Tímarit Máls og menningar - 01.03.1961, Blaðsíða 75
ÁGREININGSEFNI SIGURÐAR NORDALS OG EINARS KVARANS
lætur sér nægja að benda á, en velur
ekki sjálfur.
I upphafi athugunar sinnar á lífs-
skoðun Einars Kvarans segir Sigurð-
ur Nordal að boðskap þann sem síð-
ari bækur hans flytji megi fela í einu
orði: fyrirgefning. í svari sínu gerir
Einar Kvaran gagnrýnina á fyrirgefn-
ingarboðskapnum að aðalatriði út af
fyrir sig og ver meginhluta greinar
sinnar til varnar og gagnsóknar á
þeim grundvelli. En þar hallar hann
mjög réttu máli, því ádeila Sigurðar
Nordals beinist alls ekki að fyrirgefn-
ingarboðskapnum sem sjálfstæðu fyr-
irbæri heldur að þeirri heildarskoð-
un sem hin einhliða fyrirgefningar-
boðun er hluti af, enda segir hann
beinlínis: „Það skiptir því mestu, á
hvaða undirstöðu þessi boðskapur er
reistur í sögum E. H. Kv.“
Sigurður Nordal leiðir í ljós þessa
undirstöðu, þessa almennu afstöðu,
sem fyrirgefningarboðskapurinn er
þáttur af, með tilvísun í niðurlagið á
Marjas, hina siðferðilegu ályktun sög-
unnar sem fóstrunni er lögð í munn.
Hún er í stuttu máli sú að mannlegt
líf er hégómi og fánýti frá hinu æðsta
og algilda sjónarmiði eilífðarinnar
eða dauðans. Gegn þessari afstöðu
beinir Sigurður Nordal ádeilu sinni
af mestum þunga, hún er það megin-
atriði í lífsskoðun Einars Kvarans
sem er fyrsta orsök gagnrýni hans.
Sinni afstöðu lýsir hann aftur þann-
ig:
tímarit máls oc menningar
... En nóg eru dœmi hins, að menn
hafa spillt lífi sínu og starfi með því
að lyfta sér upp á eitthvert sjónarmið
ofar öllum skýjum. En þó að garð-
holan, sem hverjum manni er trúað
fyrir að rœkta, sé ekki nema lítill part-
ur bœjarins, bœrinn lítill partur lands-
ins, landið hnattarins, hnötturinn sól-
kerfisins o. s. frv., þá er skylda vor að
rœkta hana, a. m. k. meðan kraftar
vorir ná ekki lengra.
Mér finnst sögumaðurinn í Marj-
as hefði getað svarað fóstru sinni
eitthvað á þessa leið: „Eg veit ekki,
hvort meira er. Það getur verið. En
eg finn það. Sjónhringur minn. er svo
miklu víðari nú en þá, að skýflókinn,
sem hylur allan himininn fyrir mér
nú, hlýtur að vera stœrri en hinn. Þú
átt auðvitað við, að til sé annar enn
stcerri sjónliringur, svo óendardega
miklu stœrri, að sjónhringur bernsku
og œsku verði báðir jafn-dvergvaxnir
í samanburði við hann. Því neita eg
ekki. En sá sjónhringur er ekki minn,
og heldur ekki þinn, svo að við getum
ekki haft hann til samanburðar. [ . .]
Ef eg reyndi nú á fullorðinsárunum
að skrópa frá alvöru lífsins með því
að gera allt að barnaleik, bera það
saman við eitthvert œðra stig, sem eg
í raun réttri hef enga hugmynd um,
þá vœri eg enginn maður ...“ (Bls.
28—29).
Og í annarri grein sinni dregur
hann saman gagnrýni sína í þessum
orðum: „Eg sýni síðan fram á, að auk
65
5