Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Blaðsíða 89
UMSAGNIR UM BÆKUR
hendur þeim sem vilja rannsaka textann
nánar í þágu íslenzkrar málssögu og bók-
mennta. í vísindum varðar mestu að undir-
staðan sé traust, og í þessari útgáfu Dínus
sögu drambláta hefur grundvöllurinn verið
skorðaður svo sem unnt er eins og ástatt er
um varðveizlu textans.
Fróðlegt er að lesa Dínus sögu málfarsins
vegna; þar (í elztu gerð) má t. d. sjá ýmis
útlend orð sem augljóst virðist að hafi um
eitt skeið verið orðnir heimagangar í ís-
lenzku (a. m. k. í ritmáli), eins og kólór f.
lit og spíz f. krydd (sbr. colour og spices á
ensku). Hins vegar má nefna að fyrir koma
orð sem ekki verða fundin í orðabókum,
eins og dómöld og áröld (miðgerð) og
skrýtið er að sjá epli nefnt gras (miðgerð).
Að efni til er sagan lærdómsrík um breyt-
ingu bókmenntasmekks eftir 1300 og hefur
reyndar verið tekin sem dæmi um hina al-
gjöru gagnstæðu hófseminnar og göfginnar
sem einkennir hinar beztu íslendinga sög-
ur. Það er Margaret Schlauch sem gjörir
þennan samanburð í liinu frábæra yfiriiti
sínu yfir íslenzkar riddarasögur, Romance
in Iceland. Kjaminn í Dínus sögu dramb-
láta er eins og hún segir viðleitni karls og
konu til að kúga hvort annað í kynferðis-
málum og þau beita ruddalegum brögðum,
galdravélum til að vekja losta, og svífast
einskis til að auðmýkja og lítillækka hvort
annað.
En ekki er því að neita að einstaka sinn-
um bregður fyrir glettni og gamansemi, þótt
ekki nægi það til að veita söguhöfundi
syndakvittun fyrir alla einfeldnina og
smekkleysið.
M. Schlauch rekur helztu rælur Dínus
sögu til erlendra (einkum austrænna) sagna
og söguminna og telur hana loks áþreifan-
legan vitnisburð um of mikla og óvandláta
gestrisni íslenzkra bókmenntamanna gagn-
vart útlendu söguefni sem hafi að lokum
leitt til hinnar dapurlegu smekkbreytingar.
Mikil aukning hinna erlendu bókmennta-
og menningaráhrifa hefur vafalaust stuðlað
að smekkbreytingunni. Þjóðin hafði lengi
þegar hér var komið orðið fyrir miklum og
margvíslegum erlendum menningaráhrif-
um — ekki sízt bókmenntaáhrifum — en
hún hafði fram að þessu valið úr og samlag-
að sínum eigin menningararfi það sem
henni þótti álitlegast og eftirbreytniverðast
og skapað um leið ódauðleg alfslenzk lista-
verk — stundum meira að segja í uppreisn
á móti hinum erlenda tíðaranda og innlend-
um eftiröpurum hans. En þegar hér var
komið — á 14. öld — er þjóðin á hraðri
leið niður í dal pólitískrar og menningar-
legrar undirokunar og kyrrstöðu eftir ósig-
urinn mikla á síðara hluta aldarinnar á
undan. Það tók þjóðina 600 ár að ganga
þennan dal á enda og allan þann tíma las
hún riddarasögur og kvað rímur.
Bjarni Einarsson
79