Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Qupperneq 121
TIMAKIT MALS OG MENNINCAR
231
þótt ltonum yrði lífs auðið fram til kornu þeirrar aldar, þá myndi hann ekki
kunna að sameinast stormi hennar né straumi, hann myndi standa hér eftir
eins og fauskur frá liðinni tíð og undrast og hristast, þegar hún færi framhjá.“
Þetta er megininntak bókarinnar, höfuðútsýn hennar frá Miklabæ. Margt
annað kemur þar fram: átökin milli Mána og Hákonar, ennfremur samhand
Mána við baráttu verkamanna, tengsl hans við móður sína. Máni er hinn
draumlyndi bóndasonur, er fylgir verkalýðnum af djúpri sarnúð en ekki eðli
hardagamannsins, fer í styrjöldina á Austurvígstöðvunum af rökréttri hlýðni
við luigsjón sína og tilfinningar. Hákon fetar liins vegar rökréttan stíg eigin-
girninnar og fjárgræðginnar út í verkalýðshatur og svik við þjóð sína, þegar
hagsmunirnir kalla. Og hann líka er bóndans sonur. Margt fleira kemur við
sögu, er varpar ljósi á afstöðu Islendinga til hernámsins og viðburða heims-
ins almennt.
Eins og yfirlit þetta sýnir, er bókin sprottin upp úr tilfinningum og hugs-
unum undanfarinna ára. Hún geymir það viðhorf, sem skapaðist við hernámið
fyrsta og annað árið: tilfinningar, sem nú eru þegar breyttar og jafnvel
gleymdar. Þar að auki er hún viðhorf við örlögum þeim, er yfir allt mannkyn
hafa gengið. Hér er skáldsaga, þar sem tekið er af djúpri alvöru og heitri til-
finningu á viðfangsefnum nútímans. Ilér er reynt að túlka þær efasemdir og
geigvænlegu spurningar, sem hafa læst sig um taugar hvers manns, sem vak-
andi huga hefur lifað þessa tíma. Bókin er fögur og heit í viðleitni sinni til
þess að finna svar við mannlegum rökurn á hinni örlagaríkustu stund. Jafn-
framt er hún sjálf þrungin af harmi og ógn þessara örlaga og þar með dýpsta
inntaki vorra tíma, þeim sannleika ógnarinnar, sem hrundið hefur fjölmörgum
af beztu mönnurn vorrar aldar fram af hamrabrún lífsins. Sársauka og reynslu
þessarar bókar á hver að geta skilið, sem gengið hefur þó ekki væri nerna
skammt á leið með mönnum eins og Ernst Toller, Karl Capek, Stefan Zweig
og fjölda annarra hinna gáfuðustu, tilfinningaheitustu og dýrlegustu fulltrúa
undangenginna tíma, jafnvel mönnum, sent voru sannfærðir kommúnistar og
vissu því, að kvalir þessara ára eru fæðingarhríðir nýrra og betri tíma. Hér er
verk þrungið tilfinningum ofurhlaðins hjarta.
Ef til vill vilja einhverjir grípa hér fram í og segja: hví skyldum við, Is-
lendingar, þurfa að taka okkur svo nærri það, sem gerzt hefur á þessum ár-
um? Við lifum í friði. Við liöfum ekki orðið að flýja ættjörð okkar undan
svipu og pyndingum vitifirrtra kúgara. Satt er það. En hversu öfundsverð er
afstaða okkar í augum þess rnanns, sem skynjar hlutina af djúpri vitund um
einingu alls mannlífs? Getur þá ekki verið mestur sársaukinn fyrir hjartað
að fá ekkert aðgert, verða að horfa á þjáningar og dauða og kvalir bróður
síns, án þess að geta rétt út hönd til hjálpar, sjá hatendur lífsins kvelja hann
til dauða fyrir augum okkar, án þess að geta brugðið nokkru vopni til hefnd-
ar. Hvað getum við annað á þeirri stundu en formælt hlutleysinu. Hvað er
hlutleysið þá annað en sárasta örvænting og ógn, fjötur, sem lamar mann og
stelur öllu rnagni til athafnar og hræringar. Þessi sársauki og ógn lilutleysis-