Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2006, Page 42

Ægir - 01.02.2006, Page 42
42 R A N N S Ó K N I R Á undanförnum misserum hefur verið unnið að því að byggja upp Þróunarsetur Hólaskóla - Háskólans á Hólum, á hafn- arsvæðinu á Sauðárkróki - í húsnæði því sem var kallað Skjaldarhúsið og nefnist núna Verið. Þar er unnið að ýmsum rann- sóknum og þróunarverkefnum í samvinnu við m.a. Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins, FISK Seafood á Sauðárkróki, Há- skóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Þróunarsetrið var formlega opnað þann 7. mars sl. Rannsóknirnar eru m.a. á sviði vinnslu sjávarafla, matvælavinnslu og fiskeldis. Að þeim koma ýmsir sérfræð- ingar og nemar í meistara- og doktors- námi. Bæði sjávarútvegs- og iðnaðarráðu- neytin styrkja þetta rannsóknasamstarf með sérstöku fjárframlagi til Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins sem nemur 6 milljónum króna á ári. Fjármagninu er varið til eflingar rannsókna Rf á Sauðár- króki. Af hálfu Háskólans á Hólum er þetta rannsóknasamstarf afar mikilvægt til þess að styrkja rekstur og uppbyggingu rann- sókna og kennslu fiskeldis- og fiskalíf- fræðideildar Hólaskóla og um leið styrkir Rf. og aðrir samstarfsaðilar aðstöðu sína og tækifæri til fiskeldis- og matvælarann- sókna og rannsókna á vinnslu sjávaraf- urða. Sem fyrr starfrækir Hólaskóli öflugt nám í fiskeldi- og fiskalíffræði - annars vegar eins árs nám sem skilar nemend- um prófi í fiskeldisfræðum og hins vegar er unnt að taka þriggja ára nám til BS- prófs. Auk þess vinna nemendur í masters- og doktorsnámi að rannsókna- verkefnum og kemur þá rannsóknaað- staðan á Sauðárkróki sér mjög vel. Með- al verkefna sem unnið er að má nefna fóðurrannsóknir í þorskeldi, verkefni er lýtur að eldisumhverfi lúðu, verkefni í fiskalíffræði og sem fyrr er Hólaskóli með ýmis rannsóknaverkefni á bleikju, en hann hefur árum saman verið í farar- broddi í kynbótum á bleikju og náð verulega góðum árangri. Efling rannsókna- og þróunarstarfsemi á Sauðárkróki: Aukin áhersla á rannsóknir og þekkingariðnað Aðstaða til rannsókna í Þróunarsetrinu Verinu á Sauðárkróki er mjög góð. Þessi mynd var tekin í til- raunasal fiskeldisbrautar Hólaskóla í Verinu. aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 42

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.