Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Síða 49

Ægir - 01.02.2006, Síða 49
49 T Æ K N I trolls eru skráðar stærðir sem tengjast þessum flokki. 4) Fyrirliggjandi skráningar í gagna- grunninum, þ.e. skipsstefna réttvísandi, haldinn ganghraði (GPS), sönn vindátt, sannur vindhraði í Beaufort, sjólag og stýrishorn mynda grunninn fyrir hina svonefndu vindálagsútreikninga, ásamt föstum sem áður eru nefndir (vindfang skips o.fl.). Af niðurstöðum hér má nefna: vindhorn ((); afstæðan vindhraða (Vr), þ.e. miðað við skip; afstætt vind- hraðahorn ((); vindkraft (Fw); vindkrafts- horn ((); og vindmótstöðu skips (RSw). 5) Í fræðilega kaflanum var fjallað um skipsmótstöðuútreikninga og hvernig skipta mátti mótstöðunni upp í hluta skips og hluta veiðarfæris þegar um dregin veiðarfæri er að ræða. Nýtanlega skrúfuspyrnan, T ( (1 - t), fékkst sam- kvæmt lið 2) hér að framan og dráttar- mótstaða veiðarfæris (FT) samkvæmt lið 3) hér að framan. Heildar mótstaða skips (RS) verður því: RS = T ( (1 - t) - FT Áður er fengin vindmótstaða skips (RSw) samkvæmt lið 4), og frekari grein- ing mótstöðunnar á sér síðan stað í tölvuforriti. 6) Fyrirliggjandi skráningar í gagna- grunni eru m.a. rafmagnsframleiðsla rafala, rið og dæluþrýstingur rafknúinna vökvadælna. Ákveðin aðferðafræði greinir rafmagnsframleiðsluna frekar í vissa undirþætti, og er þar stuðst m.a. við grunnskráningar. Niðurstöður, sýnishorn Hér verður aðeins gefið sýnishorn af þeim fjölmörgu niðurstöðum sem feng- ust út úr þessu rannsóknaverkefni, og þá stuðst við Þerney RE 101. Almennt: Af heildarúthaldstíma í fimm veiðiferðum var sjótími 84,2% og hafnartími 15,8%. Samtals voru gerðar 619 skráningar í veiðiferðunum. Að meðaltali var verið að taka út 2322 hö, þ.e. 69,5% álag (skráð afl aðalvélar 3342 hö). Meðal rafmagnsframleiðsla reyndist vera 433,5 kW sem svarar til þess að 690 hö séu tekin út af aðalvél vegna raf- magnsframleiðslu, eða 29,7% af heildar aflþörfinni. Hjálparvélakeyrsla var óveru- leg, eða 4,2% tímans. Ef tölur um olíunotkun eru skoðaðar þá reyndist hún vera 10066 lítrar á sjó- dag, sem skiptist þannig að 83,7% er vegna veiða og 16,3% vegna siglinga. Nánari greining olíunotkunar kemur fram á mynd 2. Eins og áður hefur komið fram var að meðaltali verið að keyra á 69,5% álagi. Á mynd 3 er dreifing aðalvélarafls sýnd í 250 hestafla bilum (7,5% af skráðu afli), neðsta bil svarandi til 20-27,5% álags. Um þriðjungur skráninga liggur á svið- inu 65,0-72,5% og um fjórðungur á svið- inu 72,5-80,0%. Tíðni álags yfir 80% var 15,8%. Ýmsir orku-/straumfræðiþættir skips: Ef aðgerðin sigling er skoðuð, þá liggja fyrir 67 skráningar með meðal ganghraða 12,32 hn, mótstöðu skips 15,02 tonn, og tilheyrandi aflþörf 2645 hö, eða 79% álag. Meðal rafmagnsfram- leiðsla á siglingu reyndist vera 301 kW, eða um 18% af aflþörfinni, og afl til skrúfu 2063 hö. Meðal ganghraði svarar til að verið sé að sigla á hraða-/lengdar- hlutfalli (V/(L’) jafnt og 0,871. Tilheyr- andi grannleikastuðull skips (L/-1/3) er 4,24 og prismastuðull (() 0,667. Verstu aðstæður reyndust einungis 6 vindstig (Bf 6). Niðurstöður áhrifa vinds sýndu að við 5 vindstig hafði hraðinn fallið um 8,5% (1,05 hn) miðað við bestu aðstæð- ur og sama afl tekið út á skrúfu. Ef aðgerðin tog er skoðuð, þá liggja fyrir 473 skráningar með meðal toghraða 3,30 hn, mótstöðu skips 3,37 tonn og til- heyrandi aflþörf 2294 hö, eða 68,6% álag. Meðal rafmagnsframleiðsla á togi reyndist vera 435 kW, eða um 29% af aflþörfinni, og afl til skrúfu 1546 hö. Verstu aðstæður voru 8 vindstig (Bf 8), og fékkst þá að meðaltali um 10,5 tonna mótstaða vegna skipsins. Þá sýndu nið- urstöður, miðað við 3,3 hn togferð á móti í 8 vindstigum, að mótstöðuauki vegna vinds og sjólags var 8,7 tonn. Ýmsir orku-/straumfræðiþættir veiðarfæris: Á tímabilinu notaði skipið níu mismunandi veiðarfærasamstæður, þegar skoðuð er mismunandi samsetn- ing á vörpu- og hleragerðum. Ef tekið er meðaltal af togskráningunum 473 fæst eftirfarandi:  Toghraði 3,30 hn.  Öxulafl 1546 hö.  Nýtanleg skrúfuspyrna 23,33 tonn.  Mótstaða skips 3,37 tonn.  Dráttarmótstaða veiðarfæris 19,96 tonn.  Heildarvíraátak 23,89 tonn.  Víralengd 607 faðmar.  Togdýpi 289 faðmar.  Toghorn 33,2° með víraslaka.  Vindstig 2,8 Bf.  Sjóstig 2. Höfundur greinarinnar er Emil Ragnarsson. Hann rekur fyrirtækið VER Skiparáðgjöf ehf. og er lektor við Auðlindadeild Háskólans á Akur- eyri. Hér birtist síðari hluti greinar Emils, en sá fyrri birtist í síðasta tölublaði. Mynd 4: Unnið við mjölframleiðslu í Þerney RE 101 á Reykjaneshrygg sumarið 1997. Mynd 5: Skipting aflþarfar milli veiðarfæris og skips á togi. 0 500 1000 1500 2000 2500 Hestöfl Þerney RE 101 Skipting aflþarfar á togi Heildarafl,hö Skrúfuafl,hö Rafafl,hö Skip og veiðar- færi Hlutur veiðar- færis Hlutur skips Tafla 1: Mæld og útreiknuð skipting mótstöðu Gloriu 2560, 3,17 hn toghraði og 719 faðmar af 30 mm vír, lárétt opnun 82 faðmar og lóðrétt 70 faðmar. Þáttur Dráttar- Hlutdeild mótstaða Varpa með búnaði 13,46 t 62,2% Toghlerar 4,33 t 20,0% Togvírar 2,95 t 13,6% Höfuðlínukapall 0,92 t 4,2% Veiðarfæri í heild 21,66 t 100,0% aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 49

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.