Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Blaðsíða 41
ÆSKUSTÖÐVARNAR KVADDAR jörð). Þegar komið var að brottfarardegi okkar, ætlaði hann að koma á báti að flytj a hana burt. Um kvöldið ræddum við um daginn og veginn, allt um ómerka hluti. Morg- uninn eftir hélt hann heimleiðis með Shui Sheng. Enn liðu níu dagar, það var komið að brottfarardeginum. Þegar um morg- uninn var Run Tu kominn, Shui Sheng var nú ekki með honum, heldur kom hann með 5 ára stúlkukind til að gæta bátsins. Við vorum önnum kafin frá morgni til kvölds, ekkert næði til að tala saman. Gestir margir, sumir komnir til að kveðja, aðrir til að sækja ýmsa hluti, enn aðrir til að gera hvort tveggja. Undir kvöld þegar við héldum um borð í skipið, höfðu allir munir hússins, gamlir og brenglaðir, stórir og smáir, grófir og smágerðir verið bornir á brott, húsið stóð autt eftir. Skipið mjakaðist hægt áfram, græn fjöllin á báðar hliðar sýndust dimmblá i kvöldrökkrinu; þau færðust hvert á fætur öðru aftur á við að skut skipsins. Hong Er og ég hölluðumst upp að skipsglugga, og virtum fyrir okkur hið óljósa landslag, allt í einu sagði hann: „Frændi, hvenær komum við til baka?“ „Koma til baka, því ertu að hugsa um að koma til baka áður en þú ert far- inn?“ „En Shui Sheng bað mig að koma til að leika við sig ...“ Hann horfði á mig stórum, svörtum augum og hugsaði áhyggjufullur á svip. Ég minntist á Run Tu við móður mína. Hún sagði: „Þessi Bauna-Yi-Shi eða frú Yang kom á hverjum einasta degi frá því við hófum að taka til farangurinn. í fyrradag gróf hún upp nokkrar skálar og diska úr öskuhaugnum; og fullyrti, eftir nokk- ur orðaskipti, að þetta hefði Run Tu grafið og ætlað sér að taka það heim um leið og hann flytti öskuna. Frú Yang var mjög hreykin af þessari uppgötv- un sinni og greip með sér stokkinn, sem við höfum til að gefa hænsnunum í, og hljóp með hann líkast því að hún flygi í loftinu. Með tilliti til þess hve smá. reyrða fætur hún hafði, var mesta furða hvað hún gat hlaupið.“ Gamla húsið mitt fjarlægðist meir og meir. Fjöll og vötn æskustöðvanna hurfu mér líka smátt og smátt, en ég fann samt ekki til neins saknaðar. Mér fannst aðeins eins og á allar fjórar hliðar mér risi hár ósær veggur, sem byrgði mig einan inni, mér var ákaflega þungt fyrir brjósti. Mynd þessarar ungu hetju á melónuakrinum með silfurfesti um hálsinn, sem áður var svo fjarska skýr, var nú óvænt orðin mér óljós; einnig þetta olli mér mikilli hryggð. Móðir mín og Hong Er voru nú bæði sofnuð. Ég lá fyrir og hlustaði á gjálfur vatnsins við skipshliðina; ég vissi að ég yrði að halda minn eiginn veg. Ég hugsaði: Þótt slíkt hyldýpi sundurskildi okk- 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.