Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 122

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1943, Side 122
232 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ins er grunntónn skáldsögu Jóhannesar úr Kötlum, djúpt skynjaður. Það eru brot af skáldinu í ýmsum persónum bókarinnar. Hann er sjálfur hinn tvíráði bóndi, sem lítur með skelfingu á jiað, sem er að gerast, því að bann fær við ekkert ráðið, getur engu bjargað. Með Mána á hann sannfæringuna um það, að betri tímar séu að rísa, en jafnframt með bóndanum vantrú á að geta af heilli sál fagnað þeim, sameinast stormi og straumi hinnar nýju aldar. Hann svíður undan að geta ekki sjálfur tekið fullan þátt í atburðunum, barizt á þeim vígstöðvum, þar sem úrslitin eru báð. Haraldur, sem barðist í liði lýð- veldissinna á Spáni, Máni, er fór sjálfboðaliði til Rússlands, eru persónugerð- ar óskir Jóhannesar sjálfs. A þeim örlagatímum, sem nú eru, er hver sá, er finnur dýpi þeirra, vansæll að geta ekki lagt allt í sölurnar fyrir sigur þess málstaðar, sem er lífið sjálft og framtíðarvon mannsins. Hinn hlutlausi Islendingur befur lent í ógæfusamri aðstöðu. Ríki, sem telja sig vera að berjast fyrir málstað frelsis og komandi sigurtíma, verða til að hertaka landið. I brjósti liins þjóðholla byltingarmanns berjast and- stæðar tilfinningar. Ilann vill styðja hinn alþjóðlega málstað frelsisins, en tortryggir þann aðila, sem leggur hald á frelsi þjóðar hans sjálfs. Hverir voru Bretar, sem hertóku land okkar. Frá bæjardyrum hins einstrengingslega ætt- jarðarvinar eru þeir fjandmenn Islendinga og ekki annað. í augum verka- mannsins, er sér þá blanda sér í deilur hans við innlenda atvinnurekendur, eru þeir stéttakúgarinn gamli, flytjendur auðvalds en einskis frelsis. I augum liins alþjóðlega byltingarmanns eru þeir samherjar. En einnig hann vantreyst- ir þeim. Hvað eru þeir í augum lýðveldissinnans, er barðist á Spáni? Þar var tækifærið til að verja frelsið og hindra þá skelfingu, sem er hin nýja heimsstyrjöld. En hvað gerðu þeir? Drápu niður frelsið og undirbjuggu þessa styrjöld. Það er síður en svo rökleysa, eða langsótt að hefna þess hér, eins og hinn sturlaði Haraldur gerir, er hann les nafnspjald Englendingsins og svip hans í augum systursonar síns. Eða stórauðvald Bandaríkjanna. Hvað var það að gera hingað? Leggja allt þetta á sig til þess að vernda okkur og styðja Rússann? Gat verið, en traustið entist ekki til þess, að allir gætu af heilum hug gengið í þeirra lið, manna, er hér tróðu stígvélum hermannsins á friðlýstri grund Islands. Allt þetta gerir hlutleysi Islendingsins svo bölvi fyllt, íhlutun hans svo tvíráða, tætir sundur hug og starf. Ifver er Jóhannes sjálfur: bóndasonurinn gróinn með hjartarólum við land sitt og þjóð, sonur sveitarinnar, sem komið hefur auga á hinar hatrömmu stéttaandstæður tímanna, hefur séð alþýðu landanna troðna undir fótum og svívirta af ræningjastétt auðvaldsins, hins sjúka, græðgisfulla valds, sem gert hefur allt í heimi að verzlunarvöru, jafnvel sálir og sannfæringu manna. Hann hefur fyrir löngu af einlægum hug skipað sér í lið alþýðustéttarinnar. Þar þekkir hann ekkert hik. En tilfinningar hans og mannúð una því aldrei, hve ótrúlega ógn það kostar að vinna sigur, hvílíkar ótæmandi fórnir og kvalir á vígvöllunum og að baki vígvöllum. Og þó una tilfinningar hans þ';í allra sízt, að hann skuli ekki sjálfur geta tekið á sig stærri fórnir, verið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.