Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Síða 95
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
205
stendur á, nota til að skýra fyrir sér verðsveiflur þessar, en sjálf
verðmyndunin er allt annars eðlis og þessu lögmáli með öllu óvið-
komandí.
Ég hef að vísu neyðzt til að vera nokkuð óvæginn við G. Þ. G.,
því að stundum er ekki alveg hægt að komast hjá því að láta mann-
inn gjalda málefnisins. Hins vegar er það fjarri mér að vilja kasta
nokkurri rýrð á hann persónulega. Mér er því ljúft að taka það
fram, að G. Þ. G. er að ýmsu leyti vorkunn.
Ekki efast ég um, að G. Þ. G. hafi numið með kostgæfni það,
sem honum var kennt, í þeirri fullvissu, að hann væri að meðtaka
óyggjandi vísindi. En það mun sannast að segja, að kennsla sú i
hagfræði, sem veitt hefur verið til skamms tíma við flesta háskóla
vesturlanda, hefur í sumum greinum verið ákaflega fjarri því að
geta talizt vísindaleg. Skýringin á þessu er sú, hversu hagfræðin
er nátengd stjórnmálunum öðrum fræðigreinum fremur. Vegna
þessarar afstöðu hagfræðinnar til stjórnmálanna hljóta niðurstöður
hennar jafnan að verða þungar á metunum, þegar um það er að
ræða, hvaða þjóðfélagsskipulag sé eðlilegast eða réttmætast á hverj-
um tíma. Það liggur því í augum uppi, að hagfráíðikenningar, sem
miðast að því að hagga við grunnmúrum rikjandi þjóðski]>ulags
eða vefengja tilverurétt þess, eru jafnan illa séðar af máttarvöld-
um hlutaðeigandi skipulags. Þær hagfræðikenningar, sem miðast
að því að réttlæta ríkjandi þjóðskipulag, hljóta hins vegar opinbera
viðurkenningu og löggildingu sem háskólavísindi. Þetta kemur
greinilega fram, ef athugaðar eru þær hagfræðikenningar, sem eru
í mestum metum um þessar mundir víðast hvar. Þó að þessar kenn-
ingar séu oft og tíðum furðuósamhljóða, verður því ekki neitað, að
þær miðast yfirleitt að því að réttlæta auðvaldsskipulagið, þennan
vanskapnað mannlegs samfélags, sem flestir hugsandi menn munu
nú farnir að sannfærast um, að verði að hverfa, ef mannkyninu eigi
að verða við bjargað. Engin furða er það, þó að vísindagrein, sem
fengið er það hlutverk að réttlæta slíkt skipulag, komist að ýmsum
fáránlegum niðurstöðum, en hirði stundum miður en skyldi um
vísindalegt hlutleysi. Tökum til dæmis kvantítetslögmálið, sem hér
hefur verið gert að umtalsefni. Dálæti ýmissa borgaralegra hagfræð-