Ægir - 01.02.2006, Blaðsíða 40
40
F I S K V I N N S L A N
„Þetta er vissulega erfitt. En ég held að
menn hafi reynt eins og mögulegt er að
minnka kostnað og mæta háu gengi
krónunnar með þeim hætti. Hráefniskaup
eru okkar stærsti liður og við höfum dreg-
ið úr kaupum á hráefni til að mæta
þessu, sem vissulega þýðir minni atvinnu
í landi. Gott verð á afurðum hefur hjálpað
okkur, en almennt hefur þetta verið
nokkuð þungt fyrir fæti,“ segir Sigurður
Viggósson, framkvæmdastjóri Odda hf. á
Patreksfirði.
Hækkandi afurðaverð hefur hjálpað til
Sigurður segir að afurðaverð hafi vissu-
lega hjálpað verulega til á síðustu miss-
erum í þessu erfiða gengisumhverfi -
bæði hafi fengist mjög gott verð fyrir
ferskan fisk - svokallaðan flugfisk - og
einnig hafi verð á saltfiski í erlendri
mynt farið hækkandi á mörkuðum á
Spáni, Ítalíu og í Grikklandi, sem eru
þeir markaðir sem Oddi framleiðir fyrir.
Sem næst helmingur af veltu Odda kem-
ur úr saltfiskverkuninni, fjórðungur úr
sölu á flugfiski og fjórðungur úr frystum
afurðum.
Nýja snyrtilínan skilar góðum árangri
Síðastliðið haust tók Oddi inn nýja
snyrtilínu frá Marel, sem Sigurður segir
að hafi fyllilega skilað tilætluðum ár-
angri. Einnig hefur fyrirtækið endurnýjað
fiskvinnsluvélar og bætt þannig nýtingu
hráefnisins og aukið virði þess. „Snyrti-
línan hefur tvímælalaust aukið afköst á
hvern starfsmann. Starfsfólk fær greiddan
hópbónus, en auk þess erum við nú að
gera tilraun með aukabónus sem starfs-
fólk á snyrtilínunni getur unnið sér inn
með því að komast yfir ákveðin lágmörk
í afköstum, nýtingu og gæðum. Það mun
skýrast á næstu mánuðum hvernig þetta
kemur út, en mér sýnist þetta fyrirkomu-
lag skila fyrirtækinu ávinningi og starfs-
mönnunum á snyrtilínunni betri laun-
um,“ segir Sigurður.
Vestri í klössun í Danmörku
Oddi hefur einnig verið að styrkja hrá-
efnisöflun sína. Á síðasta rekstrarári
keypti fyrirtækið aflaheimildir fyrir hálf-
an milljarð króna og einnig voru fest
kaup á stærra skipi, sem er um 200 tonn,
og kemur það í stað gamla Vestra, sem
var seldur, og ber nafnið Vestri BA-63.
Um er að ræða skipið Gretti SH frá
Stykkishólmi, sem hefur verið í breyting-
um í Esbjerg í Danmörku, þar sem verið
er að útbúa það til togveiða Skipt er um
aðal- og ljósavél skipsins, settur nýr kjöl-
ur á það, skipt um skrúfu og stýri og
fleira. Sigurður segir að skipið taki mikl-
um breytingum og hann segist mjög
ánægður með vinnu Dananna, en skipa-
smíðastöðin í Esbjerg bauð lægst í verk-
ið.
Auk Vestra byggir landvinnsla Odda á
hráefni frá línuskipi fyrirtækisins, Núpi
BA, auk afla af nokkrum minni bátum á
Patreksfirði.
Að stórum hluta byggt á erlendu vinnuafli
Um fjörutíu manns starfa í landvinnslu
Odda á Patreksfirði. Þar af er stór hluti
erlendur vinnukraftur, fyrst og fremst
Pólverjar sem gera tólf mánaða samning
um vinnu, en algengt er að þetta fólk sé
5-6 ár í fiskvinnslu á Íslandi og í sumum
tilfellum sest það að á Íslandi. Sigurður
segir það staðreynd að erfitt sé að fá Ís-
lendinga til þess að starfa í fiski og því
sé ekki um annað að ræða en að fá er-
lendan vinnukraft. Almennt segir Sigurð-
ur að mjög góð reynsla sé af þessu er-
lenda fiskvinnslufólki. „Ég held að það
sé komið til að vera að fiskvinnslan á Ís-
landi þurfi að stórum hluta að byggja
rekstur sinn á erlendu vinnuafli. Almennt
mun fólki fækka í þessum störfum sam-
fari aukinni tækni og jafnframt mun
verða unnt að hækka launin í fiskvinnsl-
unni.“
Oddi hefur lengi unnið svokallaðan
flugfisk og náð þar prýðilegum árangri.
Sigurður segist ekki merkja annað en að
sá markaður sé vaxandi - bæði í Bret-
landi og á meginlandi Evrópu - á kostn-
að frystra afurða.
Erfitt rekstrarumhverfi - en hefur þó tek-
ist að halda sjó
Þrátt fyrir verulegar þrengingar í sjávar-
útvegi vegna hárrar skráningar á gengi
íslensku krónunnar, sem gerir það að
verkum að færri krónur fást fyrir útflutta
vöru en fyrirtækin þurfa að fá miðað við
háa kostnaðarliði innanlands, hefur
Odda tekist að halda sjó. Síðustu sjö árin
hefur verið hagnaður af rekstri Odda,
samkvæmt rekstrarreikningi fyrir síðasta
rekstrarár, sem er fiskveiðiárið - frá 1.
september til 31. ágúst, var 34 milljóna
króna hagnaður af rekstri Odda - um
4,3% af veltu. Eiginfjárstaðan er vel við-
unandi - um 370 milljónir króna, eigin-
fjárhlutfallið er 27%. Húsnæði Odda hf. á Patreksfirði.
Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri Odda hf. á
Patreksfirði
Þungt fyrir fæti – en
ekkert uppgjafarhljóð
– spjallað við Sigurð Viggósson, framkvæmdastjóra
Odda hf. á Patreksfirði
aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 40