Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 23
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 133 þryngt hann nýrri orku þeim til úrlausnar. Fasistar allra landa hafa gert þessháttar bókmenntir útlægar úr ríkjum sínum, og höf- undar þeirra hafa orðið að troða helvegu fyrir aldur fram, hafi þeir ekki áður sloppið út fyrir landamæri ættlands síns. Með íslenzkri menningu hefur Sigurður Nordal prófessor færzt í fang að rita heila þjóðarsögu í formi þessara glæsilegu ævisagna. Grípum hvar sem er niður í ritið og lesum eina blaðsíðu, og vér finnum, að sagnrit þetta stefnir að allt öðru marki en öll þau sagn- rit, sem áður hafa verið skrifuð á landi hér. Hér er ekki sögð saga til að kynna ákveðna atburði og ákveðnar persónur, heldur er skýrt frá ákveðnum atburðum og ákveðnar persónur leiddar fram á sjón- arsviðið til að skýra örlög heillar Jjjóðar frá fyrstu stund og alla leið inn í blámóðu fjarlægrar framtíðar, leitað raka Jiess, hverjir vér erum nútíma íslendingar og hvers afkomendui vorir megi vænta af rótum þess arfs, er vér höfum meðtekið, og afleiðingum þess, hvernig vér mótum hann í hendi vorri og skilum honum í hendur næstu kynslóðar. A engri einustu blaðsíðu sögunnar er saga einnar persónu þungamiðjan, heldur saga Jijóðarinnar í heild, hinar fyrir- ferðarmestu persónur, er á spjöldum sögunnar birtast, koma aðeins fram sem fulltrúar sinnar þjóðar, túlkendur þeirra einkenna, er með henni búa, og fræðileg og söguleg skýring á örlagastundum, dæmi þess, hvernig hún hefur hugsað, snúizt við örlögum sínum og unnið úr efnivið þeim, sem ein kynslóðin hefur lagt annarri í hendur. Egill Skallagrímsson er mesta og stórbrotnasta skáld norræna kyn- stofnsins, og í ódauðlegum skáldskap sínum meitlar hann kjarna norrænnar lífspeki og trúarhugmynda, fyrir hönd heillar þjóðar gerir hann upp reikninga við Alföður, á sárustu reynslustund lífs- ins, sem fellur í eitt við eina örlagaþrungnustu reynslustund þjóðar hans. Hann er að vísu öllum öðrum meiri, stærsta tréð í skóginum, en tré, sem teygaði hinn sama safa úr hinni sömu jörð og hin önnur, hann er fulltrúi þjóðarinnar á þeim einstæðu tímamótum í lífi hennar, þegar hún er í raun og veru að endurfæðast úr brota- silfri kynflokka, samrunninna úr ýmsum áttum, liannig var uppruni Egils sjálfs, mótaðra af hinum margvíslegustu sjónarmiðum. Hann er fulltrúi tímamóta, þegar herjandi og flakkandi víkingakynslóð leitar kvrrlátra lifnaðarhátta við ræktun jarðar, í lundum skóga,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.