Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Blaðsíða 25
SAMSKIFTI VIÐ KÍNVERJA Vúhan, urðu í höndum þeirra tröll- auknar sogdælur og mjaltavélar, það- an sem leiðslur lágu í allar áttir til að blóðnytka alþýðu landsins. Ríkið í miðið, þar sem menning hafði dafnað um þúsundir ára og hvað eftir annað lyft dýrlegum bylgjuföldum, var að vísu sjálfstætt í orði, en á borði mátt- vana skattland í járngreipum nýlendu- velda, sem gátu þó ekki komið sér saman um að lima það algerlega sund- ur, skifta því milli sín. Að undanskild- um yfirstéttum og málaliði bjó fjöl- mennasta og fomfrægasta þjóð ver- aldar við síversnandi hag, örbirgð og þrældóm, en einokunarkaupmenn og iðjuhöldar nýlenduveldanna hreyktu sér æ hærra og sugu æ fastara, drógu að sér allskonar trantaralýð og ill- þýði, reistu sér vegleg hverfi í ýmsum stórborgum og gerðust ríki í ríkinu, óháðir lögum þess og kvöðum. Um atferli vesturlandamanna í Kína mætti setja saman ræningjasögu í mörgum bindum, jafnvel þótt stuðzt yrði einvörðungu við vitnisburði þeirra sjálfra. Það yrði heldur ófag- urt bindið, sem greindi skilmerkilega frá taflbrögðum brezkra, þýzkra, franskra og bandarískra vopnahringa til að græða á kínverjum. Ekki yrði bjartara yfir þeim hluta ritverksins, sem fjallaði um afskifti hvítra rudda af kínverskri menningu, hvernig þeir óðu um kyrrlát musteri hennar á rosa- bullum sínum, stelandi, brjótandi og bramlandi, hvernig þeir gerðu sér leik að því að lítilsvirða hana eða reyndu beinlínis að höggva á suma fáguðustu og sérkennilegustu þætti hennar, stundum til eflingar kristnum dómi, en langoftast til að örva sölu á skrani og glingri eða breikka veginn að þeim spillingardíkj um, sem pyngja þeirra hafði velþóknun á. Sú bókin yrði þó ljótust, sem rifjaði upp aðferðir vest- urlandamanna til að færa sér neyð kínverja í nyt, auðgast þeim mun lið- ugar sem barátta þjóðarinnar fyrir lífinu varð harðvítugri og örvænting- arfyllri. Sérstakur kafli í slíkri bók hlyti að veita nokkra vitneskju um tekjur þeirra af riksjanum, mann- vagninum svonefnda, þessu viður- styggilega farartæki, eða öllu heldur drápstæki, sem enskur prestur í Japan, séra M. B. Vailey, fann upp seint á nítjándu öld, en franskur flökkusnák- ur, Menard að nafni, beitti fyrstur kínverjum fyrir, í Sjanghæ, og benti þannig útlendum höfðingjum þar eystra á nýjan gróðaveg. í kaflanum mundu ekki aðeins birtast fróðlegar tölur um hagnað af riksj arekstri, held- ur og dánartölur, því að öngvir entust lengi, sem neyddust til að leigja upp- finningu enska prestsins af miljóna- mæringum og draga hana sér til lífs- uppeldis, dóu að jafnaði eftir fimm eða sex ár (1933 voru í Sjanghæ einni saman um tuttugu og fimm þúsundir kínverja að þveitast á þennan hátt fyrir viðurværi sínu og leigum til hvítra riksjadrottna). Annar kafli í 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.