Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.2006, Qupperneq 46

Ægir - 01.02.2006, Qupperneq 46
46 F I S K V I N N S L A N Á undanförnum árum hefur stóraukist landaður bolfiskafli á Snæfellsnesi - t.d. hefur orðið mjög áberandi aukning á lönduðum afla í Grundarfirði og það sama má raunar segja um bæði Rif og Ólafsvík. Þetta hefur þýtt verulega auk- in umsvif flutningafyrirtækja, sem bæði flytja óunninn afla frá fiskmörkuðum til kaup- enda og einnig hafa margar útgerðir landað beint í gáma, sem síðan þarf að flytja á markað. Flutningafyrirtækið Ragnar & Ásgeir ehf. í Grundarfirði hefur að stórum hluta annast fiskflutninga frá og til Snæ- fellsness, en fyrirtækið er 35 ára gamalt, stofnað árið 1970 af hjónunum Ragnari Inga Haraldssyni og Rósu B. Sveinsdóttur. Ragnar & Ásgeir er sannkallað fjölskyldufyrir- tæki, en við það starfa einnig tvö af börnum þeirra, Ásgeir, sem er framkvæmdastjóri og Jóna Björk, sem sér um bók- hald ásamt mágkonu sinni, konu Ásgeirs, Þóreyju, en hún annast einnig bókanir á gámum. Þá er Sveinn Ingi, sonur Rósu og Ragnars Inga, einn af bílstjórunum og þriðja kynslóðin er einnig farin að starfa hjá fyrirtækinu – börn Ásgeirs og Jónu. Í það heila starfa um tuttugu manns hjá Ragnari & Ásgeiri. Fyrirtækið hefur eflst og dafnað vel á síðustu árum og nú hefur það yfir að ráða 15 stórum bílum eða „trailerum“, 4 „kassabílum“ og nokkrum öðrum minni bílum til út- keyrslu. Fyrirtækið er nú með starfsstöðvar í Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ og flytur vörur frá Flytjanda og Landflutningum. Ragnar & Ásgeir ehf. á Snæfellsnesi: Umsvifamiklir í fiskflutningum Fiskflutningar eru stór hluti af starfsemi flutningafyrirtækisins Ragnar & Ásgeir. aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 46

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.