Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 11

Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 11
11 Þ O R S K S T O F N I N N arnir eru hífðir upp og viljandi kastað fyrir borð eða bara valtað er yfir þá með botnvörpunni og þeir skildir eftir innan um brotnu kóralana. En þannig hulin veiði ætti ekki að bitna neitt meira á stóru árgöngunum. Hvað á þá að gera? Auknar veiðar bæta ekkert. Orsökin er ofveiði og náttúrulega dánartalan gæti orðið svo há að stofninn endurnýjar sig ekki eða a.m.k. skilar ekki stórum fisk- um þó að hann sé ekkert veiddur. Og það er engin skammtíma lausn á fæðu- skorti að minnka þorskstofninn. Hvort þorskarnir svelta eða hafa nóg að éta er óháð stærð þorskstofnsins en fer aðeins eftir stofnstærð fæðufiskanna hvort sem þeir eru loðna, rækja, kolmunni, síld eða sandsíli. Eða þá einhver botndýr sem kannski þola botnvörpu misvel. Minnkuð veiði eða aukin nýliðun kann þó að hjálpa lítið meðan afkoma nýlið- anna er ótrygg og þeir fá ekki að skila varanlegri stofnstækkun og svo auknum afla. Vöxtur aldurshópanna er minni en nokkru sinni fyrr og mér sýnist að fyrsta skilyrði til að stækka þorskstofninn og auka afrakstur hans sé að draga úr loðnuveiðunum. Þær hafa að vísu minnkað frá hámarkinu 1996-97, en tæp- ast er það með ráðum gert eða vilja út- gerðarmanna. Útgefinn loðnukvóti næst yfirleitt ekki, frekar en rækju eða kolmunnakvóti og mér sýnist að flotinn veiði nokkurn veginn eins mikið og skilji eins lítið eftir og hann getur. Í orði kveðnu á flotinn að skilja eftir 400 þús. tonn til hrygningar. Ég hef þó alls enga trú á því að það sé gert og hef ekkert sérstaklega orðið var við að það hafi verið mælt. Ég sé heldur ekki hvern- ig nokkur loðna í þorskkjaft rúmast inn- an reikninga Hafró, hvað þá einhver reytingur í stórhvelin og smáfuglana, að ekki sé talað um brottkast manna og veiðarfæra. Það getur varla verið aðal vaxtartími loðnunnar þegar hún er að þroska sín hrogn á langri göngu um há- vetur. Né heldur má búast við því að þá sé hún óhultust fyrir afræningjum sínum. Hafró reiknar þó nánast ekki með nein- um náttúrulegum afföllum frá því loðnan finnst um haustið fram að hrygningu um vorið. Talan í ár var 4 þús. tonn! og var ráðherra svo örlátur að draga þau öll frá útgefnum kvóta þó að flotinn megi ekki við neinum afföllum. Í ástandsskýrslunni er línurit (2.20.1) yfir stærð hrygningarstofns við lok hverr- ar vertíðar. Eru mælingar á bak við það línurit, eða bara marklausir útreikningar, vanmetin afföll og útgefinn loðnukvóti sem ekki náðist? Eitthvað bitastæðara en eftirfarandi setning í ástandsskýrslunni? „Miðað við hve lítið fannst við Suðurland í febrúar og mars er líklegt að stór hluti loðnunnar hafi hrygnt á óhefðbundnum slóðum eins og 2004.“ Verður eitthvað fylgst með þessum 400 þús. tonnum af loðnu sem hrygna nú 2006? Er það kannski óþarfi af því að það er löngu búið að reikna þau út og einu gildir hvar þau hrygna? Flotinn hlýtur að minnka stofninn og taka bróðurpartinn af afrakstursgetu hans, og flotinn er ekkert að minnka. Ef veidd eru milljón tonn af loðnu hefur þorskurinn ekki aðeins milljón tonnum minna að éta. Þorskar í blautum sjó eru skynsamar skepnur sem stunda ekki bara kjörveiðar og halda loðnustofni í kjörstærð heldur velja sér fyrst þær loðn- ur sem minnsta líkamsburði hafa og kynbæta með því stofninn og styrkja. Veiðar okkar hinsvegar minnka stofninn og afrakstur hans og gætu þannig tekið meira frá þorskinum en þau milljón tonn sem flotinn landar. Veiðarnar gætu tvístr- að torfunum, minnkað lífslíkur villuráf- andi einstæðinganna og aðgengi þorsks- ins að stofninum. Þær gætu þess vegna útrýmt loðnustofninum og tekið alla loðnu frá þorskinum, um alla framtíð, þó að flotinn veiddi aldrei bröndu framar. Þorskur og loðna eru ekki einu fiskarnir í sjónum en ég trúi því ekki að hvalir og sjófuglar éti stóran hluta loðnustofnsins. Hvalastofnar við Ísland eru aðeins brot af stærð þorskstofnsins og éta yfirleitt ekki fiska. Stofnar sjófugla eru aðeins brotabrot og geta tæpast reitt sig mikið á svo stopula bráð sem loðnu. Viðauki: Betri samstilling, nákvæmari stofnreikningar ICE nálgunin Nota má nákvæmari aðferðir til að reikna út stofnstærðina en hingað til hafa verið notaðar. Skrifa má nýliðunina eða stofnstærð hvers aldurshóps Ni sem margfeldi afla og vísitalna í veldum sem háð eru aldri fiskanna, en fylgt er þeirri reglu að tákna aldurinn almennt með i, sérstaklega ef miðað er við ákveðið ár en með k ef miðað er við árganginn. Köllum þetta ICE nálgun. Semsagt: Eftir því hvort samstillingin er miðuð við síðasta árið með þekktar aflatölur (k) er samstillt eða árið þar á eftir (k+1), sem sennilega breytir engu um niður- stöðuna eða nákvæmni hennar. En ann- ars mætti þá taka meðaltal sem og hag- ræða niðurstöðunni þannig að hlutfallið Nk/Nk+1 eða Fi verði í betra samræmi við eldri aldurshópa og fyrri ár. Ekki þarf að taka með alla mögulega þætti í marg- feldinu (3) niður í k = 0. Eins árs vísital- an spáir að vísu ágætlega fyrir um nýlið- unina, en vísitölurnar úreltast fljótt þegar nýrri tölur koma fram. Lágmarksfjöldi þátta er einn, segjum Nk+1=Ik+1. Fiski- fræðingar hafa ekki notað neitt betri nálgun en það til samstillingar og oft sést mun lakari nálgun Ni=Ii/qi. Með fleiri þáttum má auka nákvæmnina til mikilla muna. Samstilla má upp í þann aldur sem aflagreiningin nær, því þótt vísitöl- Mynd 4. Aldursaflagreind stofnstærð borin saman við stofnmælingu og aflatölur. aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.