Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Side 34
LU XUN Æskustöðvarnar kvaddar Með nístandi kuldann beint í fangið hélt ég heim til æskustöðvanna, sem sjö hundruð mílur höfðu skilið mig frá í rúm tuttugu ár. Þetta var um hávetur, og eftir því sem ég færðist nær áfangastaðnum því meiri drunga dró í loftið. Nístandi vindur þrengdi sér inn í skýlið á bátnum. Þegar litið var úí um gættina sáust nokkur eyðileg þorp húka fjær og nær undir gulgráum himn- inum. Hvergi sást nokkurt lífsmark. Ég mátti ekki verjast depurð. Voru þetta þær æskustöðvar, sem mér hafði svo oftsinnis orðið hugsað til Æskustöðvar minninga minna voru miklu betri en þessar. En ef ég ætti að lýsa fegurð þeirra, telja kosti þeirra, þá var mynd þeirra ekki skýr í huga mér, og ég átti engin orð til að lýsa þeim. Höfðu þær þá alltaf verið svona? Ég hugs- aði: Þær voru svona þrátt fyrir allt — þótt þar hefðu ekki orðið neinar fram- farir, þá voru þær ekki endilega eins og mér virtust þær nú vera í döprum huga mínum. Þessu ollu eingöngu mín eigin umskipti, því að ég kom til baka í ekki sem beztu skapi. Ég var kominn eingöngu til að kveðja. Þessi gömlu hús, þar sem ætt mín hafði búið í svo mörg ár, höfðu þegar verið seld óvenzluðu fólki, og skyldu afhendast á þessu ári, svo að við urðum að yfirgefa þetta kæra heimili og æskustöðvar fyrir áramótin, og flytjast burt til ókunnugs staðar þar sem ég gæti unnið fyrir okkur. Morguninn eftir kom ég í hlaðið. Visnuð stráin á þakinu skulfu í vindinum, eins og þau væru að segja ástæðuna fyrir hinum óvæntu húsbóndaskiptum. Nokkrir ættingjanna voru þegar fluttir, svo að sumar íbúðirnar stóðu auðar, það var afar hljóðlátt. Þegar ég kom að mínu eigin heimili, beið móðir mín þegar úti fyrir, á hæla hennar stökk út 8 ára gamall frændi minn kallaður Hong Er. Þótt móðir mín væri mjög fegin komu minni, virtist hún samt byrgja inni marga dapra hug- renningu. Hún bauð mér að setjast, hvíla mig og drekka te, en minntist ekki á brottferðina. Hong Er, sem aldrei hafði séð mig áður, stóð kyrr gegnt mér 24

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.