Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Blaðsíða 78
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ara. Það er bæði styrkur hans og veik- leiki. Frjálslyndi hans er merkilegur þáttur í þróun íslenzks þjóðlíís á önd- verðri þessari öld, og það er ekki ó- líklegt að það hafi að sínu leyti verið upprennandi kynslóð álíka mikils- verður hvati og róttækni Þorsteins Erlingssonar. En í heildarafstöðu hans er athyglisvert misræmi. Þjóðfé- lagslegt frjálslyndi hans er, jafnvel á síðari árum, greinilega víðtækara og staðbetra en sem nemur almennri borgaralegri afstöðu samtímans. Greinaflokkur sá sem hann ritaði um þjóðmál í Vörð um líkt leyti og hann átti í erjunum við Sigurð Nordal er Ijós vottur um þetta þjóðfélagslega frjálslyndi, sem gengur svo langt að hann lýsir jafnvel yfir nokkurri sam- úð með sósíalismanum. En á hinn bóginn er fræðileg eða heimspekileg hugsun Einars Kvarans að mestu leyti ekki annað en endurkast hnignandi borgaralegs anda, sem innlendur út- úrboringsskapur hefur sízt bætt um. í henni speglast upplausn hins borg- aralega frjálslyndis, rotnun þess og hrun. Borgaralegt frjálslyndi er sem sé all-löngu áður en þeir Einar Kvaran og Sigurður Nordal háðu einvígi sitt orðið óhrjáleg skrípamynd sjálfs sín. Það er orðið að afskiptaleysi og hálf- velgju og — það sem mestu máli skiptir hér — það er orðið að sið- ferðilegri afstæðiskenningu. Ekki svo að skilja að viðurkennt sé að siðferð- ið sé háð þjóðfélagslegum aðstæðum, slíkt væri villutrú, heldur er það orð- ið algerlega afstætt: Illt og gott er blekking. (Eg á auðvitað við kenn- inguna en ekki framkvæmdina; tengslin milli kenningar og fram- kvæmdar er ekki þörf að ræða í þessu sambandi.) — Þetta frjálslyndi sem máir út allar andstæður er hinn al- menni fræðilegi grundvöllur sem Ein- ar Kvaran stendur á. En þó sagt sé að slík úrætting frjálslyndisins hafi verið orðin eitt af almennum einkennum borgaralegs hugmyndaheims um það leyti sem Sigurður Nordal og Einar Kvaran liáðu ritdeilu sína, þá er því ekki þar með gleymt að andleg saga aldamóta- tímanna og fyrstu ára 20. aldar ein- kennist einnig af uppreisnum borg- aralegra hugsuða gegn þessari þróun. Gagnrýni Sigurðar Nordals á lífs- skoðanir Einars Kvarans ber einmitt að skoða sem kvísl úr þeim róttæknis- straumum borgaralegrar hugsunar. Samkvæmt þessum uppreisnarmönn- um er því neitað að borgaraleg logn- molla sé fullkomnun sögunnar og að djúp mannlífsins séu brúuð einfald- lega með því að má út gott og illt í huganum. Með þessari almennu staðsetningu er þó árekstur Sigurðar Nordals og Einars Kvarans ekki fyllilega ein- kenndur. Það verður ennfremur að gæta að því hvaða sérstakar aðstæður í íslenzku þjóðlífi eru forsendur hans. 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.