Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Blaðsíða 105
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
215
himinsins, ha? Alltaf þetta vantraust á Guði, bessi undanlátssemi
við freistinguna, alltaf með hugann fastan við þessa heims gæði. . . .
heimska, illgjarna kona, hindrar eiginmann sim1 i að lesa Orðið.
Ef þú gætir þín ekki, fer þú til Gehenna.
Þegar hann fær ekkert svar, verður hann áræðnari. Andlit hennar
fölnar rneir og meir, hún titrar ákafar og ákafar, og því fölari sem
hún verður og því meira sem hún titrar, því styrkari verður rödd
hans, er hann heldur áfram:
Gehenna! Eldur! Hangandi á tungunni! Fjórar dauðarefsingar
lagðar á af réttinum.
Hann finnur, að hann er að gera rangt, að hann hefur engan réít
til að vera grimmur, að hann notar sér betri aðstöðu á ódrengilegan
hátt, en skap hans er komið yfir suðumarkið, það flóir út af. Hann
ræður ekki við það.
Veiztu, spyr hann hótandi, hvað skíló þýðir? Það þýðir að grýta.
Fleygja einhverjum í gryfju og fylla hana með grjótkasti. Srefó
— brennandi, ]>að er: hella ofan í einhvern skeiðfylli af bráðnu
blýi. Hereg — afhöfða, það þýðir að höggva höfuðið frá bolnum
með sverði. Svona! (hann strýkur handarjaðrinum yfir þveran
hálsinn á sér). Og Sjenekk — kyrkja. Heyrir þú. Að kyrkja. Skilur
þú það? Og allar fjórar refsingarnar fyrir að lítilsvirða boðorðin.
Fyrir boðorðabrot.
í hjarta sínu hefur hann meðaumkun með fórnardýri sínu, en
finnur að hún er á valdi hans í fyrsta sinn, og það fær svona á
hann. Heimska kona! Hann hafði aldrei vitað fvrr, hve auðvelt
var að hræða hana.
Þetta hefst upp úr því að lítilsvirða boðorðin, hrópar hann og
hættir síðan skyndilega hótunum sínum. Hver veit nema hún komi
til sjálfrar sín, áður en minnst varir og grípi til gólfsóflsins! Hann
stekkur að borðinu, skellir aftur lögbókinni og flýr á dyr.
Ég er farinn á lestrarsalinn, kallar hann um öxl og lokar dyrunum.
Hávaðinn í rödd hans og hurðarskellurinn vöktu veikt barnið.
Augu þess, með hinum þungu augnalokum, opnast, vaxbleikt and-
litið hrukkast og önuglegt kvein heyrist. En hún stendur sem jarð-
gróin og utan við sig og heyrir ekki.
Hás stuna líður frá þröngu hrjósti hennar. Nú, svona er það þá,