Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.2006, Side 20

Ægir - 01.02.2006, Side 20
20 F I S K V I N N S L A N Markaðsaðstæður íslenskra fiskframleiðenda hafa breyst þannig að útflutningur ferskra afurða verður æ mikilvægari þáttur framleiðslunnar. Fram- leiðendur þurfa því að lág- marka yfirvigt til að auka skilaverð til sín. Þar sem yfir- vigt í pakkningum er hreint tap framleiðenda, auk þess sem þeir borga dýra frakt skiptir rétt þyngd höfuðmáli í pökkun á fiskafurðum. Marel hefur því yfirfært flokkunar- tækni sem notuð hefur verið með góðum árangri í kjúklingavinnslu yfir í fisk- vinnslu. Þessi tækni kallast vigtarbaukaflokkun og hefur skilað mun nákvæmari skömmtum í pakkningar og minni yfirvigt en áður hefur þekkst. „Tæknin sem við notum í vigtarbaukaflokkaranum er frábrugðin þeirri sem við þekkjum úr hefðbundnum flokkurum og með henni náum við þeirri nákvæmni og sveigjanleika sem framleið- endur þurfa,“ segir Guðjón Stefánsson, svæðissölustjóri Marel. „Kostirnir við vigtar- baukaflokkara Marel eru margþættir. Vigtarnákvæmnin er byggð á skammti en ekki stykki og flokkarinn sér til þess að einungis þeir skammtar sem eru innan fyr- irfram skilgreindra marka fara í pökkun.“ Hárnákvæmir skammtar Vigtarbaukaflokkari hentar sérstaklega vel við pökkun á ferskum afurðum í fasta þyngd eða skammta með til- tölulega mörgum stykkjum, þar sem uppsöfnuð vigtar- skekkja getur haft veruleg áhrif á þyngd skammta til pökkunar. Vigtarbaukaflokk- arinn kemur í veg fyrir upp- safnaða skekkju. Safnbaukurinn í vigtar- baukaflokkaranum tryggir að lokaþyngd skammts er ávallt skráð með +/- 1g nákvæmni. Þannig fara einungis þeir skammtar sem eru innan fyr- irfram skilgreindra marka í pökkun, öðrum skömmtun er beint annað. Þetta lágmarkar sóun á umbúðum og endur- vinnslu á skömmtum. „Það er sama hvernig á það er litið, meiri nákvæmni í hverjum skammti skilar sér til framleiðenda,“ segir Guðjón Stefánsson, svæðissölustjóri Marel. „Auðvelt er fyrir fram- leiðendur að reikna þetta út fyrir sitt fyrirtæki og má full- yrða að niðurstaðan er í flest- um tilfellum óvænt fyrir við- komandi. Stór fiskframleið- andi getur sparað allt að 50 milljónir króna með hverju prósenti af bættri nýtingu.“ Sjálfvirk leiðrétting Vigtarbaukaflokkarinn leið- réttir sjálfur skammta sem hafa misfarist með því að vigta skammtinn eftir að hann er komin í safnabauk- inn. Ef stykki vantar óskar flokkarinn eftir stykki af réttri þyngd og leiðréttir þannig skammtinn. „Þessi eiginleiki gerir þennan flokkara alveg sérstakan,“ segir Auðunn Páll Sigurðsson, vöruráðgjafi flokkara hjá Marel. „Hann kemur í veg fyrir vandamál sem margir þekkja við flokk- un. Þegar armur grípur t.d. ekki stykki í hefðbundnu flokkarakerfi fer það fram af enda, en er samt skráð í við- komandi skammt. Skammtinn þarf síðan að handleiðrétta eftir tékkvigtun með töluvert meiri yfirvigt en flokkarinn hefði skilað. Einnig getur komið fyrir að stykkið fari í rangan bauk í þeim tilfellum þegar armurinn grípur ekki stykkið. Þá skilar hefðbund- inn flokkari tveim röngum skömmtum, einum með aukabita og öðrum með und- irvigt sem nemur einum bita. Báða skammtana þarf því að handleiðrétta eftir tékkvigtum sem skilar mun hærri yfirvigt en flokkari hefði gert. Vigtar- baukurinn leiðréttir skammt- inn í báðum tilfellum.“ Fjölbreytt notkun „Hægt er að flokka bæði ferskan og frosinn fisk í mis- munandi tegundir pakkninga og getur flokkarinn búið til mismunandi skammta í ólíkar pakkningar á sama tíma. Við- skiptavinir okkar hafa tekið þessari tækni opnum örmum og fjöldi vigtarbaukakerfa er í notkun bæði hér heima og erlendis,“ segir Guðjón. „Sem dæmi um notkun hér á landi má nefna vigtun á frosnum léttsöltuðum flökum í 5 og 11 kg skammta, ferskan fisk í 3, 5, og 12 kg skammta, léttsalt- aða bita í 2 kg pakkningar og einnig fersk flök og bita í 5 punda pakkningar.“ Sjálfvirkt stykkjapöntunarkerfi „Ein af nýjungunum í vigtar- baukakerfinu hjá okkur núna er stykkjapöntunarkerfi sem tryggir enn betur nákvæma skammta,“ segir Auðunn. „Að lokinni skömmtun með vigt- arbaukakerfi fer skammturinn í pökkun þar sem notast er við samgíraða pökkun til að nýta sem best það vinnuafl sem er fyrir hendi. Komi galli í hráefni í ljós við pökkun nægir að taka viðkomandi bita/flak úr skammtinum og senda skammtinn áfram yfir á tékkvog. Tékkvogin greinir að um sé að ræða skammt með undirvigt og pantar sam- stundis nýjan bita frá flokkar- anum af réttri þyngd. Um leið og tékkvogin pantar bitann sem upp á vantar frá flokkar- anum er skammtinum ýtt sjálfvirkt til hliðar. Þegar bit- inn sem upp á vantar er fundinn sér flokkarinn um að senda hann sjálfvirkt í hlið tengt færibandi sem flytur bit- Meiri nákvæmni – minni yfirvigt Vigtarbaukaflokkari frá Marel skilar nákvæmari skömmtum með minni yfirvigt. Hver skammtur er vigtaður aftur þegar hann er komin í safnbaukinn. aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 20

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.