Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Blaðsíða 69
MENNIRNIR, ÁRIN, LÍFIÐ venja komur mínar í dómshúsið, mér fundust málaferli miklu fróðlegri en skáldsögur. Ég vissi að líf fólksins var erfitt, mundi bragga Khamavítsjverk- smiðjunnar, hafði séð gististaði fyrir fátæklinga, næturkrár, fyllirafta, grimma menn og fáfróða, fangelsi. En allt þetta var séð utan frá, fyrir dómstól- unum opnuðust hinsvegar fyrir mér hjörtu mannanna. Af hverju drap þessi hægláta, hógværa bóndakona nágranna sinn á dýrslegan hátt? Af hverju skar þessi gamli maður á háls stjúpdóttur sína, sem hann lifði með? Af hverju trúði fólkið þessum bólugrafna, forljóta kraflaverkamanni? Af hverju eru mennirnir fullir af fáfræði, fordómum, ofsafengnum og sjálfum þeim óskilj- anlegum ástríðum? Aður vissi ég að til er „grunnur“ og „yfirbygging“, en í Poltava fór ég fyrst að hugsa um ljótleika og um leið styrkleika „yfirbygging- arinnar“. Áður fannst mér að breyta mætti mönnunum á einum sólarhring, það þyrfti ekki annað en öreigarnir tækju valdið í sínar hendur. Þegar ég heyrði játningar hinna ákærðu og frásagnir vitnanna, skildi ég að þetta er ekki svo einfalt. Ég fékk mér sögur Tsjékhofs á bókasafninu. Mér tókst ekki að dvelja nema mánuð í Poltövu. Lögreglustjórinn kallaði mig fyrir sig og sagði, að ég yrði að yfirgefa borgina. „Hvert viljið þér halda?“ Ég gaf það svar sem mér kom fyrst í hug: „Til Smolensk.“ Ég vissi ekki að ég myndi auka vandræði yfirvaldanna í Smolensk. R. Ostrovskaja, sem starfar við skjalasafn Smolenskborgar, sendi mér fyrir skömmu afrit af ýmsum skjölum. Það kemur á daginn, að Nésterof höfuðs- maður hefur tilkynnt starfsbróður sínum í Smolensk, Gromyko, hershöfðingja, að „Ilja Grígorév. Erenbúrg, fyrrv. stúdent, hafi þann 10. nóv. samþykkt að kjósa sér Smolensk að dvalarstað, og hefur lögreglustjórinn í Poltava afhent honum leyfisbréf þangað.“ Nésterof höfuðsmaður aðvarar jafnframt Gromy- ko hershöfðingja: „Meðan ofangreindur Erenbúrg dvaldi í Poltava, tókst hon- um að ná sambandi við flokksdeild Rússneska sósíaldemókratíska verkamanna- flokksins á staðnum.“ Tuttugasta og fjórða nóvember gaf yfirmaður öryggis- lögreglunnar í Smolensk út skipun þess efnis, að honum verði án tafar til- kynnt koma mín til Smolensk. Það var lengi leitað að mér þar. Frá Poltava hélt ég til Kíef og var þar viku í leyfisleysi. Ég þurfti að skipta um gististað hverja nótt. Eitt kvöld barði ég lengi að dyrum íbúðar, sem mér hafði verið vísað á, en árangurslaust. Má vera ég hafi ekki skrifað rétt upp heimilisfangið. Ég þrammaði eftir Bíbíkofbúlevarðinum. Það var kalt, blaut- ar snjóflygsur féllu til jarðar. Á móti mér kom ung stúlka á sumarskóm. „Ertu með?“ kallaði hún til mín. Ég afþakkaði. Klukkustundu síðar hittumst við aftur; hún skildi að mig vantaði gististað, fylgdi mér til herbergis síns, — 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.