Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Page 95
TIMARIT MALS OG MENNINGAR 205 stendur á, nota til að skýra fyrir sér verðsveiflur þessar, en sjálf verðmyndunin er allt annars eðlis og þessu lögmáli með öllu óvið- komandí. Ég hef að vísu neyðzt til að vera nokkuð óvæginn við G. Þ. G., því að stundum er ekki alveg hægt að komast hjá því að láta mann- inn gjalda málefnisins. Hins vegar er það fjarri mér að vilja kasta nokkurri rýrð á hann persónulega. Mér er því ljúft að taka það fram, að G. Þ. G. er að ýmsu leyti vorkunn. Ekki efast ég um, að G. Þ. G. hafi numið með kostgæfni það, sem honum var kennt, í þeirri fullvissu, að hann væri að meðtaka óyggjandi vísindi. En það mun sannast að segja, að kennsla sú i hagfræði, sem veitt hefur verið til skamms tíma við flesta háskóla vesturlanda, hefur í sumum greinum verið ákaflega fjarri því að geta talizt vísindaleg. Skýringin á þessu er sú, hversu hagfræðin er nátengd stjórnmálunum öðrum fræðigreinum fremur. Vegna þessarar afstöðu hagfræðinnar til stjórnmálanna hljóta niðurstöður hennar jafnan að verða þungar á metunum, þegar um það er að ræða, hvaða þjóðfélagsskipulag sé eðlilegast eða réttmætast á hverj- um tíma. Það liggur því í augum uppi, að hagfráíðikenningar, sem miðast að því að hagga við grunnmúrum rikjandi þjóðski]>ulags eða vefengja tilverurétt þess, eru jafnan illa séðar af máttarvöld- um hlutaðeigandi skipulags. Þær hagfræðikenningar, sem miðast að því að réttlæta ríkjandi þjóðskipulag, hljóta hins vegar opinbera viðurkenningu og löggildingu sem háskólavísindi. Þetta kemur greinilega fram, ef athugaðar eru þær hagfræðikenningar, sem eru í mestum metum um þessar mundir víðast hvar. Þó að þessar kenn- ingar séu oft og tíðum furðuósamhljóða, verður því ekki neitað, að þær miðast yfirleitt að því að réttlæta auðvaldsskipulagið, þennan vanskapnað mannlegs samfélags, sem flestir hugsandi menn munu nú farnir að sannfærast um, að verði að hverfa, ef mannkyninu eigi að verða við bjargað. Engin furða er það, þó að vísindagrein, sem fengið er það hlutverk að réttlæta slíkt skipulag, komist að ýmsum fáránlegum niðurstöðum, en hirði stundum miður en skyldi um vísindalegt hlutleysi. Tökum til dæmis kvantítetslögmálið, sem hér hefur verið gert að umtalsefni. Dálæti ýmissa borgaralegra hagfræð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.