Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Page 25
SAMSKIFTI VIÐ KÍNVERJA Vúhan, urðu í höndum þeirra tröll- auknar sogdælur og mjaltavélar, það- an sem leiðslur lágu í allar áttir til að blóðnytka alþýðu landsins. Ríkið í miðið, þar sem menning hafði dafnað um þúsundir ára og hvað eftir annað lyft dýrlegum bylgjuföldum, var að vísu sjálfstætt í orði, en á borði mátt- vana skattland í járngreipum nýlendu- velda, sem gátu þó ekki komið sér saman um að lima það algerlega sund- ur, skifta því milli sín. Að undanskild- um yfirstéttum og málaliði bjó fjöl- mennasta og fomfrægasta þjóð ver- aldar við síversnandi hag, örbirgð og þrældóm, en einokunarkaupmenn og iðjuhöldar nýlenduveldanna hreyktu sér æ hærra og sugu æ fastara, drógu að sér allskonar trantaralýð og ill- þýði, reistu sér vegleg hverfi í ýmsum stórborgum og gerðust ríki í ríkinu, óháðir lögum þess og kvöðum. Um atferli vesturlandamanna í Kína mætti setja saman ræningjasögu í mörgum bindum, jafnvel þótt stuðzt yrði einvörðungu við vitnisburði þeirra sjálfra. Það yrði heldur ófag- urt bindið, sem greindi skilmerkilega frá taflbrögðum brezkra, þýzkra, franskra og bandarískra vopnahringa til að græða á kínverjum. Ekki yrði bjartara yfir þeim hluta ritverksins, sem fjallaði um afskifti hvítra rudda af kínverskri menningu, hvernig þeir óðu um kyrrlát musteri hennar á rosa- bullum sínum, stelandi, brjótandi og bramlandi, hvernig þeir gerðu sér leik að því að lítilsvirða hana eða reyndu beinlínis að höggva á suma fáguðustu og sérkennilegustu þætti hennar, stundum til eflingar kristnum dómi, en langoftast til að örva sölu á skrani og glingri eða breikka veginn að þeim spillingardíkj um, sem pyngja þeirra hafði velþóknun á. Sú bókin yrði þó ljótust, sem rifjaði upp aðferðir vest- urlandamanna til að færa sér neyð kínverja í nyt, auðgast þeim mun lið- ugar sem barátta þjóðarinnar fyrir lífinu varð harðvítugri og örvænting- arfyllri. Sérstakur kafli í slíkri bók hlyti að veita nokkra vitneskju um tekjur þeirra af riksjanum, mann- vagninum svonefnda, þessu viður- styggilega farartæki, eða öllu heldur drápstæki, sem enskur prestur í Japan, séra M. B. Vailey, fann upp seint á nítjándu öld, en franskur flökkusnák- ur, Menard að nafni, beitti fyrstur kínverjum fyrir, í Sjanghæ, og benti þannig útlendum höfðingjum þar eystra á nýjan gróðaveg. í kaflanum mundu ekki aðeins birtast fróðlegar tölur um hagnað af riksj arekstri, held- ur og dánartölur, því að öngvir entust lengi, sem neyddust til að leigja upp- finningu enska prestsins af miljóna- mæringum og draga hana sér til lífs- uppeldis, dóu að jafnaði eftir fimm eða sex ár (1933 voru í Sjanghæ einni saman um tuttugu og fimm þúsundir kínverja að þveitast á þennan hátt fyrir viðurværi sínu og leigum til hvítra riksjadrottna). Annar kafli í 15

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.