænum land- búnaði á Íslandi er einmitt framboð á líf- rænt vottuðum áburði sem brotnar hægt niður og hefur langvinn jarðvegsbætandi áhrif. Þessi framleiðsla getur svo skotið fótum undir frekari vinnslu og vöruþró- un á enn verðmætari afurðum úr þessu hráefni. Þannig hefur meltuframleiðsla Norðmanna einkum verið nýtt til áburð- ar- og fóðurgerðar, en á síðustu árum hafa þeir varið síauknum fjármunum í rannsóknir á frekari nýtingu meltu í verðmætari afurðir. Má þar t.d. nefna prótein- og peptíðframleiðslu fyrir heilsuvöru- og líftækniiðnað. Næstu skref Að framansögðu er ljóst að mjög brýnt er að hefja vinnslu á slógi sem fyrst. Kostnaður sem hlýst af förgun slógs nemur hundruðum milljóna króna á ári og ljóst er að jafnvel þótt ekki náist beinn hagnaður af framleiðslunni fyrstu árin verður sparnaðurinn af nýtingu slógs í stað urðunar umtalsverður. Þá er ljóst að með fullnýtingu sjávaraflans, m.a. með nýtingu slógs er hægt að skapa verðmæti fyrir íslenskan sjávarút- veg, ekki aðeins með sölu afurða heldur einnig með markaðssetningu íslenskra sjávarafurða sem umhverfisvænnar vöru. Því hefur Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins, í samvinnu við Skinnfisk í Sandgerði og fleiri fyrirtæki, m.a. í Vestmannaeyj- um, hafið undirbúning verkefnis sem snýr að vinnslu, vöruþróun og markaðs- setningu á vörum úr slógi. Sótt hefur verið um styrk til AVS sjóðsins til verk- efnisins og binda þátttakendur miklar vonir við að hægt verði að hefja tilrauna- framleiðslu síðar á þessu ári. Heimildir og frekari fróðleikur: Landshagir 2005, útg. Hagstofa Íslands. Lög um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003. Reglugerðir 737/2003, 738/2003 og 739/2003. Skýrsla RF nr. 12, 1993: Melta - Markaðsmöguleikar og framboð Skýrsla RF nr. 26 - 1993: Lífrænn áburður úr fiskslógi Rit RF nr. 44 - 1995: Melturannsóknir Rubin, norsk miðstöð um rannsóknir á aukaafurðum: http://www.rubin.no Hér má sjá svokallaða meltustöð. Greinarhöfundur er Sigurður E. Vilhelms- son, starfsmaður Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins í Vestmannaeyjum aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.