Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Síða 38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR upp. Mér aS óvæntu sá ég á að gizka 50 ára konu með framskagandi kinnbein og þunnar varir. Hún studdi höndunum á mjaðmir sér og hafði ekki girt sig í pilsið. Hún stóð gleitt í fæturna, sem voru smágerðir og támjóir eins og odd- arnir á hringfara. Ég var sem steini lostinn. „Þekkirðu mig þá ekki? Ég hef þó haldið á þér í kjöltunni.“ Ég varð enn meira undrandi en áður. Til allrar hamingju kom móðir mín nú inn, hún staðnæmdist við hliÖ mína og sagði: „Hann hefur verið að heiman svo lengi að hann er búinn að gleyma öllu.“ Síðan sagði hún við mig: „Þetta er frú Yang, sem býr hinum megin við göt- una .. . hún sem rekur baunaverzlunina.“ Ó, ég mundi eftir því. Þegar ég var barn, hafði staðið baunaverzlun hin- um megin við götuna. Þar hafði kona setið allan liðlangan daginn, kölluð frú Yang. Allir kölluðu hana „bauna-Yi Shi"1 En vegna þess að hún dyftaði sig, höfðu kinnbeinin ekki virzt svona áberandi, varirnar ekki svona þunnar. Þar að auki sat hún allan daginn, svo að ég hafði aldrei tekið eftir hvað henni svipaði til hringfara. Menn sögðu, að það væri henni að þakka að verzlunin þarna gekk svo vel. En það var sennilega vegna þess, hve ungur ég var, að þokki hennar hafði ekki vakið hjá mér minnstu hræringu; ég var búinn að steingleyma henni. Frú „Sirkill“ var hin illkvittnislegasta, hæðnissvipurinn á andlitinu líkastur því sem ég væri Frakki, en þekkti ekki Napóleon, eða Bandaríkjamaður, sem þekkti ekki Washington. Hún hló kaldranalegum hlátri: „Gleymt? Þú ert kannske of mikill höfðingi til að líta á okkur smæl- ingjana.“ „Hvernig þá . .. ég.“ Mér var reglulegt órótt, ég stóð á fætur. „Nú já, ég segi nú við þig, bróðir Xun, þú ert farinn að auögast. Það er fyrirhafnarsamt að flytja mikið, hvaða úrsérgengin húsgögn hefurðu svo? Láttu mig hirða þau. Við smælingjarnir getum notazt við þau.“ „Ég hef alls ekki auðgazt neitt. Ég verð að selja þetta.“ „Að heyra þetta! Þú ert nú orðinn „daitai“,2 hvernig getur þú svo sagt að þú auðgist ekki. Þú hefur núorðið þrjár hjákonur, situr í burðarstóli bornum af 8 mönnum, þegar þú ferð út. Svo segirðu að þú auÖgist ekki! O-svei, þú getur ekki falið neitt fyrir mér.“ Ég vissi ekki hverju ég ætti að svara, lokaði munninum og stóð þegjandi. 1 Yi Shi er nafn á kvenpersónu, sem í sögu Kína er mjög fræg fyrir fegurð. — - Daitai er nafn á embætti, sem var lagt niður eftir byltinguna 1911. Þegar sagan gerist er það því ekki lengur við lýði. En frú Yang er ókunnugt um það. 28
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.