Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Blaðsíða 36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Hann kunni að veiða fugla í gildru. Mig lengdi mjög eftir áramótunum, því þá átti hann að koma. Að lokum komu þau. Dag nokkurn sagði móðir mín mér að Run Tu væri kominn. Ég þeyttist út til að sjá hann. Hann stóð í eldhúsinu með rjótt kringluleitt andlit, bar lítinn flókahatt á höfði og glitrandi silfurfesti um hálsinn. Auðséð var að faðir hans unni honum mjög, hafði óttazt að hann kynni að deyja, svo að hann gerði heitstrengingu frammi fyrir Búdda og guðunum og hafði smeygt þessari festi um hálsinn á honum til að varðveita hann frá öllu illu. Hann var mjög feiminn við ókunnuga aðra en mig. Þegar enginn var nær- staddur masaði hann stöðugt. Áður en hálfur dagur var liðinn vorum við orðnir mestu mátar. Ég hefi nú gleymt, hvað við mösuðum; ég man aðeins að Run Tu var mjög kátur og sagðist hafa séð margt nýstárlegt eftir að hann kom til bæjarins. Daginn eftir bað ég hann að veiða fugla. Hann sagði: „Það er aðeins hægt að gera þegar snjór er. Ég sópa snjónum af á bletti, set litla tágakörfu á hvolf á jörðina, skýt litlu priki undir aðra brún hennar. Sáldra korni á jörðina undir körfunni. Ég bíð í nokkurri fjarlægð, og þegar fuglarnir koma að tína kornið, kippi ég í spotta, sem er bundinn við prikið. Fuglarnir verða þá inni- lokaðir undir körfunni.“ Þarna voru margar fuglategundir, svo sem fasanar, skógarsnípur, gaukar. Ég beið með mikilli eftirvæntingu eftir snjókomu. Run Tu sagði líka: „Það er orðið of kalt núna, en þú ættir að heimsækja okkur í sumar. Á daginn getum við farið niður í fjöru að tína skeljar, þar eru bæði rauðar og grænar, bæði fjandafælur og búddahendur. Á kvöldin förum við pabbi að gæta melóna, þú kemur líka.“ „Til að sitja fyrir þjófum?“ spurði ég. „Nei, vegfarendur taka þær og borða þegar þá þyrstir, við teljum það ekki þjófnað. Við eigum að verja þær gegn greifingjum og zha. Tungl og jörð, þú leggur við eyrun og hlustar, það heyrist skrjáfur, zha er að éta melónur. Þá tvíhendir þú járnstinginn og gengur hljóðlega í áttina. Ég vissi ekki hvaða skepna þessi zha var, og ég veit það ekki heldur núna. Mér bara einhvernveginn finnst að hann sé svipaður hundi og skelfing grimm- úðlegur. og ber því nafn hans. Samkvœmt kínverskri gamalli heimsskoðun er heimurinn gerður af 5 frumþáttum: málmi, viði, vatni, eldi og jörðu. Ef jafnvægi ríkir milli þessara 5 þátta ríkir hamingja, ef það raskast er voðinn vís. í run-mánuði skortir jörðu, sem heitir tu á kínversku. Til að forða barainu frá óhamingjunni hlýtur það nafn af jörðu — tu. Nafnið verður því Run Tu. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.