Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Síða 23
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
133
þryngt hann nýrri orku þeim til úrlausnar. Fasistar allra landa
hafa gert þessháttar bókmenntir útlægar úr ríkjum sínum, og höf-
undar þeirra hafa orðið að troða helvegu fyrir aldur fram, hafi
þeir ekki áður sloppið út fyrir landamæri ættlands síns.
Með íslenzkri menningu hefur Sigurður Nordal prófessor færzt
í fang að rita heila þjóðarsögu í formi þessara glæsilegu ævisagna.
Grípum hvar sem er niður í ritið og lesum eina blaðsíðu, og vér
finnum, að sagnrit þetta stefnir að allt öðru marki en öll þau sagn-
rit, sem áður hafa verið skrifuð á landi hér. Hér er ekki sögð saga
til að kynna ákveðna atburði og ákveðnar persónur, heldur er skýrt
frá ákveðnum atburðum og ákveðnar persónur leiddar fram á sjón-
arsviðið til að skýra örlög heillar Jjjóðar frá fyrstu stund og alla
leið inn í blámóðu fjarlægrar framtíðar, leitað raka Jiess, hverjir
vér erum nútíma íslendingar og hvers afkomendui vorir megi vænta
af rótum þess arfs, er vér höfum meðtekið, og afleiðingum þess,
hvernig vér mótum hann í hendi vorri og skilum honum í hendur
næstu kynslóðar. A engri einustu blaðsíðu sögunnar er saga einnar
persónu þungamiðjan, heldur saga Jijóðarinnar í heild, hinar fyrir-
ferðarmestu persónur, er á spjöldum sögunnar birtast, koma aðeins
fram sem fulltrúar sinnar þjóðar, túlkendur þeirra einkenna, er með
henni búa, og fræðileg og söguleg skýring á örlagastundum, dæmi
þess, hvernig hún hefur hugsað, snúizt við örlögum sínum og unnið
úr efnivið þeim, sem ein kynslóðin hefur lagt annarri í hendur.
Egill Skallagrímsson er mesta og stórbrotnasta skáld norræna kyn-
stofnsins, og í ódauðlegum skáldskap sínum meitlar hann kjarna
norrænnar lífspeki og trúarhugmynda, fyrir hönd heillar þjóðar
gerir hann upp reikninga við Alföður, á sárustu reynslustund lífs-
ins, sem fellur í eitt við eina örlagaþrungnustu reynslustund þjóðar
hans. Hann er að vísu öllum öðrum meiri, stærsta tréð í skóginum,
en tré, sem teygaði hinn sama safa úr hinni sömu jörð og hin
önnur, hann er fulltrúi þjóðarinnar á þeim einstæðu tímamótum
í lífi hennar, þegar hún er í raun og veru að endurfæðast úr brota-
silfri kynflokka, samrunninna úr ýmsum áttum, liannig var uppruni
Egils sjálfs, mótaðra af hinum margvíslegustu sjónarmiðum. Hann
er fulltrúi tímamóta, þegar herjandi og flakkandi víkingakynslóð
leitar kvrrlátra lifnaðarhátta við ræktun jarðar, í lundum skóga,