Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 20

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 20
20 F I S K V I N N S L A N Markaðsaðstæður íslenskra fiskframleiðenda hafa breyst þannig að útflutningur ferskra afurða verður æ mikilvægari þáttur framleiðslunnar. Fram- leiðendur þurfa því að lág- marka yfirvigt til að auka skilaverð til sín. Þar sem yfir- vigt í pakkningum er hreint tap framleiðenda, auk þess sem þeir borga dýra frakt skiptir rétt þyngd höfuðmáli í pökkun á fiskafurðum. Marel hefur því yfirfært flokkunar- tækni sem notuð hefur verið með góðum árangri í kjúklingavinnslu yfir í fisk- vinnslu. Þessi tækni kallast vigtarbaukaflokkun og hefur skilað mun nákvæmari skömmtum í pakkningar og minni yfirvigt en áður hefur þekkst. „Tæknin sem við notum í vigtarbaukaflokkaranum er frábrugðin þeirri sem við þekkjum úr hefðbundnum flokkurum og með henni náum við þeirri nákvæmni og sveigjanleika sem framleið- endur þurfa,“ segir Guðjón Stefánsson, svæðissölustjóri Marel. „Kostirnir við vigtar- baukaflokkara Marel eru margþættir. Vigtarnákvæmnin er byggð á skammti en ekki stykki og flokkarinn sér til þess að einungis þeir skammtar sem eru innan fyr- irfram skilgreindra marka fara í pökkun.“ Hárnákvæmir skammtar Vigtarbaukaflokkari hentar sérstaklega vel við pökkun á ferskum afurðum í fasta þyngd eða skammta með til- tölulega mörgum stykkjum, þar sem uppsöfnuð vigtar- skekkja getur haft veruleg áhrif á þyngd skammta til pökkunar. Vigtarbaukaflokk- arinn kemur í veg fyrir upp- safnaða skekkju. Safnbaukurinn í vigtar- baukaflokkaranum tryggir að lokaþyngd skammts er ávallt skráð með +/- 1g nákvæmni. Þannig fara einungis þeir skammtar sem eru innan fyr- irfram skilgreindra marka í pökkun, öðrum skömmtun er beint annað. Þetta lágmarkar sóun á umbúðum og endur- vinnslu á skömmtum. „Það er sama hvernig á það er litið, meiri nákvæmni í hverjum skammti skilar sér til framleiðenda,“ segir Guðjón Stefánsson, svæðissölustjóri Marel. „Auðvelt er fyrir fram- leiðendur að reikna þetta út fyrir sitt fyrirtæki og má full- yrða að niðurstaðan er í flest- um tilfellum óvænt fyrir við- komandi. Stór fiskframleið- andi getur sparað allt að 50 milljónir króna með hverju prósenti af bættri nýtingu.“ Sjálfvirk leiðrétting Vigtarbaukaflokkarinn leið- réttir sjálfur skammta sem hafa misfarist með því að vigta skammtinn eftir að hann er komin í safnabauk- inn. Ef stykki vantar óskar flokkarinn eftir stykki af réttri þyngd og leiðréttir þannig skammtinn. „Þessi eiginleiki gerir þennan flokkara alveg sérstakan,“ segir Auðunn Páll Sigurðsson, vöruráðgjafi flokkara hjá Marel. „Hann kemur í veg fyrir vandamál sem margir þekkja við flokk- un. Þegar armur grípur t.d. ekki stykki í hefðbundnu flokkarakerfi fer það fram af enda, en er samt skráð í við- komandi skammt. Skammtinn þarf síðan að handleiðrétta eftir tékkvigtun með töluvert meiri yfirvigt en flokkarinn hefði skilað. Einnig getur komið fyrir að stykkið fari í rangan bauk í þeim tilfellum þegar armurinn grípur ekki stykkið. Þá skilar hefðbund- inn flokkari tveim röngum skömmtum, einum með aukabita og öðrum með und- irvigt sem nemur einum bita. Báða skammtana þarf því að handleiðrétta eftir tékkvigtum sem skilar mun hærri yfirvigt en flokkari hefði gert. Vigtar- baukurinn leiðréttir skammt- inn í báðum tilfellum.“ Fjölbreytt notkun „Hægt er að flokka bæði ferskan og frosinn fisk í mis- munandi tegundir pakkninga og getur flokkarinn búið til mismunandi skammta í ólíkar pakkningar á sama tíma. Við- skiptavinir okkar hafa tekið þessari tækni opnum örmum og fjöldi vigtarbaukakerfa er í notkun bæði hér heima og erlendis,“ segir Guðjón. „Sem dæmi um notkun hér á landi má nefna vigtun á frosnum léttsöltuðum flökum í 5 og 11 kg skammta, ferskan fisk í 3, 5, og 12 kg skammta, léttsalt- aða bita í 2 kg pakkningar og einnig fersk flök og bita í 5 punda pakkningar.“ Sjálfvirkt stykkjapöntunarkerfi „Ein af nýjungunum í vigtar- baukakerfinu hjá okkur núna er stykkjapöntunarkerfi sem tryggir enn betur nákvæma skammta,“ segir Auðunn. „Að lokinni skömmtun með vigt- arbaukakerfi fer skammturinn í pökkun þar sem notast er við samgíraða pökkun til að nýta sem best það vinnuafl sem er fyrir hendi. Komi galli í hráefni í ljós við pökkun nægir að taka viðkomandi bita/flak úr skammtinum og senda skammtinn áfram yfir á tékkvog. Tékkvogin greinir að um sé að ræða skammt með undirvigt og pantar sam- stundis nýjan bita frá flokkar- anum af réttri þyngd. Um leið og tékkvogin pantar bitann sem upp á vantar frá flokkar- anum er skammtinum ýtt sjálfvirkt til hliðar. Þegar bit- inn sem upp á vantar er fundinn sér flokkarinn um að senda hann sjálfvirkt í hlið tengt færibandi sem flytur bit- Meiri nákvæmni – minni yfirvigt Vigtarbaukaflokkari frá Marel skilar nákvæmari skömmtum með minni yfirvigt. Hver skammtur er vigtaður aftur þegar hann er komin í safnbaukinn. aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.